Öfgasinnar endurspegla ekki háskólasamfélagið Muhammed Emin Kizilkaya skrifar 6. nóvember 2019 19:47 Hópur af nýnasistum hafa verið á síðustu dögum að dreifa hatursáróðri um háskólasvæðið, m.a. að dreifa einblöðungum á stúdentagörðunum og í byggingar háskólans. Háskóli Íslands er staður sem fagnar fjölbreytileikanum og er um 10% af nemendum skólans af erlendu bergi brotinn, þar á meðal ég. Þar sem ég sjálfur er múslimi í minnihlutahóp og ber nafnið Muhammed, leyfist mér að segja að þessi gjörningur er ekki einungis sorglegur heldur hryllir manni líka við honum þar sem þetta minnir okkur á það hvernig hugsunarháttur tíðkaðist í Evrópu árum áður. Sjálfur veit ég að stúdentahreyfingin Vaka sem ég hef verið meðlimur í síðan 2016 fordæmir þennan gjörning, einnig veit ég að vinir mínir í Röskvu gera það líka. Þetta er eitthvað sem varðar alla stúdenta og þurfum við þess vegna að taka öll á þessu saman og mótmæla þessum hatursfullu skilaboðum. Hið þversagnakennda við þetta atvik í heild sinni er að þessum áróðri hefur verið dreift um svæði þar sem erlendir nemendur dvelja, til dæmis í kringum Stúdentagarðana. Þessir erlendu nemendur koma víðs vegar að úr heiminum og fá því afar skakka hugmynd af því hvað Íslendingar standa fyrir. Í Háskóla Íslands eru yfir 1000 erlendir nemendur en nú hafa bæði erlendir og innlendir nemendur fordæmt þennan áróður, þá sérstaklega í hópnum Alþjóðlegir námsmenn við Háskóla Íslands (International Students at the University of Iceland) þar sem ég er meðal annars stjórnandi. Þessi áróður táknar ekki það sem Ísland stendur fyrir, né háskólasamfélagið eða Íslendingar almennt. Áróðurinn táknar heldur ekki jákvætt viðhorf til friðar eða samstöðu. Þessi áróður hefur skýr skilaboð um vilja til aðgreiningar, hatur og öfgafull hugsýn um framtíð Íslands. Við í Vöku fordæmum þessar aðgerðir á alla vegu! Við í Vöku viðurkennum ekki svona áróður, hvort sem það sé fyrir innan eða utan veggja háskólans þar sem þetta fellur ekki undir siðferðislegt málfrelsi. Þetta fellur undir hatursorðræðu sem hvetur til aðgreiningar og ofbeldis. Þessi áróður er framsetning á fáfræði og einangrun frá samfélagslegum veruleika og það er eitthvað sem Vaka stendur alls ekki fyrir. Við viljum biðja nemendur Háskóla Íslands að hafa samband við fulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands ef þeir telja sig hafa orðið fyrir áhrifum tiltekins atviks, þar sem þetta er algjörlega ólíðandi. Við búum í nútímasamfélagi þar sem ekki á að skipta máli hvaðan þú kemur, hverrar trúar eða kynþáttar þú ert. Við búum öll saman í þessu samfélagi þar sem fjölbreytileiki er óhjákvæmilegur og verður hann það alltaf. Þessi litli hópur sem samanstendur af öfgafullum ódæðismönnum og vinnur að því um allan heim að koma á aðgreiningu með valdi og ofbeldi stendur fyrir skoðanir sem að almenningur mun aldrei endurspegla.Höfundur er meðlimur í Vöku - hagsmunafélagi stúdenta Hér að neðan má sjá dæmi um áðurnefndan áróður sem dreift hefur verið um háskólasvæðið.Skjáskot/FacebookMynd/Vaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Hópur af nýnasistum hafa verið á síðustu dögum að dreifa hatursáróðri um háskólasvæðið, m.a. að dreifa einblöðungum á stúdentagörðunum og í byggingar háskólans. Háskóli Íslands er staður sem fagnar fjölbreytileikanum og er um 10% af nemendum skólans af erlendu bergi brotinn, þar á meðal ég. Þar sem ég sjálfur er múslimi í minnihlutahóp og ber nafnið Muhammed, leyfist mér að segja að þessi gjörningur er ekki einungis sorglegur heldur hryllir manni líka við honum þar sem þetta minnir okkur á það hvernig hugsunarháttur tíðkaðist í Evrópu árum áður. Sjálfur veit ég að stúdentahreyfingin Vaka sem ég hef verið meðlimur í síðan 2016 fordæmir þennan gjörning, einnig veit ég að vinir mínir í Röskvu gera það líka. Þetta er eitthvað sem varðar alla stúdenta og þurfum við þess vegna að taka öll á þessu saman og mótmæla þessum hatursfullu skilaboðum. Hið þversagnakennda við þetta atvik í heild sinni er að þessum áróðri hefur verið dreift um svæði þar sem erlendir nemendur dvelja, til dæmis í kringum Stúdentagarðana. Þessir erlendu nemendur koma víðs vegar að úr heiminum og fá því afar skakka hugmynd af því hvað Íslendingar standa fyrir. Í Háskóla Íslands eru yfir 1000 erlendir nemendur en nú hafa bæði erlendir og innlendir nemendur fordæmt þennan áróður, þá sérstaklega í hópnum Alþjóðlegir námsmenn við Háskóla Íslands (International Students at the University of Iceland) þar sem ég er meðal annars stjórnandi. Þessi áróður táknar ekki það sem Ísland stendur fyrir, né háskólasamfélagið eða Íslendingar almennt. Áróðurinn táknar heldur ekki jákvætt viðhorf til friðar eða samstöðu. Þessi áróður hefur skýr skilaboð um vilja til aðgreiningar, hatur og öfgafull hugsýn um framtíð Íslands. Við í Vöku fordæmum þessar aðgerðir á alla vegu! Við í Vöku viðurkennum ekki svona áróður, hvort sem það sé fyrir innan eða utan veggja háskólans þar sem þetta fellur ekki undir siðferðislegt málfrelsi. Þetta fellur undir hatursorðræðu sem hvetur til aðgreiningar og ofbeldis. Þessi áróður er framsetning á fáfræði og einangrun frá samfélagslegum veruleika og það er eitthvað sem Vaka stendur alls ekki fyrir. Við viljum biðja nemendur Háskóla Íslands að hafa samband við fulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands ef þeir telja sig hafa orðið fyrir áhrifum tiltekins atviks, þar sem þetta er algjörlega ólíðandi. Við búum í nútímasamfélagi þar sem ekki á að skipta máli hvaðan þú kemur, hverrar trúar eða kynþáttar þú ert. Við búum öll saman í þessu samfélagi þar sem fjölbreytileiki er óhjákvæmilegur og verður hann það alltaf. Þessi litli hópur sem samanstendur af öfgafullum ódæðismönnum og vinnur að því um allan heim að koma á aðgreiningu með valdi og ofbeldi stendur fyrir skoðanir sem að almenningur mun aldrei endurspegla.Höfundur er meðlimur í Vöku - hagsmunafélagi stúdenta Hér að neðan má sjá dæmi um áðurnefndan áróður sem dreift hefur verið um háskólasvæðið.Skjáskot/FacebookMynd/Vaka
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun