Nú snjóar í fjöllin og styttist í skíðavertíðina. Hægt er að kaupa vetrarkort í Bláfjöll og Skálafell með 20% fjölskylduafslætti í vefsölu í nóvember. Heppin fjölskylda gæti fengið kortin sín endurgreidd en dregið verður úr leiknum í byrjun desember. Það eina sem þarf að gera er að kaupa vetrarkort fyrir fjölskyldu í nóvember og þú kemst í pottinn.
Gæðastundir með fjölskyldunni
Margir eiga dásamlegar minningar úr brekkunum með pabba og mömmu, afa og ömmu, jafnvel með nesti og kakó. Heimsókn á skíðasvæðin er í raun fágætt tækifæri til að blanda saman hollri útivist, hreyfingu, óborganlegri skemmtun og gæðatíma með fjölskyldunni.
„Við fjölskyldan förum nánast alltaf í fjallið þegar opið er, þetta er lífsstíll. Það er gaman að geta verið öll saman og skíðaíþróttin er ein af fáum íþróttum þar sem foreldrar æfingakrakka eru ekki á hliðarlínunni heldur taka þátt í íþróttinni með krökkunum. Það hangir heldur enginn í símanum á skíðum, þetta styrkir böndin,“ segir Stefanía Sif Williamsdóttir en fjölskyldan nýtti sér vetrarkort á síðasta ári. Hún segir frábært að kaupa kort á vefnum og sleppa við raðirnar í byrjun vetrar.
„Það er algjör snilld að klára þetta á vefnum áður en tímabilið byrjar. Þá erum við bara klár á fyrsta degi og laus við raðir. Svo er góður afsláttur þegar öll fjölskyldan er skráð í einu. Við nýttum kortið alveg til hins ýtrasta í fyrra og fórum örugglega nánast alla daga sem opið var.“
Tilvalin jólagjöf
Fjölskyldupakkarnir sem í boði eru henta öllum fjölskyldustærðum. Einn fullorðinn og eitt barn eða ungmenni telst vera fjölskylda. Að hámarki geta fimm fullorðnir keypt saman. Fjölskyldukort eru til dæmis fullkomin afmælis- eða jólagjöf frá afa og ömmu sem nýtist í útvistina.
Bláfjöll eru opin alla daga sem veður leyfir. Skálafell er opið um helgar frá 1. febrúar. Síðastliðin 5 ár hefur verið opið 66 daga að meðaltali á vetri í Bláfjöllum og stundum allt að 90 daga.Breytingar í brekkunum hafa haft mjög jákvæð áhrif á opnun undanfarin ár. Skíða- og brettaleiga er á staðnum og hægt að leigja allan búnað, en þar er jafnframt starfræktur skíða- og brettaskóli. Boðið er upp á rútuferðir úr Reykjavík þá daga sem opið er.
Upplýsingar um skíðasvæðin og sala korta er á skidasvaedi.is
Þessi kynning er unnin í samstarfi við Skíðasvæði Reykjavíkurborgar.
Snjórinn er kominn - viltu vinna skíðakort fyrir fjölskylduna?
