Vilja rækta papaja og mangó í Ölfusi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. nóvember 2019 06:15 Íslenskir bananar í Garðyrkjuskólanum í Hveragerði. Fréttablaðið/Vilhelm Félagið Paradise Farms og sveitarfélagið Ölfus hafa ákveðið að ganga frá viljayfirlýsingu um að félagið fái leigða allt að 50 hektara sem ætlaðir verði undir vistvæna matvælaframleiðslu og þá sérstaklega stór gróðurhús. „Félagið hyggst fyrst um sinn framleiða tómata, kál, paprikur og annað hefðbundið grænmeti og bæta síðan við framleiðslu á mangó, avocado, bönunum, papaya og fleira,“ segir um áformin í fundargerð sveitarstjórnar Ölfuss. „Við erum að velta fyrir okkur hvort við getum gert Ísland að matvælalandi heimsins,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Félags garðyrkjubænda og einn aðstandenda Paradise Farms sem sagt er stefna að fimm þúsund tonna framleiðslu fyrsta árið og horfa sérstaklega til útflutnings.“ Erlendir fjárfestar standa að félaginu. Gunnar segir að gert sé ráð fyrir eitt hundrað þúsund fermetrum undir gleri – með stækkunarmöguleika upp í fimm hundruð þúsund fermetra sem samsvarar áðurnefndum 50 hekturum. „Það þarf ríflegt olnbogapláss ef þetta á að verða að veruleika,“ segir hann. Aðspurður hvort raunhæft sé að rækta hér hinar suðrænu ávaxtategundir sem fyrr eru nefndar kveður Gunnar það háð orkuverði. Óformlegar viðræður hafi átt sér stað um það atriði. „Þetta snýst um það að við fáum orku, bæði rafmagn og heitt vatn, á skynsamlegu verði,“ segir hann. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, bendir á að mannkynið þurfi á næstu fjörutíu árum að framleiða jafn mikið af matvælum og næstu átta þúsund árin þar á undan. Ölfus hafi mikla sérstöðu og hafi þá stefnu að marka sér sérstöðu í framleiðslu á umhverfisvænum matvælum. „Hér erum við með 730 ferkílómetra af landi og stóran hluta á lágsléttu. Við erum með sennilega stærstu vatnsgeyma í jörðu á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Og við erum með eitt orkuríkasta svæði landsins og svo erum við með inn- og útflutningshöfn.“ Sveitarstjórn Ölfuss hefur einnig samþykkt að skrifa undir viljayfirlýsingu um að skoða möguleika á að félagið Iceland Circular fái úthlutað allt að 50 hektara lóð. „Á lóðinni stefnir Iceland Circular að því að byggja upp umhverfisvæna iðngarða til matvælaframleiðslu þar sem áhersla verði lögð á sjálfbærni og hringrásarhagkerfi,“ segir um áætlanir Iceland Circular. Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Landbúnaður Ölfus Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Félagið Paradise Farms og sveitarfélagið Ölfus hafa ákveðið að ganga frá viljayfirlýsingu um að félagið fái leigða allt að 50 hektara sem ætlaðir verði undir vistvæna matvælaframleiðslu og þá sérstaklega stór gróðurhús. „Félagið hyggst fyrst um sinn framleiða tómata, kál, paprikur og annað hefðbundið grænmeti og bæta síðan við framleiðslu á mangó, avocado, bönunum, papaya og fleira,“ segir um áformin í fundargerð sveitarstjórnar Ölfuss. „Við erum að velta fyrir okkur hvort við getum gert Ísland að matvælalandi heimsins,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Félags garðyrkjubænda og einn aðstandenda Paradise Farms sem sagt er stefna að fimm þúsund tonna framleiðslu fyrsta árið og horfa sérstaklega til útflutnings.“ Erlendir fjárfestar standa að félaginu. Gunnar segir að gert sé ráð fyrir eitt hundrað þúsund fermetrum undir gleri – með stækkunarmöguleika upp í fimm hundruð þúsund fermetra sem samsvarar áðurnefndum 50 hekturum. „Það þarf ríflegt olnbogapláss ef þetta á að verða að veruleika,“ segir hann. Aðspurður hvort raunhæft sé að rækta hér hinar suðrænu ávaxtategundir sem fyrr eru nefndar kveður Gunnar það háð orkuverði. Óformlegar viðræður hafi átt sér stað um það atriði. „Þetta snýst um það að við fáum orku, bæði rafmagn og heitt vatn, á skynsamlegu verði,“ segir hann. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, bendir á að mannkynið þurfi á næstu fjörutíu árum að framleiða jafn mikið af matvælum og næstu átta þúsund árin þar á undan. Ölfus hafi mikla sérstöðu og hafi þá stefnu að marka sér sérstöðu í framleiðslu á umhverfisvænum matvælum. „Hér erum við með 730 ferkílómetra af landi og stóran hluta á lágsléttu. Við erum með sennilega stærstu vatnsgeyma í jörðu á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Og við erum með eitt orkuríkasta svæði landsins og svo erum við með inn- og útflutningshöfn.“ Sveitarstjórn Ölfuss hefur einnig samþykkt að skrifa undir viljayfirlýsingu um að skoða möguleika á að félagið Iceland Circular fái úthlutað allt að 50 hektara lóð. „Á lóðinni stefnir Iceland Circular að því að byggja upp umhverfisvæna iðngarða til matvælaframleiðslu þar sem áhersla verði lögð á sjálfbærni og hringrásarhagkerfi,“ segir um áætlanir Iceland Circular.
Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Landbúnaður Ölfus Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira