Ógleymanleg faðmlög í Gvatemala Stefán Árni Pálsson skrifar 4. nóvember 2019 10:30 Sigurður Donys hitti fjölskyldu sína í Gvatemala. Sigurður Donys Sigurðsson var ættleiddur frá Gvatemala fyrir tæpum þrjátíu árum. Þá orðinn fimm ára. Hann fékk ástríkt og gott uppeldi á Íslandi og ólst upp á Vopnafirði með tveimur eldri systkinum sínum og segist engan áhuga hafa haft á því að finna ræturnar í Gvatemala fyrr en hann settist niður fyrir framan sjónvarpið fyrir tveimur árum og horfði á Leitina að upprunanum. Á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað um leit Sigurðar að fjölskyldu sinni í Gvatemala en þetta var seinni þátturinn um mál Donna. Ef þú hefur ekki séð þátt gærkvöldsins og vilt ekki vita um framvindu mála væri gott að hætta að lesa núna. . . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . . Þegar Donny hitti Vicente fyrst.Sigurður Donys, eða Donni eins og hann er alltaf kallaður, kom til Íslands árið 1991 og var þá á sjötta ári. Hann hafði þá búið alla sína ævi á fósturheimili sem var rekið af bandarískum hjónum í Gvatemala. Í síðasta þætti kom í ljós að Donni og Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, kærasta hans, náðu að hafa upp á föður hans í Gvatemala og fékk hann Facebook skilaboð frá honum sex mánuðum eftir að hafa sent þau. Það var því ákveðið að ferðast út til Gvatemala og hitta þá ættingja sem hann á þar í landi. Sigrún Ósk var að sjálfsögðu með í för en til að byrja með fékk Donny að hitta tvær systur sínar. Þær mundu vel eftir Donna og hafa alla tíð hugsað hvar hann væri niðurkominn. Báðar brotnuðu þær niður þegar þær fengu faðmlag frá Donna í fyrsta sinn í yfir 25 ár. Því næst ferðaðist hópurinn í annan bæ til að finna föður Donna, Vicente Garcia Tot. Ekki hefur liðið sá dagur sem hann hugsaði ekki um Donna og báðir synir hans sem hann eignaðist síðar eru skírðir í höfuðið á Donna. Annar Donys og hinn Adalberto svo Donni myndi örugglega ekki gleymast. Bræður Donna ólust upp við að vita af þriðja bróðurnum. Loksins var komið að því að þeir feðgar fengu að hittast í fyrsta sinn í langan tíma. Sú stund var tilfinningarík og faðir hans brotnaði niður þegar hann fékk drenginn í fangið eins og sjá má hér að neðan. Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Fékk ógleymanleg skilaboð á Facebook sex mánuðum síðar Sigurður Donys Sigurðsson var ættleiddur frá Gvatemala fyrir tæpum þrjátíu árum. Þá orðinn fimm ára. 28. október 2019 10:30 Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Fleiri fréttir Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Sjá meira
Sigurður Donys Sigurðsson var ættleiddur frá Gvatemala fyrir tæpum þrjátíu árum. Þá orðinn fimm ára. Hann fékk ástríkt og gott uppeldi á Íslandi og ólst upp á Vopnafirði með tveimur eldri systkinum sínum og segist engan áhuga hafa haft á því að finna ræturnar í Gvatemala fyrr en hann settist niður fyrir framan sjónvarpið fyrir tveimur árum og horfði á Leitina að upprunanum. Á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað um leit Sigurðar að fjölskyldu sinni í Gvatemala en þetta var seinni þátturinn um mál Donna. Ef þú hefur ekki séð þátt gærkvöldsins og vilt ekki vita um framvindu mála væri gott að hætta að lesa núna. . . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . . Þegar Donny hitti Vicente fyrst.Sigurður Donys, eða Donni eins og hann er alltaf kallaður, kom til Íslands árið 1991 og var þá á sjötta ári. Hann hafði þá búið alla sína ævi á fósturheimili sem var rekið af bandarískum hjónum í Gvatemala. Í síðasta þætti kom í ljós að Donni og Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, kærasta hans, náðu að hafa upp á föður hans í Gvatemala og fékk hann Facebook skilaboð frá honum sex mánuðum eftir að hafa sent þau. Það var því ákveðið að ferðast út til Gvatemala og hitta þá ættingja sem hann á þar í landi. Sigrún Ósk var að sjálfsögðu með í för en til að byrja með fékk Donny að hitta tvær systur sínar. Þær mundu vel eftir Donna og hafa alla tíð hugsað hvar hann væri niðurkominn. Báðar brotnuðu þær niður þegar þær fengu faðmlag frá Donna í fyrsta sinn í yfir 25 ár. Því næst ferðaðist hópurinn í annan bæ til að finna föður Donna, Vicente Garcia Tot. Ekki hefur liðið sá dagur sem hann hugsaði ekki um Donna og báðir synir hans sem hann eignaðist síðar eru skírðir í höfuðið á Donna. Annar Donys og hinn Adalberto svo Donni myndi örugglega ekki gleymast. Bræður Donna ólust upp við að vita af þriðja bróðurnum. Loksins var komið að því að þeir feðgar fengu að hittast í fyrsta sinn í langan tíma. Sú stund var tilfinningarík og faðir hans brotnaði niður þegar hann fékk drenginn í fangið eins og sjá má hér að neðan.
Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Fékk ógleymanleg skilaboð á Facebook sex mánuðum síðar Sigurður Donys Sigurðsson var ættleiddur frá Gvatemala fyrir tæpum þrjátíu árum. Þá orðinn fimm ára. 28. október 2019 10:30 Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Fleiri fréttir Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Sjá meira
Fékk ógleymanleg skilaboð á Facebook sex mánuðum síðar Sigurður Donys Sigurðsson var ættleiddur frá Gvatemala fyrir tæpum þrjátíu árum. Þá orðinn fimm ára. 28. október 2019 10:30