Luka Doncic hreinskilinn eftir leik: Þeir björguðu mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 07:30 Luka Doncic hefur byrjað tímabilið vel en var næstum því búinn að kasta frá sér sigrinum í nótt. Getty/Tom Pennington Philadelphia 76ers vann fyrstu fimm leiki sína á nýju tímabili í NBA-deildinni en hefur nú tapað tveimur þeim síðustu. Luka Doncic og félagar í Dallas Mavericks hafa unnið fimm af fyrstu sjö leikjum sínum. Luka Doncic gerði vissulega sitt í 107-106 sigri Dallas Mavericks á Orlando Magic með því að skora 27 stig, taka 7 fráköst og gefa 7 stoðsendingar. Hann gerði líka stór mistök í lok leiksins sem hefðu getað kostað Dallas liðið sigurinn.27 PTS | 7 REB | 7 AST@luka7doncic propels the @dallasmavs to victory! #MFFLpic.twitter.com/l0NUiZ6tN0 — NBA (@NBA) November 7, 2019 Dallas Mavericks tapaði tveimur boltum, einu stigi yfir, á lokamínútunni en liðsmönnum Orlando Magic tókst ekki að nýta sér það hinum megin á vellinum. Aaron Gordon fékk dæmda á sig tvo ruðninga á lokamínútunni. Seth Curry gaf Orlando Magic enn einn möguleikann með því að klikka á tveimur vítaskotum en þriggja stiga skot Nikola Vucevic á flautunni geigaði. Slóveninn Luka Doncic var hreinskilinn eftir leik og hrósaði Dallas vörninni. „Þeir björguðu mér,“ sagði Doncic sem var aðeins þremur fráköstum og þremur stoðsendingum frá þrennu í þriðja leiknum í röð. „Ég tók ekki rétta ákvörðun í sókninni en strákarnir björguðu mér í vörnini,“ sagði Doncic.Donovan Mitchell var með 25 stig og 8 stoðsendingar þegar Utah Jazz vann Philadelphia 76ers í hörkuleik 106-104. Bojan Bogdanovic skoraði 20 stig og Rudy Gobert var með 14 stig og 16 fráköst. 76ers var um tíma eina taplausa lið deildarinnar en eftir fimm sigra í fyrstu fimm leikjunum hefur liðið nú tapað tveimur leikjum í röð. Joel Embiid var atkvæðamestur hjá 76ers með 27 stig og 16 fráköst en Josh Richardson var með 24 stig. Ben Simmons lék ekki seinni hálfleikinn vegna meiðsla á öxl og var bara með 2 stig og 2 stoðsendingar á 10 mínútum í leiknum.@JHarden13 erupts for 36 PTS, 13 AST, 3 STL, 3 BLK as the @HoustonRockets take care of business at home! #OneMissionpic.twitter.com/eACttXkJv5 — NBA (@NBA) November 7, 2019James Harden hefur oft tapað mikilvægum leikjum á móti Golden State Warriors undanfarin ár og mætti blóðþyrstur til leiks í nótt. Harden var með 36 stig og 13 stoðsendingar þegar Houston Rockets burstaði Golden State Warriors 129-112. Russell Westbrook var með 18 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Warriors-liðið hefur þar með tapað sex af átta leikjum sínum á tímabilinu. James Harden hefur heldur betur safnað stigunum í upphafi leiktíðar en hann er með 292 stig í fyrstu átta leikjunum eða 36,5 stig að meðaltali. Þetta er það mesta í fyrstu átta leikjunum síðan að Michael Jordan skoraði 303 stig tímabilið 1988-89.The @Bucks win their 4th straight! #FearTheDeer Giannis finishes with 38 PTS, 16 REB, 9 AST, 2 BLK, 2 STL! pic.twitter.com/XTmdUfawc7 — NBA (@NBA) November 7, 2019Giannis Antetokounmpo átti frábæran leik þegar Milwaukee Bucks vann 129-124 útisigur á Los Angeles Clippers. Clippers hvíldi Kawhi Leonard í annað skiptið í vetur og tapaði sínum þriðja leik á tímabilinu. Antetokounmpo endaði leikinn með 38 stig, 16 fráköst og 9 stoðsendingar.Pascal Siakam heldur áfram að leiða meistaralið Toronto Raptors í titilvörninni en hann var með 23 stig og 13 fráköst í sigri á Sacramento Kings í nótt. Kyle Lowry bætti við 24 stigum og NBA-meistararnir hafa unnið fimm af sjö fyrstu leikjum sínum þrátt fyrir að hafa misst tvo lykilmenn í sumar.47 PTS combined@Klow7 (24 PTS, 6 AST, 5 3PM) and @pskills43 (23 PTS, 13 REB, 5 AST) lead the @Raptors! #WeTheNorthpic.twitter.com/pbH339RQPg — NBA (@NBA) November 7, 2019Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Milwaukee Bucks 124-129 Utah Jazz - Philadelphia 76ers 106-104 Dallas Mavericks - Orlando Magic 107-106 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 137-121 Atlanta Hawks - Chicago Bulls 93-113 Houston Rockets - Golden State Warriors 129-112 Toronto Raptors - Sacramento Kings 124-120 Detroit Pistons - New York Knicks 122-102 Indiana Pacers - Washington Wizards 121-106CAREER-HIGH 27 PTS! @satoransky goes 10-for-13 from the field to lift the @chicagobulls! #BullsNation 27 PTS | 7 REB | 8 AST | 4 3PM pic.twitter.com/rlhdDmbzU8 — NBA (@NBA) November 7, 2019 NBA Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira
Philadelphia 76ers vann fyrstu fimm leiki sína á nýju tímabili í NBA-deildinni en hefur nú tapað tveimur þeim síðustu. Luka Doncic og félagar í Dallas Mavericks hafa unnið fimm af fyrstu sjö leikjum sínum. Luka Doncic gerði vissulega sitt í 107-106 sigri Dallas Mavericks á Orlando Magic með því að skora 27 stig, taka 7 fráköst og gefa 7 stoðsendingar. Hann gerði líka stór mistök í lok leiksins sem hefðu getað kostað Dallas liðið sigurinn.27 PTS | 7 REB | 7 AST@luka7doncic propels the @dallasmavs to victory! #MFFLpic.twitter.com/l0NUiZ6tN0 — NBA (@NBA) November 7, 2019 Dallas Mavericks tapaði tveimur boltum, einu stigi yfir, á lokamínútunni en liðsmönnum Orlando Magic tókst ekki að nýta sér það hinum megin á vellinum. Aaron Gordon fékk dæmda á sig tvo ruðninga á lokamínútunni. Seth Curry gaf Orlando Magic enn einn möguleikann með því að klikka á tveimur vítaskotum en þriggja stiga skot Nikola Vucevic á flautunni geigaði. Slóveninn Luka Doncic var hreinskilinn eftir leik og hrósaði Dallas vörninni. „Þeir björguðu mér,“ sagði Doncic sem var aðeins þremur fráköstum og þremur stoðsendingum frá þrennu í þriðja leiknum í röð. „Ég tók ekki rétta ákvörðun í sókninni en strákarnir björguðu mér í vörnini,“ sagði Doncic.Donovan Mitchell var með 25 stig og 8 stoðsendingar þegar Utah Jazz vann Philadelphia 76ers í hörkuleik 106-104. Bojan Bogdanovic skoraði 20 stig og Rudy Gobert var með 14 stig og 16 fráköst. 76ers var um tíma eina taplausa lið deildarinnar en eftir fimm sigra í fyrstu fimm leikjunum hefur liðið nú tapað tveimur leikjum í röð. Joel Embiid var atkvæðamestur hjá 76ers með 27 stig og 16 fráköst en Josh Richardson var með 24 stig. Ben Simmons lék ekki seinni hálfleikinn vegna meiðsla á öxl og var bara með 2 stig og 2 stoðsendingar á 10 mínútum í leiknum.@JHarden13 erupts for 36 PTS, 13 AST, 3 STL, 3 BLK as the @HoustonRockets take care of business at home! #OneMissionpic.twitter.com/eACttXkJv5 — NBA (@NBA) November 7, 2019James Harden hefur oft tapað mikilvægum leikjum á móti Golden State Warriors undanfarin ár og mætti blóðþyrstur til leiks í nótt. Harden var með 36 stig og 13 stoðsendingar þegar Houston Rockets burstaði Golden State Warriors 129-112. Russell Westbrook var með 18 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Warriors-liðið hefur þar með tapað sex af átta leikjum sínum á tímabilinu. James Harden hefur heldur betur safnað stigunum í upphafi leiktíðar en hann er með 292 stig í fyrstu átta leikjunum eða 36,5 stig að meðaltali. Þetta er það mesta í fyrstu átta leikjunum síðan að Michael Jordan skoraði 303 stig tímabilið 1988-89.The @Bucks win their 4th straight! #FearTheDeer Giannis finishes with 38 PTS, 16 REB, 9 AST, 2 BLK, 2 STL! pic.twitter.com/XTmdUfawc7 — NBA (@NBA) November 7, 2019Giannis Antetokounmpo átti frábæran leik þegar Milwaukee Bucks vann 129-124 útisigur á Los Angeles Clippers. Clippers hvíldi Kawhi Leonard í annað skiptið í vetur og tapaði sínum þriðja leik á tímabilinu. Antetokounmpo endaði leikinn með 38 stig, 16 fráköst og 9 stoðsendingar.Pascal Siakam heldur áfram að leiða meistaralið Toronto Raptors í titilvörninni en hann var með 23 stig og 13 fráköst í sigri á Sacramento Kings í nótt. Kyle Lowry bætti við 24 stigum og NBA-meistararnir hafa unnið fimm af sjö fyrstu leikjum sínum þrátt fyrir að hafa misst tvo lykilmenn í sumar.47 PTS combined@Klow7 (24 PTS, 6 AST, 5 3PM) and @pskills43 (23 PTS, 13 REB, 5 AST) lead the @Raptors! #WeTheNorthpic.twitter.com/pbH339RQPg — NBA (@NBA) November 7, 2019Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Milwaukee Bucks 124-129 Utah Jazz - Philadelphia 76ers 106-104 Dallas Mavericks - Orlando Magic 107-106 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 137-121 Atlanta Hawks - Chicago Bulls 93-113 Houston Rockets - Golden State Warriors 129-112 Toronto Raptors - Sacramento Kings 124-120 Detroit Pistons - New York Knicks 122-102 Indiana Pacers - Washington Wizards 121-106CAREER-HIGH 27 PTS! @satoransky goes 10-for-13 from the field to lift the @chicagobulls! #BullsNation 27 PTS | 7 REB | 8 AST | 4 3PM pic.twitter.com/rlhdDmbzU8 — NBA (@NBA) November 7, 2019
NBA Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira