Fólk er að veikjast úr streitu og oft nokkuð alvarlega Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. nóvember 2019 12:00 Sigrún Ása Þórðardóttir segir kulnun vera að aukast hjá fólki hér á landi. Baldur Hrafnkell Það getur tekið allt að þrjú ár að jafna sig eftir kulnun eða örmögnun segir sálfræðingur sem hefur unnið í slíkum málum í rúman áratug. Hún segir kulun vera að aukast hér á landi, fólk geti veikst alvarlega af of mikilli streitu. Í fréttum í gær kom fram að kulnunareinkenni eru algeng meðal lækna hér á landi og lýsti ungur læknir einkennum slíkum einkennum. Í nýlegri rannsókn sem annar hver starfandi læknir hér á landi svaraði kom fram að tæplega sjö af hverjum tíu læknum taldi sig vera undir of miklu álagi og tæpur helmingur sagðist hafa átt í erfiðleikum með einbeitingu eða minni. Sex af hverjum tíu hafði fundist þeir ekki geta uppfyllt kröfur eða ráðið við tímaþröng í starfi. Sigrún Ása Þórðardóttir sálfræðingur í Heilsuborg segir að almennt virðist einkenni kulnunar vera að aukast hjá fólki hér á landi. „Mér finnst það bara vera orðið nokkuð algengt. Ég hef verið að vinna með streitutengda valíðan í tíu ár og mér finnst þetta hafa aukist og það eru rannsóknir sem sýna að svo sé. Fólk er að veikjast af streitu og oft nokkuð alvarlega,“ segir Sigrún. Sigrún var með erindi á ráðstefnunni Hver hugar að þinni heilsu kallinn minn og kona góð í Salnum í Kópavogi. „Vandinn með streituna er að hún kemur vegna langvarandi álags. Við verðum oft samdauna henni og einkennunum. Þess vegna áttar fólk sig oft ekki á hvað einkennin eru orðin svo alvarleg að þau hafa áhrif á líf og starf,“ segir Sigrún. Hún segir að ástandið geti komið til vegna ofurálags í vinnu eða í einkalífi og oft séu þetta samverkandi þættir. Fólk sé hins vegar lengi að ná sér ef það fer í kulnun eða örmögnun. „Ef viðkomandi nær greiningarviðmiðun í kulnun eða örmögnun getur tekið mjög langan tíma að ná heilsu. Það er ekkert óalgengt að það taki eitt til þrjú ár, það kemru fram í rannsóknum og er mín reynsla í mínu starfi,“ segir Sigrún að lokum. Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Það getur tekið allt að þrjú ár að jafna sig eftir kulnun eða örmögnun segir sálfræðingur sem hefur unnið í slíkum málum í rúman áratug. Hún segir kulun vera að aukast hér á landi, fólk geti veikst alvarlega af of mikilli streitu. Í fréttum í gær kom fram að kulnunareinkenni eru algeng meðal lækna hér á landi og lýsti ungur læknir einkennum slíkum einkennum. Í nýlegri rannsókn sem annar hver starfandi læknir hér á landi svaraði kom fram að tæplega sjö af hverjum tíu læknum taldi sig vera undir of miklu álagi og tæpur helmingur sagðist hafa átt í erfiðleikum með einbeitingu eða minni. Sex af hverjum tíu hafði fundist þeir ekki geta uppfyllt kröfur eða ráðið við tímaþröng í starfi. Sigrún Ása Þórðardóttir sálfræðingur í Heilsuborg segir að almennt virðist einkenni kulnunar vera að aukast hjá fólki hér á landi. „Mér finnst það bara vera orðið nokkuð algengt. Ég hef verið að vinna með streitutengda valíðan í tíu ár og mér finnst þetta hafa aukist og það eru rannsóknir sem sýna að svo sé. Fólk er að veikjast af streitu og oft nokkuð alvarlega,“ segir Sigrún. Sigrún var með erindi á ráðstefnunni Hver hugar að þinni heilsu kallinn minn og kona góð í Salnum í Kópavogi. „Vandinn með streituna er að hún kemur vegna langvarandi álags. Við verðum oft samdauna henni og einkennunum. Þess vegna áttar fólk sig oft ekki á hvað einkennin eru orðin svo alvarleg að þau hafa áhrif á líf og starf,“ segir Sigrún. Hún segir að ástandið geti komið til vegna ofurálags í vinnu eða í einkalífi og oft séu þetta samverkandi þættir. Fólk sé hins vegar lengi að ná sér ef það fer í kulnun eða örmögnun. „Ef viðkomandi nær greiningarviðmiðun í kulnun eða örmögnun getur tekið mjög langan tíma að ná heilsu. Það er ekkert óalgengt að það taki eitt til þrjú ár, það kemru fram í rannsóknum og er mín reynsla í mínu starfi,“ segir Sigrún að lokum.
Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira