Þrettán fórust þegar bílsprengja sprakk í borginni Tal Abyad í norðurhluta Sýrlands í dag. Þetta staðfestir varnarmálaráðuneyti Tyrklands. Allir þeir sem létust voru almennir borgarar og talið er að tuttugu aðrir hafi særst.
Ráðuneytið sakar uppreisnarmenn Kúrda um ábyrgð á árásinni.
Tyrkir réðust í síðasta mánuði inn í norðurhluta Sýrlands sem þeir segja að hafi verið á valdi kúrdískra hryðjuverkamanna.
Minnst 13 féllu þegar bílsprengja sprakk í Sýrlandi
Tengdar fréttir

Myndbönd af árásinni gegn Baghdadi: Varar við því að ISIS muni ná sér á strik aftur
Hershöfðinginn Kenneth McKenzie Jr. segir að líklega muni það taka forsvarsmenn Íslamska ríkisins einhvern tíma að ná sér á strik á nýjan leik, eftir að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi samtakanna, dó um síðustu helgi.

Ætla nú að senda fleiri hermenn og jafnvel skriðdreka til Sýrlands
Bandaríkin ætla að skilja fleiri hermenn en áður hefur komið fram eftir í Sýrlandi með því markmiði að velja ríkar olíulindir gegn vígamönnum Íslamska ríkisins.

Ætla ekki að herja á Kúrda í bili
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt.

Ætlar að mylja Kúrda yfirgefi þeir ekki öryggissvæðið
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að herafli sinn muni gera út af við meðlimi Sýrlenska lýðræðishersins, SDF, yfirgefi þeir ekki "öryggissvæðið“ svokallaða í norðausturhluta Sýrlands.