Loksins bauðst einhver til að smíða brýrnar í Suðursveit Kristján Már Unnarsson skrifar 5. nóvember 2019 20:45 Bráðabirgðabrú yfir Steinavötn var opnuð með borðaklippingu þann 4. október árið 2017 eftir að flóð hafði eyðilagt gömlu brúna, sem sést í vinstra megin. Vísir/Jói K. Ístak átti lægsta boð í smíði nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit en tilboðsfrestur rann út hjá Vegagerðinni í dag. Tilboð Ístaks hljóðaði upp á 770 milljónir króna, sem var 1,2 prósentum eða níu milljónum króna yfir áætluðum verktakakostnaði, en hann var 761 milljón króna. Að þessu sinni bárust tilboð frá sex verktökum, öll yfir kostnaðaráætlun, það hæsta frá ítölsku fyrirtæki, en verkið var boðið út á evrópska efnahagssvæðinu.460 milljónum króna munaði á hæsta og lægsta tilboði, eða um 60 prósentum.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Þetta var endurtekið útboð en athygli vakti í sumar að ekkert tilboð barst þegar tilboðsfrestur rann út þann 23. júlí. Þó var þetta eitt stærsta útboðsverk ársins og það langstærsta í brúarsmíði. Sama gerðist í útboði brúar yfir Kvíá í Öræfasveit viku áður. Stærsti verkhlutinn felst í smíði 102 metra langrar brúar yfir Steinavötn, í stað þeirrar sem eyðilagðist í miklum flóðum haustið 2017, en vegfarendur um hringveginn hafa nú í tvö ár mátt búa við bráðabirgðabrú yfir Steinavötn. Einnig á að smíða 46 metra brú yfir Fellsá vestast í Suðursveit, til að leysa af einbreiða brú.Brúin yfir Steinavötn hefur verið lokuð umferð í tvö ár en hún eyðilagðist í miklum flóðum í septemberlok 2017.Mynd/Stöð 2.Ennfremur á að byggja upp veginn á tveimur köflum beggja megin brúa. Veita skal ám undir nýjar brýr og fjarlægja bráðabirgðabrýr og –vegi og gera leiðigarða við enda brúar yfir Steinavötn. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. apríl 2021. Í frétt Stöðvar 2 í sumar var fjallað um verkefnið og útboðið með myndum sem sýndu aðstæður við Steinavötn: Hornafjörður Samgöngur Tengdar fréttir Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43 Ekkert tilboð barst í stærsta brúarverk Vegagerðarinnar Vegagerðin fékk ekkert tilboð í stærsta brúarútboði ársins, smíði tveggja nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit, en tilboðsfrestur rann út í dag. 23. júlí 2019 20:02 Vegagerðin auglýsir aftur stærsta brúarútboð ársins Vegagerðin hefur auglýst á ný smíði tveggja nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit. Athygli vakti í sumar að ekkert tilboð barst þrátt fyrir að þetta væri eitt stærsta útboðsverk ársins og það langstærsta í brúarsmíði, 2. október 2019 10:52 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira
Ístak átti lægsta boð í smíði nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit en tilboðsfrestur rann út hjá Vegagerðinni í dag. Tilboð Ístaks hljóðaði upp á 770 milljónir króna, sem var 1,2 prósentum eða níu milljónum króna yfir áætluðum verktakakostnaði, en hann var 761 milljón króna. Að þessu sinni bárust tilboð frá sex verktökum, öll yfir kostnaðaráætlun, það hæsta frá ítölsku fyrirtæki, en verkið var boðið út á evrópska efnahagssvæðinu.460 milljónum króna munaði á hæsta og lægsta tilboði, eða um 60 prósentum.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Þetta var endurtekið útboð en athygli vakti í sumar að ekkert tilboð barst þegar tilboðsfrestur rann út þann 23. júlí. Þó var þetta eitt stærsta útboðsverk ársins og það langstærsta í brúarsmíði. Sama gerðist í útboði brúar yfir Kvíá í Öræfasveit viku áður. Stærsti verkhlutinn felst í smíði 102 metra langrar brúar yfir Steinavötn, í stað þeirrar sem eyðilagðist í miklum flóðum haustið 2017, en vegfarendur um hringveginn hafa nú í tvö ár mátt búa við bráðabirgðabrú yfir Steinavötn. Einnig á að smíða 46 metra brú yfir Fellsá vestast í Suðursveit, til að leysa af einbreiða brú.Brúin yfir Steinavötn hefur verið lokuð umferð í tvö ár en hún eyðilagðist í miklum flóðum í septemberlok 2017.Mynd/Stöð 2.Ennfremur á að byggja upp veginn á tveimur köflum beggja megin brúa. Veita skal ám undir nýjar brýr og fjarlægja bráðabirgðabrýr og –vegi og gera leiðigarða við enda brúar yfir Steinavötn. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. apríl 2021. Í frétt Stöðvar 2 í sumar var fjallað um verkefnið og útboðið með myndum sem sýndu aðstæður við Steinavötn:
Hornafjörður Samgöngur Tengdar fréttir Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43 Ekkert tilboð barst í stærsta brúarverk Vegagerðarinnar Vegagerðin fékk ekkert tilboð í stærsta brúarútboði ársins, smíði tveggja nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit, en tilboðsfrestur rann út í dag. 23. júlí 2019 20:02 Vegagerðin auglýsir aftur stærsta brúarútboð ársins Vegagerðin hefur auglýst á ný smíði tveggja nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit. Athygli vakti í sumar að ekkert tilboð barst þrátt fyrir að þetta væri eitt stærsta útboðsverk ársins og það langstærsta í brúarsmíði, 2. október 2019 10:52 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira
Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43
Ekkert tilboð barst í stærsta brúarverk Vegagerðarinnar Vegagerðin fékk ekkert tilboð í stærsta brúarútboði ársins, smíði tveggja nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit, en tilboðsfrestur rann út í dag. 23. júlí 2019 20:02
Vegagerðin auglýsir aftur stærsta brúarútboð ársins Vegagerðin hefur auglýst á ný smíði tveggja nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit. Athygli vakti í sumar að ekkert tilboð barst þrátt fyrir að þetta væri eitt stærsta útboðsverk ársins og það langstærsta í brúarsmíði, 2. október 2019 10:52