Bitar úr lofti hrundu yfir leikhúsgesti á West End Andri Eysteinsson skrifar 6. nóvember 2019 21:48 Hér má sjá skemmdirnar í lofti Piccadilly. Twitter/KBGDUNN Slys urðu á fólki í London í dag þegar að hluti úr lofti Piccadilly leikhússins í West End, leikhúshverfi Lundúna, hrundi yfir áhorfendur á meðan að sýning stóð yfir á verki Arthurs Millers, Sölumaður deyr. (e. Death of a Salesman). Sky greinir frá því að vatnsleki hafi orsakað hrunið úr loftinu. Viðbragðsaðilar voru kallaðir til skömmu fyrir klukkan átta að staðartíma. Myndir frá vettvangi sýna umfang vatnsskemmdanna. Einn leikhúsgesta, Tracy De Groose, lýsir upplifun sinni frá atvikinu á Twittersíðu sinni.Roof collapsed in Piccadilly Theatre tonight during performance of Death of a Salesman. Running water, then lots of screams. A few minor injuries. Thank you @WendellPierce for coming out to check everyone safe. Decent human beings do exist! — Tracy De Groose (@tdegroose) November 6, 2019 „Rennandi vatn, svo mikil öskur. Nokkur smávægileg meiðsli,“ skrifar De Groose og bætir við að aðalleikari sýningarinnar Wendell Pierce, sem meðal annars hefur leikið í sjónvarpsþáttunum The Wire og Suits, hafi gengið úr skugga um að leikhúsgestir væru óhultir. Leikhúsið var í kjölfarið rýmt og munu rýmingaraðgerðir hafa gengið vel. Sky hefur eftir öðrum leikhúsgesta, blaðamanninum Martin George, að tíu mínútum eftir að sýningin hafi hafist hefðu gestir geta heyrt vatn dropa úr þakinu. Hljóðið hafi stigmagnast og að endingu hafi þónokkrir gesta staðið upp og ætlað að yfirgefa svæðið. „Þá, þegar við stóðum upp til að fara féll 3-4 metra bútur úr þakinu niður,“ segir George. Bretland England Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Slys urðu á fólki í London í dag þegar að hluti úr lofti Piccadilly leikhússins í West End, leikhúshverfi Lundúna, hrundi yfir áhorfendur á meðan að sýning stóð yfir á verki Arthurs Millers, Sölumaður deyr. (e. Death of a Salesman). Sky greinir frá því að vatnsleki hafi orsakað hrunið úr loftinu. Viðbragðsaðilar voru kallaðir til skömmu fyrir klukkan átta að staðartíma. Myndir frá vettvangi sýna umfang vatnsskemmdanna. Einn leikhúsgesta, Tracy De Groose, lýsir upplifun sinni frá atvikinu á Twittersíðu sinni.Roof collapsed in Piccadilly Theatre tonight during performance of Death of a Salesman. Running water, then lots of screams. A few minor injuries. Thank you @WendellPierce for coming out to check everyone safe. Decent human beings do exist! — Tracy De Groose (@tdegroose) November 6, 2019 „Rennandi vatn, svo mikil öskur. Nokkur smávægileg meiðsli,“ skrifar De Groose og bætir við að aðalleikari sýningarinnar Wendell Pierce, sem meðal annars hefur leikið í sjónvarpsþáttunum The Wire og Suits, hafi gengið úr skugga um að leikhúsgestir væru óhultir. Leikhúsið var í kjölfarið rýmt og munu rýmingaraðgerðir hafa gengið vel. Sky hefur eftir öðrum leikhúsgesta, blaðamanninum Martin George, að tíu mínútum eftir að sýningin hafi hafist hefðu gestir geta heyrt vatn dropa úr þakinu. Hljóðið hafi stigmagnast og að endingu hafi þónokkrir gesta staðið upp og ætlað að yfirgefa svæðið. „Þá, þegar við stóðum upp til að fara féll 3-4 metra bútur úr þakinu niður,“ segir George.
Bretland England Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira