Handbolti

Aron á toppnum eftir dramatískan sigur í Ís­lendinga­slag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Dagur í leik með Stjörnunni áður en hann hélt út.
Aron Dagur í leik með Stjörnunni áður en hann hélt út. vísir/bára
Aron Dagur Pálsson og félagar hans í Alingsås eru á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar eftir sigur á Kristianstad í Íslendingaslag í kvöld, 29-28.

Kristianstad var tveimur mörkum yfir í hálfleik en heimamenn í Alingsås voru sterkari í síðari hálfleik og höfðu betur. Sigurmarkið kom á lokasekúndunni.

Aron Dagur náði ekki að skora í leiknum en Teitur Örn Einarsson skoraði fjögur mörk fyrir Kristianstad. Ólafur Andrés Guðmundsson var ekki með Kristianstad.

Alingsås er með átján stig á toppi deildarinnar en Kristianstad hefur ekki byrjað tímabilið sérstaklega vel.

Þeir eru í 6. sætinu með tólf stig og hafa tapað fjórum af fyrstu tíu leikjunum í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×