Pólverjar brutu lög með breytingum á dómstólum Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2019 14:36 Hópur fólks mótmælir breytingum á dómstólum við hæstarétt Póllands í október í fyrra. Vísir/EPA Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að pólsk stjórnvöld hefðu brotið Evrópulög þegar þau ákváðu að lækka eftirlaunaaldur dómara. Sú ákvörðun vakti harða gagnrýni Evrópuríkja og stjórnarandstæðinga í Póllandi sem sökuðu stjórnvöld um að blanda pólitík inn í réttarkerfi landsins. Breytingunum á pólsku dómstólunum var snúið við árið 2017 og dómarar sem höfðu verið látnir hætta. Evrópudómstóllinn taldi að upphaflega breytingin hefði brotið Evrópulög á tvennan hátt. Annars vegar hefðu pólsk stjórnvöld ekki mátt lækka eftirlaunaaldur kvenna og hins vegar var ekki rétt af þeim að láta ráðherra hafa lokaorðið um það. Fyrir breytingarnar sem ríkisstjórnin réðst í var eftirlaunaaldur dómara og saksóknara 67 ár. Ríkisstjórnin lækkaði aldurinn hins vegar í 60 ár fyrir konur og 65 fyrir karla. Hún hélt því fram að þetta væri gert til að ryðja spilltum dómurum úr vegi sem hefðu verið skipaði á tímum kommúnismans. Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarflokkinn Lög og réttlæti aftur á móti um að búa til pláss við dómstólana til að raða sínum eigin mönnum þar. Evrópudómstóllinn taldi að ólögmætt hafi verið að mismuna dómurum og saksóknurum á grundvelli kyns þeirra. Þá var ákvæði laganna sem ríkisstjórnin samþykkti um að ráðherra gæti veitt einstökum dómurum undanþágu frá eftirlaunaaldrinum talið óskýrt og ógegnsætt.Gæti einnig haft áhrif á hæstarétt Pólska ríkisstjórnin brást við dómnum með því að benda á að þegar hefði verið undið ofan af lögunum. Því hefði dómurinn ekki átt að falla, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áður hafði Evrópudómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að pólska ríkisstjórnin hefði brotið lög þegar hún lækkaði einnig eftirlaunaaldur hæstaréttardómara. Sú ákvörðun neyddi um þriðjung dómara til að hætta. Enn á dómstóllinn eftir að úrskurða um annað umdeild ákvæði í dómstólalögum pólsku ríkisstjórnarinnar. Það varðar dómstólaráð sem tilnefnir dómaraefni. Fulltrúa í því voru áður valdir af meirihluta starfandi dómara. Pólska ríkisstjórnin breytti lögum um ráðið þannig að fulltrúa í það voru skipaðir af neðri deild pólska þingsins þar sem Lög og réttlæti hefur verið með meirihluta þingsæta. Pólska dómstólaráðinu var vikið úr evrópskum samtökum slíkra ráða þar sem það var ekki lengur talið sjálfstætt frá stjórnvöldum. Úrskurður í því mæli gæti einnig haft áhrif á hæstarétt þar sem lög ríkisstjórnar komu á fót tveimur deildum við réttinn nýja dómstólaráðið skipaði með nýjum dómurum. Falli dómur gegn ríkisstjórninni gæti hún þurft að snúa þeim breytingum við einnig. Ný ríkisstjórn Laga og réttlætis hefur haldið áfram að skipa dómara eftir kosningar í haust. Á mánudag voru tveir fyrrverandi þingmenn flokksins skipaðir dómarar við stjórnlagadómstól landsins. Annar þeirra var saksóknari í tíð kommúnismans sem sótti meðal annars stjórnarandstæðing til saka á 9. áratugnum. Annað dómaraefni hefur lýst stjórnarandstæðingum í Póllandi sem „hommum“ og „umhverfishryðjuverkamönnum“. Evrópusambandið Pólland Tengdar fréttir Lög og réttlæti lýsir yfir sigri Samkvæmt fyrstu tölum fékk flokkurinn, sem er íhaldssamur og þjóðernissinnaður, rúmlega 40 prósent atkvæða og mun að óbreyttu auka þingstyrk sinn í neðri deild pólska þingsins. 14. október 2019 07:37 ESB hefur málsmeðferð vegna brota Pólverja Enn koma breytingar pólsku ríkisstjórnarinnar á dómskerfi landsins henni í vandræði hjá Evrópusambandinu. 3. apríl 2019 11:36 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að pólsk stjórnvöld hefðu brotið Evrópulög þegar þau ákváðu að lækka eftirlaunaaldur dómara. Sú ákvörðun vakti harða gagnrýni Evrópuríkja og stjórnarandstæðinga í Póllandi sem sökuðu stjórnvöld um að blanda pólitík inn í réttarkerfi landsins. Breytingunum á pólsku dómstólunum var snúið við árið 2017 og dómarar sem höfðu verið látnir hætta. Evrópudómstóllinn taldi að upphaflega breytingin hefði brotið Evrópulög á tvennan hátt. Annars vegar hefðu pólsk stjórnvöld ekki mátt lækka eftirlaunaaldur kvenna og hins vegar var ekki rétt af þeim að láta ráðherra hafa lokaorðið um það. Fyrir breytingarnar sem ríkisstjórnin réðst í var eftirlaunaaldur dómara og saksóknara 67 ár. Ríkisstjórnin lækkaði aldurinn hins vegar í 60 ár fyrir konur og 65 fyrir karla. Hún hélt því fram að þetta væri gert til að ryðja spilltum dómurum úr vegi sem hefðu verið skipaði á tímum kommúnismans. Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarflokkinn Lög og réttlæti aftur á móti um að búa til pláss við dómstólana til að raða sínum eigin mönnum þar. Evrópudómstóllinn taldi að ólögmætt hafi verið að mismuna dómurum og saksóknurum á grundvelli kyns þeirra. Þá var ákvæði laganna sem ríkisstjórnin samþykkti um að ráðherra gæti veitt einstökum dómurum undanþágu frá eftirlaunaaldrinum talið óskýrt og ógegnsætt.Gæti einnig haft áhrif á hæstarétt Pólska ríkisstjórnin brást við dómnum með því að benda á að þegar hefði verið undið ofan af lögunum. Því hefði dómurinn ekki átt að falla, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áður hafði Evrópudómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að pólska ríkisstjórnin hefði brotið lög þegar hún lækkaði einnig eftirlaunaaldur hæstaréttardómara. Sú ákvörðun neyddi um þriðjung dómara til að hætta. Enn á dómstóllinn eftir að úrskurða um annað umdeild ákvæði í dómstólalögum pólsku ríkisstjórnarinnar. Það varðar dómstólaráð sem tilnefnir dómaraefni. Fulltrúa í því voru áður valdir af meirihluta starfandi dómara. Pólska ríkisstjórnin breytti lögum um ráðið þannig að fulltrúa í það voru skipaðir af neðri deild pólska þingsins þar sem Lög og réttlæti hefur verið með meirihluta þingsæta. Pólska dómstólaráðinu var vikið úr evrópskum samtökum slíkra ráða þar sem það var ekki lengur talið sjálfstætt frá stjórnvöldum. Úrskurður í því mæli gæti einnig haft áhrif á hæstarétt þar sem lög ríkisstjórnar komu á fót tveimur deildum við réttinn nýja dómstólaráðið skipaði með nýjum dómurum. Falli dómur gegn ríkisstjórninni gæti hún þurft að snúa þeim breytingum við einnig. Ný ríkisstjórn Laga og réttlætis hefur haldið áfram að skipa dómara eftir kosningar í haust. Á mánudag voru tveir fyrrverandi þingmenn flokksins skipaðir dómarar við stjórnlagadómstól landsins. Annar þeirra var saksóknari í tíð kommúnismans sem sótti meðal annars stjórnarandstæðing til saka á 9. áratugnum. Annað dómaraefni hefur lýst stjórnarandstæðingum í Póllandi sem „hommum“ og „umhverfishryðjuverkamönnum“.
Evrópusambandið Pólland Tengdar fréttir Lög og réttlæti lýsir yfir sigri Samkvæmt fyrstu tölum fékk flokkurinn, sem er íhaldssamur og þjóðernissinnaður, rúmlega 40 prósent atkvæða og mun að óbreyttu auka þingstyrk sinn í neðri deild pólska þingsins. 14. október 2019 07:37 ESB hefur málsmeðferð vegna brota Pólverja Enn koma breytingar pólsku ríkisstjórnarinnar á dómskerfi landsins henni í vandræði hjá Evrópusambandinu. 3. apríl 2019 11:36 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Lög og réttlæti lýsir yfir sigri Samkvæmt fyrstu tölum fékk flokkurinn, sem er íhaldssamur og þjóðernissinnaður, rúmlega 40 prósent atkvæða og mun að óbreyttu auka þingstyrk sinn í neðri deild pólska þingsins. 14. október 2019 07:37
ESB hefur málsmeðferð vegna brota Pólverja Enn koma breytingar pólsku ríkisstjórnarinnar á dómskerfi landsins henni í vandræði hjá Evrópusambandinu. 3. apríl 2019 11:36
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent