Skipað að þegja um áhyggjur sínar af símtali Trump og Zelenskíj Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2019 23:45 Vindman (fyrir miðju) kom fyrir þingnefndirnar á þriðjudag. Þar lýsti hann áhyggjum sínum af samskiptum Trump forseta við Úkraínu. AP/Manuel Balce Ceneta Hátt settur lögfræðingur Hvíta hússins skipaði starfsmanni þjóðaröryggisráðsins sem heyrði símtal Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Úkraínuforseta að ræða ekki áhyggjur sínar vegna þess við nokkurn utan ríkisstjórnarinnar. Trump þrýsti ítrekað á úkraínska forsetann að rannsaka pólitískan keppninaut hans í símtalinu. Sami lögfræðingur kom eftirriti símtalsins fyrir í tölvukerfi fyrir leynilegar upplýsingar til að koma í veg fyrir að efni þess læki út. Alexander Vindman, undirofursti í Bandaríkjaher og sérfræðingur í málefnum Úkraínu hjá þjóðaröryggisráðinu, bar vitni fyrir þremur nefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsaka möguleg embættisbrot Trump í samskiptum hans við Úkraínu fyrr í þessari viku. Hann sagði nefndunum að þrýstingur Trump á úkraínsk stjórnvöld um að þau rannsökuðu Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótherja Trump í forsetakosningum næsta árs, og stoðlausa samsæriskenningu um Demókrataflokkinn hafi valdið honum svo miklu hugarangri að hann hafi í tvígang gert lögfræðingi Hvíta hússins viðvart. Vindman var á meðal þeirra embættismanna sem sátu símtal Trump og Volodímírs Zelenskíj, forseta Úkraínu, sem varð kveikjan að rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum. Hann taldi þrýsting Trump og bandamanna hans á Úkraínu grafa undan þjóðaröryggi Bandaríkjanna.Washington Post segir nú að Vindman hafi einnig borið vitni um að John Eisenberg, hátt settur lögfræðingur Hvíta hússins og aðallögfræðingur þjóðaröryggisráðsins, hafi skipað honum að viðra áhyggjur sínar af samskiptum Trump við Úkraínu ekki við nokkurn mann utan Hvíta hússins. Þá skipun gaf Eisenberg eftir að lögfræðingar Hvíta hússins fréttu af því að starfsmaður leyniþjónustunnar CIA hefði kvartað til yfirlögfræðings þeirrar stofnunar vegna símtals Trump og Zelenskíj. Leyniþjónustumaðurinn skilaði síðar inn formlegri uppljóstrarakvörtun sem varð til þess að fulltrúadeildin hóf rannsókn á forsetanum.Bæði Trump og bandamenn hans þrýstu ítrekað á Zelenskíj (t.v.) og úkraínska embættismenn að þeir rannsökuðu pólitíska andstæðinga Trump í sumar og haust.AP/Evan VucciBendir til þess að Hvíta húsið hafi gert sér grein fyrir alvarleika símtalsins Kvörtun uppljóstrarans hefur í meginatriðum verið staðfest í framburði nokkurra núverandi og fyrrverandi embættismanna í ríkisstjórn Trump. Fram hefur komið að Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður Trump, hafi rekið skuggautanríkisstefnu gagnvart Úkraínu sem gekk út á að Bandaríkjastjórn héldi eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð og fund í Hvíta húsinu sem stjórnvöld í Kænugarði sóttust eftir nema þau samþykktu að verða við kröfum Trump um rannsókn á Biden og demókrötum. Á meðal þess sem uppljóstrarinn hélt fram var að Hvíta húsið hafi reynt að leyna innihaldi símtals Trump og Zelenskíj með því að vista eftirrit þess í tölvukerfi sem aðeins er ætlað fyrir háleynilegar upplýsingar þrátt fyrir símtalið hafi ekki verið þess eðlis. Eisenberg er sagður hafa tekið þá ákvörðun til að koma í veg fyrir að efni símtalsins læki út. Það gerði hann eftir að Vindman viðraði áhyggjur sínar af símtalinu við hann. Þrátt fyrir að Eisenberg og mögulega aðrir embættismenn hafi reynt að halda efni símtalsins reyndu hefur Trump forseti ítrekað fullyrt að samtal hans við Zelenskíj hafi verið „fullkomið“ og hann hafi ekkert unnið sér til saka með því. Í minnisblaði um símtalið sem Hvíta húsið birti sjálft kom fram að Trump þrýsti ítrekað á Zelenskíj að fallast á rannsóknir. Framburður Vindman um að Eisenberg hafi viljað halda áhyggjum af samskiptum Trump og Zelenskíj leyndum er talinn grafa undan þeirri málsvörn þar sem hann bendir til þess að embættismenn Hvíta hússins hafi verið meðvitaðir um að símtalið reyndist skaðlegt spyrðist það út. Tim Morrison, fráfarandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráðinu, virtist staðfesta það í framburði fyrir þingnefndunum í gær. Staðfesti hann framburð annarra vitna um að Trump hafi setta það sem skilyrði fyrir því að veita hernaðaraðstoð og fund að Úkraínumennirnir lýstu því opinberlega yfir að þeir rannsökuðu Biden og demókrata. Morrison sagðist ekki telja þá kröfu ólöglega eða óviðeigandi en hann hafi óttast að það yrði pólitískt skaðlegt ef það spyrðist út. Eisenberg hefur verið boðaður til að bera vitni fyrir þingnefndunum á mánudag. Ekki er ljóst hvort hann verður við þeirri bón.Sagðist hafa rætt áhyggjur sína við samstarfsmenn Vindman sagðist í framburði sínum ekki vera uppljóstrarinn sem kom atburðarásinni í rannsókn á samskiptum Trump við Úkraínu af stað. Áður en Eisenberg skipaði honum að segja engum frá áhyggjum sínum hafi hann verið búinn að ræða þær við tvo samstarfsfélaga hjá öðrum stofnunum sem hann nafngreindi ekki. Í kvörtun uppljóstrarans kom fram að hann hefði rætt við embættismann Hvíta hússins sem hefði hlustað á allt símtal Trump og Zelenskíj. Embættismaðurinn hafi verið „sjáanlega sleginn yfir því sem gerðist“ og hann hefði lýst símtalinu sem „sturluðu“, „ógnvekjandi“ og „alls ótengdu efni sem tengist þjóðaröryggi“. Greindi Vindman nefndunum einnig frá því að í minnisblaðinu sem Hvíta húsið birti um símtali eftir að kvörtun uppljóstrarans komst í fréttir hafi brugðið í nokkrum veigamiklum atriðum frá eftirriti þess. Zelenskíj hafi verið eignuð orð sem hann hafi aldrei mælt og önnur ákveðin orð sem hann nefndi hafi verið fjarlægð og orðalagi forsetans breytt. Þar nefndi Vindman sérstaklega að nafnið á fyrirtækinu Burisma hefði verið fjarlægt. Hunter Biden, sonur Joe Biden, sat í stjórn þess fyrirtækis þegar faðir hans var varaforseti. Trump og bandamenn hans hafa haldið því fram án nokkurra sannana að Biden eldri hafi sem varaforseti misbeitt valdi sínu til að þvinga úkraínskan saksóknara úr embætti til að hygla syni sínum. Biden tók þátt í þrýstingi vestrænna ríkja á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara sem þau töldu hafa brugðist í að uppræta langvarandi spillingu. Rannsókn sem hafði staðið yfir á Burisma hafði þá þegar verið hætt og ekkert hefur komið fram að hún hafi beinst að Hunter Biden. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Boða fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump fyrir þingnefndirnar John Bolton ætlar ekki að koma sjálfviljugur fyrir nefndirnar en lögmaður hans segist tilbúinn að taka við stefnu. Bolton gæti verið lykilvitni um nokkur atriði í samskiptum Trump-stjórnarinnar við Úkraínu. 30. október 2019 23:45 Bandamenn Trump ráðast á vitni vegna uppruna þess Starfsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna var sakaður um að vera njósnari og mögulega óþjóðrækinn í hægrisinnuðum fjölmiðlum eftir að hann bar vitni sem kom Trump forseta illa. 29. október 2019 23:00 Núverandi starfsmaður Hvíta hússins ber vitni Offurstinn Alexander Vindman, sem situr í þjóðaröryggisráði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti tvisvar sinnum yfir áhyggjum vegna viðleitni ríkisstjórnar Trump og utanaðkomandi aðila sem tengjast Trump til að fá yfirvöld Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing forsetans. 29. október 2019 07:43 Ráðgjafi staðfesti að Trump sóttist eftir rannsóknum en taldi það ekki ólöglegt Fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðsins staðfesti framburð um að Trump hafi haldi eftir hernaðaraðstoð til Úkraínu til að þrýsta á um pólitískan greiða en sagðist þó ekki hafa talið það óviðeigandi eða ólöglegt. 31. október 2019 21:45 Reyndi að bæta við eftirrit símtals Trump og Zelensky Alexander S. Vindman, undirofursti, sagði þingmönnum í gær að honum hafi verið svo brugðið yfir framferði Trump gagnvart Úkraínu að hann hafi gert lögfræðingum þjóðaröryggisráðsins viðvart í tvígang. 30. október 2019 09:24 Hvíta húsið sagt leita að blóraböggli vegna Úkraínumálsins Einn af helstu lögfræðingum Hvíta hússins sem ákvað að takmarka aðgang að símtali Trump og Zelenskíj Úkraínuforseta er sagður í miðju rannsóknarinnar. 16. október 2019 11:04 Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Hátt settur lögfræðingur Hvíta hússins skipaði starfsmanni þjóðaröryggisráðsins sem heyrði símtal Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Úkraínuforseta að ræða ekki áhyggjur sínar vegna þess við nokkurn utan ríkisstjórnarinnar. Trump þrýsti ítrekað á úkraínska forsetann að rannsaka pólitískan keppninaut hans í símtalinu. Sami lögfræðingur kom eftirriti símtalsins fyrir í tölvukerfi fyrir leynilegar upplýsingar til að koma í veg fyrir að efni þess læki út. Alexander Vindman, undirofursti í Bandaríkjaher og sérfræðingur í málefnum Úkraínu hjá þjóðaröryggisráðinu, bar vitni fyrir þremur nefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsaka möguleg embættisbrot Trump í samskiptum hans við Úkraínu fyrr í þessari viku. Hann sagði nefndunum að þrýstingur Trump á úkraínsk stjórnvöld um að þau rannsökuðu Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótherja Trump í forsetakosningum næsta árs, og stoðlausa samsæriskenningu um Demókrataflokkinn hafi valdið honum svo miklu hugarangri að hann hafi í tvígang gert lögfræðingi Hvíta hússins viðvart. Vindman var á meðal þeirra embættismanna sem sátu símtal Trump og Volodímírs Zelenskíj, forseta Úkraínu, sem varð kveikjan að rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum. Hann taldi þrýsting Trump og bandamanna hans á Úkraínu grafa undan þjóðaröryggi Bandaríkjanna.Washington Post segir nú að Vindman hafi einnig borið vitni um að John Eisenberg, hátt settur lögfræðingur Hvíta hússins og aðallögfræðingur þjóðaröryggisráðsins, hafi skipað honum að viðra áhyggjur sínar af samskiptum Trump við Úkraínu ekki við nokkurn mann utan Hvíta hússins. Þá skipun gaf Eisenberg eftir að lögfræðingar Hvíta hússins fréttu af því að starfsmaður leyniþjónustunnar CIA hefði kvartað til yfirlögfræðings þeirrar stofnunar vegna símtals Trump og Zelenskíj. Leyniþjónustumaðurinn skilaði síðar inn formlegri uppljóstrarakvörtun sem varð til þess að fulltrúadeildin hóf rannsókn á forsetanum.Bæði Trump og bandamenn hans þrýstu ítrekað á Zelenskíj (t.v.) og úkraínska embættismenn að þeir rannsökuðu pólitíska andstæðinga Trump í sumar og haust.AP/Evan VucciBendir til þess að Hvíta húsið hafi gert sér grein fyrir alvarleika símtalsins Kvörtun uppljóstrarans hefur í meginatriðum verið staðfest í framburði nokkurra núverandi og fyrrverandi embættismanna í ríkisstjórn Trump. Fram hefur komið að Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður Trump, hafi rekið skuggautanríkisstefnu gagnvart Úkraínu sem gekk út á að Bandaríkjastjórn héldi eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð og fund í Hvíta húsinu sem stjórnvöld í Kænugarði sóttust eftir nema þau samþykktu að verða við kröfum Trump um rannsókn á Biden og demókrötum. Á meðal þess sem uppljóstrarinn hélt fram var að Hvíta húsið hafi reynt að leyna innihaldi símtals Trump og Zelenskíj með því að vista eftirrit þess í tölvukerfi sem aðeins er ætlað fyrir háleynilegar upplýsingar þrátt fyrir símtalið hafi ekki verið þess eðlis. Eisenberg er sagður hafa tekið þá ákvörðun til að koma í veg fyrir að efni símtalsins læki út. Það gerði hann eftir að Vindman viðraði áhyggjur sínar af símtalinu við hann. Þrátt fyrir að Eisenberg og mögulega aðrir embættismenn hafi reynt að halda efni símtalsins reyndu hefur Trump forseti ítrekað fullyrt að samtal hans við Zelenskíj hafi verið „fullkomið“ og hann hafi ekkert unnið sér til saka með því. Í minnisblaði um símtalið sem Hvíta húsið birti sjálft kom fram að Trump þrýsti ítrekað á Zelenskíj að fallast á rannsóknir. Framburður Vindman um að Eisenberg hafi viljað halda áhyggjum af samskiptum Trump og Zelenskíj leyndum er talinn grafa undan þeirri málsvörn þar sem hann bendir til þess að embættismenn Hvíta hússins hafi verið meðvitaðir um að símtalið reyndist skaðlegt spyrðist það út. Tim Morrison, fráfarandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráðinu, virtist staðfesta það í framburði fyrir þingnefndunum í gær. Staðfesti hann framburð annarra vitna um að Trump hafi setta það sem skilyrði fyrir því að veita hernaðaraðstoð og fund að Úkraínumennirnir lýstu því opinberlega yfir að þeir rannsökuðu Biden og demókrata. Morrison sagðist ekki telja þá kröfu ólöglega eða óviðeigandi en hann hafi óttast að það yrði pólitískt skaðlegt ef það spyrðist út. Eisenberg hefur verið boðaður til að bera vitni fyrir þingnefndunum á mánudag. Ekki er ljóst hvort hann verður við þeirri bón.Sagðist hafa rætt áhyggjur sína við samstarfsmenn Vindman sagðist í framburði sínum ekki vera uppljóstrarinn sem kom atburðarásinni í rannsókn á samskiptum Trump við Úkraínu af stað. Áður en Eisenberg skipaði honum að segja engum frá áhyggjum sínum hafi hann verið búinn að ræða þær við tvo samstarfsfélaga hjá öðrum stofnunum sem hann nafngreindi ekki. Í kvörtun uppljóstrarans kom fram að hann hefði rætt við embættismann Hvíta hússins sem hefði hlustað á allt símtal Trump og Zelenskíj. Embættismaðurinn hafi verið „sjáanlega sleginn yfir því sem gerðist“ og hann hefði lýst símtalinu sem „sturluðu“, „ógnvekjandi“ og „alls ótengdu efni sem tengist þjóðaröryggi“. Greindi Vindman nefndunum einnig frá því að í minnisblaðinu sem Hvíta húsið birti um símtali eftir að kvörtun uppljóstrarans komst í fréttir hafi brugðið í nokkrum veigamiklum atriðum frá eftirriti þess. Zelenskíj hafi verið eignuð orð sem hann hafi aldrei mælt og önnur ákveðin orð sem hann nefndi hafi verið fjarlægð og orðalagi forsetans breytt. Þar nefndi Vindman sérstaklega að nafnið á fyrirtækinu Burisma hefði verið fjarlægt. Hunter Biden, sonur Joe Biden, sat í stjórn þess fyrirtækis þegar faðir hans var varaforseti. Trump og bandamenn hans hafa haldið því fram án nokkurra sannana að Biden eldri hafi sem varaforseti misbeitt valdi sínu til að þvinga úkraínskan saksóknara úr embætti til að hygla syni sínum. Biden tók þátt í þrýstingi vestrænna ríkja á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara sem þau töldu hafa brugðist í að uppræta langvarandi spillingu. Rannsókn sem hafði staðið yfir á Burisma hafði þá þegar verið hætt og ekkert hefur komið fram að hún hafi beinst að Hunter Biden.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Boða fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump fyrir þingnefndirnar John Bolton ætlar ekki að koma sjálfviljugur fyrir nefndirnar en lögmaður hans segist tilbúinn að taka við stefnu. Bolton gæti verið lykilvitni um nokkur atriði í samskiptum Trump-stjórnarinnar við Úkraínu. 30. október 2019 23:45 Bandamenn Trump ráðast á vitni vegna uppruna þess Starfsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna var sakaður um að vera njósnari og mögulega óþjóðrækinn í hægrisinnuðum fjölmiðlum eftir að hann bar vitni sem kom Trump forseta illa. 29. október 2019 23:00 Núverandi starfsmaður Hvíta hússins ber vitni Offurstinn Alexander Vindman, sem situr í þjóðaröryggisráði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti tvisvar sinnum yfir áhyggjum vegna viðleitni ríkisstjórnar Trump og utanaðkomandi aðila sem tengjast Trump til að fá yfirvöld Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing forsetans. 29. október 2019 07:43 Ráðgjafi staðfesti að Trump sóttist eftir rannsóknum en taldi það ekki ólöglegt Fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðsins staðfesti framburð um að Trump hafi haldi eftir hernaðaraðstoð til Úkraínu til að þrýsta á um pólitískan greiða en sagðist þó ekki hafa talið það óviðeigandi eða ólöglegt. 31. október 2019 21:45 Reyndi að bæta við eftirrit símtals Trump og Zelensky Alexander S. Vindman, undirofursti, sagði þingmönnum í gær að honum hafi verið svo brugðið yfir framferði Trump gagnvart Úkraínu að hann hafi gert lögfræðingum þjóðaröryggisráðsins viðvart í tvígang. 30. október 2019 09:24 Hvíta húsið sagt leita að blóraböggli vegna Úkraínumálsins Einn af helstu lögfræðingum Hvíta hússins sem ákvað að takmarka aðgang að símtali Trump og Zelenskíj Úkraínuforseta er sagður í miðju rannsóknarinnar. 16. október 2019 11:04 Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Boða fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump fyrir þingnefndirnar John Bolton ætlar ekki að koma sjálfviljugur fyrir nefndirnar en lögmaður hans segist tilbúinn að taka við stefnu. Bolton gæti verið lykilvitni um nokkur atriði í samskiptum Trump-stjórnarinnar við Úkraínu. 30. október 2019 23:45
Bandamenn Trump ráðast á vitni vegna uppruna þess Starfsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna var sakaður um að vera njósnari og mögulega óþjóðrækinn í hægrisinnuðum fjölmiðlum eftir að hann bar vitni sem kom Trump forseta illa. 29. október 2019 23:00
Núverandi starfsmaður Hvíta hússins ber vitni Offurstinn Alexander Vindman, sem situr í þjóðaröryggisráði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti tvisvar sinnum yfir áhyggjum vegna viðleitni ríkisstjórnar Trump og utanaðkomandi aðila sem tengjast Trump til að fá yfirvöld Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing forsetans. 29. október 2019 07:43
Ráðgjafi staðfesti að Trump sóttist eftir rannsóknum en taldi það ekki ólöglegt Fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðsins staðfesti framburð um að Trump hafi haldi eftir hernaðaraðstoð til Úkraínu til að þrýsta á um pólitískan greiða en sagðist þó ekki hafa talið það óviðeigandi eða ólöglegt. 31. október 2019 21:45
Reyndi að bæta við eftirrit símtals Trump og Zelensky Alexander S. Vindman, undirofursti, sagði þingmönnum í gær að honum hafi verið svo brugðið yfir framferði Trump gagnvart Úkraínu að hann hafi gert lögfræðingum þjóðaröryggisráðsins viðvart í tvígang. 30. október 2019 09:24
Hvíta húsið sagt leita að blóraböggli vegna Úkraínumálsins Einn af helstu lögfræðingum Hvíta hússins sem ákvað að takmarka aðgang að símtali Trump og Zelenskíj Úkraínuforseta er sagður í miðju rannsóknarinnar. 16. október 2019 11:04
Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01