150 milljónir króna áætlaðar vegna brunaskemmda í Seljaskóla Atli Ísleifsson skrifar 1. nóvember 2019 09:21 Tjónið var mikið eftir brunann í maí. vísir/jóhann k Kostnaður við viðgerðir vegna brunaskemmda í Seljaskóla í Reykjavík er áætlaður 150 milljónir króna. Innkauparáð Reykjavíkurborgar samþykkti í síðustu viku að semja við verktakafyrirtækið Kappa ehf um endurbætur á húsnæði skólans en eldur kom þar upp bæði í mars og maí síðastliðinn. Í fundargerð ráðsins kemur fram að áætluð upphæð samningskaupa sé 150 milljónir króna og sé áætlað er að húsnæðið verði tilbúið til kennslu eigi síðar en haustið 2020. Bruni varð í tengigangi milli húsa 7 og 9 í skólanum þann 8. mars síðastliðinn og þá varð nær altjón á húsi 4 í eldsvoða þann 12. maí. Þrír piltar játuðu aðild að íkveikju sem leiddi til eldsvoðans í maí. Bruninn í maí hafði mikil áhrif á skólastarfið þar sem loka þurfti sex kennslustofum. Þurfti hluti nemenda í Seljaskóla um tíma að sækja nám í Fellaskóla.Verktaki á vegum VÍS Húseignir borgarinnar eru brunatryggðar hjá VÍS, en í samningi vegna brunatrygginga er tiltekið að borgin geti valið að láta tryggingafélagið sjá um viðgerð eftir tjón í stað greiðslu tryggingabóta. Í samræmi við samninginn hafi verið ákveðið að verktakafyrirtækið Kappar ehf, sem er á vegum VÍS, sjái um vinnuna í Seljaskóla á vegum tryggingafélagsins sem brunatryggingin nær yfir. Samhliða framkvæmdunum á vegum tryggingafélagsins hefur verið ákveðið að gera talsverðar breytingar á húsnæðinu frá því sem áður var, til að það samræmist núgildandi kröfum reglugerða, kennsluháttum og áherslum í skólastarfi. Snúa breytingarnar að því að tryggja aukið öryggi með tilliti til brunavarna, og gera breytingar á lagnakerfum. Kostnaði við framkvæmdirnar verður hlutfallslega skipt milli borgarinnar og VÍS eftir því sem við á. Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Játa aðild að íkveikju sem leiddi til eldsvoða í Seljaskóla Rannsókn lögreglu á bruna í Seljaskóla aðfaranótt sunnudagsins 12. maí síðastliðins er langt komin. 16. maí 2019 14:05 Skólastarf hefst á ný eftir eldsvoða Skólastarf mun hefjast að nýju í Seljaskóla í Breiðholti í dag en starfsmenn skólans nýttu daginn í gær í hreinsun á skólanum. 14. maí 2019 07:45 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Kostnaður við viðgerðir vegna brunaskemmda í Seljaskóla í Reykjavík er áætlaður 150 milljónir króna. Innkauparáð Reykjavíkurborgar samþykkti í síðustu viku að semja við verktakafyrirtækið Kappa ehf um endurbætur á húsnæði skólans en eldur kom þar upp bæði í mars og maí síðastliðinn. Í fundargerð ráðsins kemur fram að áætluð upphæð samningskaupa sé 150 milljónir króna og sé áætlað er að húsnæðið verði tilbúið til kennslu eigi síðar en haustið 2020. Bruni varð í tengigangi milli húsa 7 og 9 í skólanum þann 8. mars síðastliðinn og þá varð nær altjón á húsi 4 í eldsvoða þann 12. maí. Þrír piltar játuðu aðild að íkveikju sem leiddi til eldsvoðans í maí. Bruninn í maí hafði mikil áhrif á skólastarfið þar sem loka þurfti sex kennslustofum. Þurfti hluti nemenda í Seljaskóla um tíma að sækja nám í Fellaskóla.Verktaki á vegum VÍS Húseignir borgarinnar eru brunatryggðar hjá VÍS, en í samningi vegna brunatrygginga er tiltekið að borgin geti valið að láta tryggingafélagið sjá um viðgerð eftir tjón í stað greiðslu tryggingabóta. Í samræmi við samninginn hafi verið ákveðið að verktakafyrirtækið Kappar ehf, sem er á vegum VÍS, sjái um vinnuna í Seljaskóla á vegum tryggingafélagsins sem brunatryggingin nær yfir. Samhliða framkvæmdunum á vegum tryggingafélagsins hefur verið ákveðið að gera talsverðar breytingar á húsnæðinu frá því sem áður var, til að það samræmist núgildandi kröfum reglugerða, kennsluháttum og áherslum í skólastarfi. Snúa breytingarnar að því að tryggja aukið öryggi með tilliti til brunavarna, og gera breytingar á lagnakerfum. Kostnaði við framkvæmdirnar verður hlutfallslega skipt milli borgarinnar og VÍS eftir því sem við á.
Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Játa aðild að íkveikju sem leiddi til eldsvoða í Seljaskóla Rannsókn lögreglu á bruna í Seljaskóla aðfaranótt sunnudagsins 12. maí síðastliðins er langt komin. 16. maí 2019 14:05 Skólastarf hefst á ný eftir eldsvoða Skólastarf mun hefjast að nýju í Seljaskóla í Breiðholti í dag en starfsmenn skólans nýttu daginn í gær í hreinsun á skólanum. 14. maí 2019 07:45 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Játa aðild að íkveikju sem leiddi til eldsvoða í Seljaskóla Rannsókn lögreglu á bruna í Seljaskóla aðfaranótt sunnudagsins 12. maí síðastliðins er langt komin. 16. maí 2019 14:05
Skólastarf hefst á ný eftir eldsvoða Skólastarf mun hefjast að nýju í Seljaskóla í Breiðholti í dag en starfsmenn skólans nýttu daginn í gær í hreinsun á skólanum. 14. maí 2019 07:45