Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. nóvember 2019 14:07 Hlutfallslega eru fleiri börn með offitu úti á landi. Hæst er hlutfallið á Vestfjörðum. Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna.Sjá einnig:Þúsundir íslenskra barna með offituBörn í fyrsta, fjórða, sjöunda og níunda bekk eru vigtuð hjá skólahjúkrunarfræðingi á hverju ári og samkvæmt nýjustu mælingum er tæplega fjórðungur barna sem var vigtaður síðasta vetur í ofþyngd og þar af eru sex prósent með offitu. Offita hefur aukist verulega síðustu fimm ár eða frá fyrstu samræmdu mælingunum og hafa íslensk börn aldrei verið jafn þung. Um þetta er fjallað í þættinum Kompás á Vísi sem frumsýndur var í morgun. Nýjustu tölurnar sýna að hlutfallslega eru fleiri börn með offitu úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu og er staðan nokkuð sláandi hjá fjórtán ára strákum. Átta prósent unglingsdrengja á höfuðborgarsvæðinu er með offitu, um það bil tveir í hverjum skólabekk. Hlutfallið hækkar um eitt til þrjú prósentustig á Norðurlandi, Vesturlandi, Suðurlandi og Austurlandi. Hæst er hlutfallið á Vestfjörðum þar sem næstum fimmti hver strákur í níunda bekk er með offitu. Hlutfallslega eru talsvert fleiri börn með offitu á landsbyggðinni en þess skal getið að mun færri börn eru bak við tölurnar þar en á höfuðborgarsvæðinu – og sveiflur geta verið miklar á milli ára og árganga. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, segir að tölurnar koma sér á óvart. „Það er náttúrulega mjög fjölþætt og flókið samspil margra þátta sem væntanlega veldur þessu. Lýðheilsuvísar Embættis landlæknis segja að vestfirsk börn hjóla og ganga minna í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu og við höfum tekið það upp á vettvangi sveitarfélagsins,“ segir Gylfi. Hann kallar eftir rannsóknum um offitu barna en engar rannsóknir eru til um hvers vegna offita barna er meiri á landsbyggðinni. Í raun er mjög lítið til af rannsóknum á ofþyngd og offitu barna. „Eina leiðin til að svara því er að gera alvöru rannsóknir og reyna að svara þessu með tilliti til þeirra aðstæðna sem uppi eru á hverjum tíma og hverjum stað,“ segir Gylfi. Gylfi segist hissa á því hve margir fjórtán ára drengir séu með offitu á Vestfjörðum enda öflugt íþróttastarf hjá sveitarfélaginu. „En það þarf bara að skoða betur hvað gæti valdið þessu og hvað er þá best til ráða,“ segir Gylfi og bætir við að það þurfi vissulega að taka á þessum málum. Vilji til þess sé mikill hjá sveitarfélögunum. „Og svo náttúrulega verður að finna leið til að efla unglingsstrákana sjálfa til að taka á sínum málum og svo bera heimilin ábyrgð á þessu á endanum, þetta eru náttúrulega þættir sem mótast heima við, til dæmis hversu mikið bílinn er notaður til og frá skóla,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Klippa: Offita barna - Kompás Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Sjá meira
Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna.Sjá einnig:Þúsundir íslenskra barna með offituBörn í fyrsta, fjórða, sjöunda og níunda bekk eru vigtuð hjá skólahjúkrunarfræðingi á hverju ári og samkvæmt nýjustu mælingum er tæplega fjórðungur barna sem var vigtaður síðasta vetur í ofþyngd og þar af eru sex prósent með offitu. Offita hefur aukist verulega síðustu fimm ár eða frá fyrstu samræmdu mælingunum og hafa íslensk börn aldrei verið jafn þung. Um þetta er fjallað í þættinum Kompás á Vísi sem frumsýndur var í morgun. Nýjustu tölurnar sýna að hlutfallslega eru fleiri börn með offitu úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu og er staðan nokkuð sláandi hjá fjórtán ára strákum. Átta prósent unglingsdrengja á höfuðborgarsvæðinu er með offitu, um það bil tveir í hverjum skólabekk. Hlutfallið hækkar um eitt til þrjú prósentustig á Norðurlandi, Vesturlandi, Suðurlandi og Austurlandi. Hæst er hlutfallið á Vestfjörðum þar sem næstum fimmti hver strákur í níunda bekk er með offitu. Hlutfallslega eru talsvert fleiri börn með offitu á landsbyggðinni en þess skal getið að mun færri börn eru bak við tölurnar þar en á höfuðborgarsvæðinu – og sveiflur geta verið miklar á milli ára og árganga. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, segir að tölurnar koma sér á óvart. „Það er náttúrulega mjög fjölþætt og flókið samspil margra þátta sem væntanlega veldur þessu. Lýðheilsuvísar Embættis landlæknis segja að vestfirsk börn hjóla og ganga minna í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu og við höfum tekið það upp á vettvangi sveitarfélagsins,“ segir Gylfi. Hann kallar eftir rannsóknum um offitu barna en engar rannsóknir eru til um hvers vegna offita barna er meiri á landsbyggðinni. Í raun er mjög lítið til af rannsóknum á ofþyngd og offitu barna. „Eina leiðin til að svara því er að gera alvöru rannsóknir og reyna að svara þessu með tilliti til þeirra aðstæðna sem uppi eru á hverjum tíma og hverjum stað,“ segir Gylfi. Gylfi segist hissa á því hve margir fjórtán ára drengir séu með offitu á Vestfjörðum enda öflugt íþróttastarf hjá sveitarfélaginu. „En það þarf bara að skoða betur hvað gæti valdið þessu og hvað er þá best til ráða,“ segir Gylfi og bætir við að það þurfi vissulega að taka á þessum málum. Vilji til þess sé mikill hjá sveitarfélögunum. „Og svo náttúrulega verður að finna leið til að efla unglingsstrákana sjálfa til að taka á sínum málum og svo bera heimilin ábyrgð á þessu á endanum, þetta eru náttúrulega þættir sem mótast heima við, til dæmis hversu mikið bílinn er notaður til og frá skóla,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Klippa: Offita barna - Kompás
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Sjá meira