Segir O‘Rourke hafa „hætt eins og hundur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 09:19 Donald Trump, Bandaríkjaforseti. getty/Olivier Douliery Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í gær að fyrrverandi forsetaframbjóðandinn, Beto O‘Rourke hafi „hætt eins og hundur,“ aðeins nokkrum klukkustundum eftir O‘Rourke tilkynnti að hann hygðist hætta við framboð til forseta. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. O‘Rourke, sem er fyrrverandi þingmaður Texasfylkis, hefur gagnrýnt Trump harðlega og var hann sérstaklega gagnrýninn eftir skotárás sem varð í heimabæ hans, El Paso, í ágúst. Hann sagði árásina beina afleiðingu neikvæðrar orðræðu Trump um innflytjendur. O‘Rourke tilkynnti á föstudag að hann myndi hætta við forsetaframboð þar sem hann hefði ekki nægilegt fjármagn til að halda kosningabaráttu sinni áfram.Beto O'Rourke, fyrrverandi forsetaframbjóðandi.getty/Chip SomodevillaForsetinn hefur áður uppnefnt O‘Rourke en hann sagði O‘Rourke „fátækan, sorglegan mann,“ þegar hann ávarpaði gesti á fjöldafundi í Tupelo í Mississippi. Þá eru aðeins nokkrir dagar síðan forsetinn sagði að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi „dáið eins og hundur,“ í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðvestur Sýrlandi. Trump skrifaði á Twitter á föstudag að hann teldi O‘Rourke ekki ætlað að verða forseti. Þá sagði hann Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og forsetaframbjóðanda, ekki heilan á geði.Oh no, Beto just dropped out of race for President despite him saying he was “born for this.” I don’t think so! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 1, 2019 O‘Rourke tilkynnti í gær að hann myndi draga framboð sitt til baka og skrifaði hann á Twitter að kosningabaráttan hafi einkennst af því að skýrri sýn og heiðarleika. Þá myndi hann ekki beita kröftum sínum fyrir þjóðina sem frambjóðandi. Þá sagði Joe Biden að O‘Rourke hefði blásið mörgum í brjóst.In the wake of tragedy in his hometown, @BetoORourke responded with compassion and leadership, looking into the eyes of people who just lost loved ones and pledging his total resolve. His passion for solving our gun crisis has been inspiring to anyone who has seen him. — Joe Biden (@JoeBiden) November 1, 2019 Þá hrósaði Elizabeth Warren, forsetaframbjóðandi, O‘Rourke fyrir einurð hans á að binda endi á byssuglæpi og Bernie Sanders, forsetaframbjóðandi, þakkaði honum fyrir að hafa sameinað milljónir manns. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir O'Rourke dregur framboð sitt til baka Fyrrverandi fulltrúadeildarþingmanninum frá Texas tókst aldrei að fanga sömu stemmingu og myndaðist í kringum framboð hans til öldungadeildarsætis Texas í fyrra. 1. nóvember 2019 22:19 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í gær að fyrrverandi forsetaframbjóðandinn, Beto O‘Rourke hafi „hætt eins og hundur,“ aðeins nokkrum klukkustundum eftir O‘Rourke tilkynnti að hann hygðist hætta við framboð til forseta. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. O‘Rourke, sem er fyrrverandi þingmaður Texasfylkis, hefur gagnrýnt Trump harðlega og var hann sérstaklega gagnrýninn eftir skotárás sem varð í heimabæ hans, El Paso, í ágúst. Hann sagði árásina beina afleiðingu neikvæðrar orðræðu Trump um innflytjendur. O‘Rourke tilkynnti á föstudag að hann myndi hætta við forsetaframboð þar sem hann hefði ekki nægilegt fjármagn til að halda kosningabaráttu sinni áfram.Beto O'Rourke, fyrrverandi forsetaframbjóðandi.getty/Chip SomodevillaForsetinn hefur áður uppnefnt O‘Rourke en hann sagði O‘Rourke „fátækan, sorglegan mann,“ þegar hann ávarpaði gesti á fjöldafundi í Tupelo í Mississippi. Þá eru aðeins nokkrir dagar síðan forsetinn sagði að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi „dáið eins og hundur,“ í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðvestur Sýrlandi. Trump skrifaði á Twitter á föstudag að hann teldi O‘Rourke ekki ætlað að verða forseti. Þá sagði hann Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og forsetaframbjóðanda, ekki heilan á geði.Oh no, Beto just dropped out of race for President despite him saying he was “born for this.” I don’t think so! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 1, 2019 O‘Rourke tilkynnti í gær að hann myndi draga framboð sitt til baka og skrifaði hann á Twitter að kosningabaráttan hafi einkennst af því að skýrri sýn og heiðarleika. Þá myndi hann ekki beita kröftum sínum fyrir þjóðina sem frambjóðandi. Þá sagði Joe Biden að O‘Rourke hefði blásið mörgum í brjóst.In the wake of tragedy in his hometown, @BetoORourke responded with compassion and leadership, looking into the eyes of people who just lost loved ones and pledging his total resolve. His passion for solving our gun crisis has been inspiring to anyone who has seen him. — Joe Biden (@JoeBiden) November 1, 2019 Þá hrósaði Elizabeth Warren, forsetaframbjóðandi, O‘Rourke fyrir einurð hans á að binda endi á byssuglæpi og Bernie Sanders, forsetaframbjóðandi, þakkaði honum fyrir að hafa sameinað milljónir manns.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir O'Rourke dregur framboð sitt til baka Fyrrverandi fulltrúadeildarþingmanninum frá Texas tókst aldrei að fanga sömu stemmingu og myndaðist í kringum framboð hans til öldungadeildarsætis Texas í fyrra. 1. nóvember 2019 22:19 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
O'Rourke dregur framboð sitt til baka Fyrrverandi fulltrúadeildarþingmanninum frá Texas tókst aldrei að fanga sömu stemmingu og myndaðist í kringum framboð hans til öldungadeildarsætis Texas í fyrra. 1. nóvember 2019 22:19
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent