Hópur mótmælenda dró bæjarstjórann um götur bæjarins og sökuðu um morð Birgir Olgeirsson skrifar 7. nóvember 2019 15:31 Mótmælendur kölluðu bæjarstjórann Patricia Arce morðkvendi eftir að tveimur úr hópi þeirra höfðu látið lífið. Vísir/EPA Mótmælendur drógu bæjarstjóra í Bólivíu um stræti borgarinnar, þöktu hann í rauðri málningu og klipptu hár hans. Bæjarstjórinn heitir Patricia Arce en hún fer fyrir flokknum Mas. Mótmælendur afhentu hana lögreglu í bænum Vinto eftir nokkrar klukkustundir. Andstæðingum og stuðningsmönnum stjórnvalda hefur lent nokkru sinnum saman undanfarið í kjölfar forsetakosninganna 20. október. Að minnsta kosti þrír hafa látið lífið í þeim átökum. Hópur stjórnarandstæðinga hafði tekið sér stöðu á brú í Vinto og lokað fyrir umferð. Orðrómur var á kreiki þess efnist að tveir úr hópi stjórnarandstæðinga hefðu látist í grenndinni átökum við stuðningsmenn Evo Morales, forseta landsins. Varð það til þess að hópur stjórnarandstæðinga gekk fylktu liði að ráðhúsi bæjarins.Kennt um átökin Mótmælendurnir sökuðu bæjarstjórann um að hafa flutt stuðningsmenn ríkjandi yfirvalda að brúnni til að tvístra stjórnarandstæðingum svo hægt væri að fara um brúna á ný. Var bæjarstjóranum kennt um átökin sem urðu til þess að tveir úr hópi stjórnarandstæðinga létust. Var Patricia Arce kölluð morðkvendi á meðan grímuklæddir menn drógu hana um götur bæjarins að brúnni. Þar var hún neydd til að krjúpa á meðan hún var ötuð í rauðri málningu og hár hennar klippt af. Var hún einnig neydd til að skrifa undir afsagnarbréf. Stjórnarandstæðingar afhentu hana lögreglu sem flutti hana á sjúkrahús. Var kveikt í skrifstofu hennar og rúður ráðhússins brotnar.Áhyggjur af framkvæmd kosninga Mikil spenna hefur verið í Bólivíu frá því forsetakosningarnar áttu sér stað. Var gert sólarhrings hlé á talningu atkvæði og hefur engin skýring fengist á ástæðunni fyrir því. Vöknuðu upp grunsemdir á meðal stuðningsmanna Carlos Mesa að átt hefði verið niðurstöðu kosninganna til að tryggja sigur Morales sem hefur verið við völd frá árinu 2006. Þegar niðurstaðan lá fyrir var Morales með tíu prósenta forskot á mótframbjóðanda sinn, en hann þurfti á þeim mun að halda til að tryggja sér sigur í fyrri umferð kosninganna. Eftirlitsfulltrúar frá samtökum Ameríkuríkja hafa lýst yfir áhyggjum sínum af framkvæmd kosninganna og fer nú skoðun fram. Bólivía Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira
Mótmælendur drógu bæjarstjóra í Bólivíu um stræti borgarinnar, þöktu hann í rauðri málningu og klipptu hár hans. Bæjarstjórinn heitir Patricia Arce en hún fer fyrir flokknum Mas. Mótmælendur afhentu hana lögreglu í bænum Vinto eftir nokkrar klukkustundir. Andstæðingum og stuðningsmönnum stjórnvalda hefur lent nokkru sinnum saman undanfarið í kjölfar forsetakosninganna 20. október. Að minnsta kosti þrír hafa látið lífið í þeim átökum. Hópur stjórnarandstæðinga hafði tekið sér stöðu á brú í Vinto og lokað fyrir umferð. Orðrómur var á kreiki þess efnist að tveir úr hópi stjórnarandstæðinga hefðu látist í grenndinni átökum við stuðningsmenn Evo Morales, forseta landsins. Varð það til þess að hópur stjórnarandstæðinga gekk fylktu liði að ráðhúsi bæjarins.Kennt um átökin Mótmælendurnir sökuðu bæjarstjórann um að hafa flutt stuðningsmenn ríkjandi yfirvalda að brúnni til að tvístra stjórnarandstæðingum svo hægt væri að fara um brúna á ný. Var bæjarstjóranum kennt um átökin sem urðu til þess að tveir úr hópi stjórnarandstæðinga létust. Var Patricia Arce kölluð morðkvendi á meðan grímuklæddir menn drógu hana um götur bæjarins að brúnni. Þar var hún neydd til að krjúpa á meðan hún var ötuð í rauðri málningu og hár hennar klippt af. Var hún einnig neydd til að skrifa undir afsagnarbréf. Stjórnarandstæðingar afhentu hana lögreglu sem flutti hana á sjúkrahús. Var kveikt í skrifstofu hennar og rúður ráðhússins brotnar.Áhyggjur af framkvæmd kosninga Mikil spenna hefur verið í Bólivíu frá því forsetakosningarnar áttu sér stað. Var gert sólarhrings hlé á talningu atkvæði og hefur engin skýring fengist á ástæðunni fyrir því. Vöknuðu upp grunsemdir á meðal stuðningsmanna Carlos Mesa að átt hefði verið niðurstöðu kosninganna til að tryggja sigur Morales sem hefur verið við völd frá árinu 2006. Þegar niðurstaðan lá fyrir var Morales með tíu prósenta forskot á mótframbjóðanda sinn, en hann þurfti á þeim mun að halda til að tryggja sér sigur í fyrri umferð kosninganna. Eftirlitsfulltrúar frá samtökum Ameríkuríkja hafa lýst yfir áhyggjum sínum af framkvæmd kosninganna og fer nú skoðun fram.
Bólivía Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira