Segja upplifun ættingja ekki lýsingu á raunverulegri atburðarás Sylvía Hall skrifar 7. nóvember 2019 20:29 Hrafnista í Hafnarfirði. Hrafnista Hrafnista hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjölmiðlaumfjöllunar um andlát Ingólfs Árna Jónssonar sem lést á Hrafnistu þann 31. október. Málið hefur vakið mikla athygli en ættingjar Ingólfs gagnrýna Hrafnistu harðlega vegna málsins og segja starfsfólk hafa hundsað alvarlegt ástand hans. Í yfirlýsingunni, sem Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistuheimilanna sendi fyrir hönd Hrafnistu, kemur fram að Hrafnista geti ekki tekið þátt í opinberri umræðu um málið vegna þagnarskyldu. Hins vegar sé mjög mikilvægt að það komi fram að upplifun ættingjanna af atburðum fimmtudagsins sé „ekki lýsing á raunverulegri atburðarás“. Sandra Gunnarsdóttir, barnabarn Ingólfs, lýsti atburðarásinni í samtali við Vísi og sagði engan vafa leika á því að vanræksla starfsfólks hafi átt stóran hlut í andláti hans. Hún hafi jafnframt verið verulega ósátt við viðbrögð Hrafnistu vegna málsins.Sjá einnig: „Fyrir þeim var bara enn eitt herbergi að losna á Hrafnistu“ Hann fullyrðir að öllum verk- og gæðaferlum hafi verið fylgt af vakthafandi heilbrigðisstarfsfólki Hrafnistu í tilviki Ingólfs, sem er þó ekki nefndur á nafn í yfirlýsingunni vegna þagnarskyldu fyrirtækisins, og að samráðs við íbúa og aðstandendur hafi verið gætt líkt og alltaf.Sandra Gunnarsdóttir, barnabarn Ingólfs, gagnrýndi stjórnendur Hrafnistu harðlega.„Andlát bera að með mismunandi hætti og ráða þar margir mismunandi þættir, m.a. líkamlegt ástand hvers og eins. Andlát nákomins ættingja eru einnig og að sjálfsögðu ávallt erfið aðstandendum. Hrafnista ber fulla virðingu fyrir tilfinningum aðstandenda og íbúa og heilbrigðisstarfsfólk reynir sitt allra besta til að umgangast viðkomandi af fyllstu nærgætni,“ segir í yfirlýsingunni. Tekið er fram að engin undirmönnun hafi verið í hópi starfsfólks þetta kvöld og tilkynning um málið hafi verið send til Embættis landlæknis samkvæmt verkferlum. Það sé því ósanngjarnt að það starfsfólk sem sá um umönnun Ingólfs hafi verið borið þungbærum og alvarlegum ásökunum vegna málsins. Það sé bæði undrandi og miður sín vegna málsins og harmar Hrafnista þennan fréttaflutning.Hér að neðan má lesa yfirlýsingu Hrafnistu í heild sinni:Í tilefni opinberrar umfjöllunar um málefni íbúa á Hrafnistu í Hraunvangi í Hafnarfirði, sem lést 31. október og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, vill Hrafnista taka eftirfarandi fram:Vegna þagnarskyldu getum við ekki tekið þátt í opinberri umræðu um málefni einstakra íbúa okkar. Okkur þykir mjög miður að heyra af upplifun viðkomandi ættingja varðandi andlátið. Hins vegar er mjög mikilvægt að fram komi að sú upplifun er ekki lýsing á raunverulegri atburðarás. Andlát bera að með mismunandi hætti og ráða þar margir mismunandi þættir, m.a. líkamlegt ástand hvers og eins. Andlát nákomins ættingja eru einnig og að sjálfsögðu ávallt erfið aðstandendum. Hrafnista ber fulla virðingu fyrir tilfinningum aðstandenda og íbúa og heilbrigðisstarfsfólk reynir sitt allra besta til að umgangast viðkomandi af fyllstu nærgætni. Í því tilviki sem gert hefur verið að umtalsefni á Vísi og víðar var öllum verk- og gæðaferlum fylgt af vakthafandi heilbrigðisstarfólki Hrafnistu og þess ber sérstaklega að geta vegna umfjöllunar Vísis að gætt var samráðs við íbúa og aðstandendur í ferlinu eins og alltaf þegar því verður við komið. Samkvæmt verkferlum hefur verið send tilkynning um málið til Embættis landlæknis og af gefnu tilefni ber þess einnig að geta engin undirmönnun var í hópi starfsfólks þetta kvöld.Hrafnista harmar þennan fréttaflutning af málinu og hvetur alla hlutaðeigandi til vandaðra vinnubragða og nærgætni í málum sem þessum. Andlát nákomins ættingja er ávallt afar erfitt og það þekkir starfsfólk heilbirgiðsstofnanna og hjúkrunarheimila eins og Hrafnistu Hafnarfirði vel þar sem hátt í eitthundrað aldraðrir ljúka æviskeiði sínu á hverju ári. Starfsfólk umræddrar deildar Hrafnistu í Hafnarfirði í því tilfelli sem Vísir fjallar um og sá um umönnun og hjúkrun umrædds einstaklings hefur verið borið mjög þungbærum, alvarlegum og ósanngjörnum sökum af aðstandendum viðkomandi einstaklings. Starfsfólk er mjög undrandi og miður sín vegna þessa.Jafnframt vill Hrafnista þakka fallegar kveðjur og hlý orð sem starfsfólki hefur borist frá fjölda ættingja og íbúa og sem notið hafa þjónustu Hrafnistu í Hafnarfirði.Pétur Magnússon,forstjóri Hrafnistuheimilanna Eldri borgarar Hafnarfjörður Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Fyrir þeim var bara enn eitt herbergi að losna á Hrafnistu“ Sandra Gunnarsdóttir gagnrýnir stjórnendur Hrafnistu harðlega en afi hennar dó afar þjáður í faðmi aðstandenda. 7. nóvember 2019 14:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Hrafnista hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjölmiðlaumfjöllunar um andlát Ingólfs Árna Jónssonar sem lést á Hrafnistu þann 31. október. Málið hefur vakið mikla athygli en ættingjar Ingólfs gagnrýna Hrafnistu harðlega vegna málsins og segja starfsfólk hafa hundsað alvarlegt ástand hans. Í yfirlýsingunni, sem Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistuheimilanna sendi fyrir hönd Hrafnistu, kemur fram að Hrafnista geti ekki tekið þátt í opinberri umræðu um málið vegna þagnarskyldu. Hins vegar sé mjög mikilvægt að það komi fram að upplifun ættingjanna af atburðum fimmtudagsins sé „ekki lýsing á raunverulegri atburðarás“. Sandra Gunnarsdóttir, barnabarn Ingólfs, lýsti atburðarásinni í samtali við Vísi og sagði engan vafa leika á því að vanræksla starfsfólks hafi átt stóran hlut í andláti hans. Hún hafi jafnframt verið verulega ósátt við viðbrögð Hrafnistu vegna málsins.Sjá einnig: „Fyrir þeim var bara enn eitt herbergi að losna á Hrafnistu“ Hann fullyrðir að öllum verk- og gæðaferlum hafi verið fylgt af vakthafandi heilbrigðisstarfsfólki Hrafnistu í tilviki Ingólfs, sem er þó ekki nefndur á nafn í yfirlýsingunni vegna þagnarskyldu fyrirtækisins, og að samráðs við íbúa og aðstandendur hafi verið gætt líkt og alltaf.Sandra Gunnarsdóttir, barnabarn Ingólfs, gagnrýndi stjórnendur Hrafnistu harðlega.„Andlát bera að með mismunandi hætti og ráða þar margir mismunandi þættir, m.a. líkamlegt ástand hvers og eins. Andlát nákomins ættingja eru einnig og að sjálfsögðu ávallt erfið aðstandendum. Hrafnista ber fulla virðingu fyrir tilfinningum aðstandenda og íbúa og heilbrigðisstarfsfólk reynir sitt allra besta til að umgangast viðkomandi af fyllstu nærgætni,“ segir í yfirlýsingunni. Tekið er fram að engin undirmönnun hafi verið í hópi starfsfólks þetta kvöld og tilkynning um málið hafi verið send til Embættis landlæknis samkvæmt verkferlum. Það sé því ósanngjarnt að það starfsfólk sem sá um umönnun Ingólfs hafi verið borið þungbærum og alvarlegum ásökunum vegna málsins. Það sé bæði undrandi og miður sín vegna málsins og harmar Hrafnista þennan fréttaflutning.Hér að neðan má lesa yfirlýsingu Hrafnistu í heild sinni:Í tilefni opinberrar umfjöllunar um málefni íbúa á Hrafnistu í Hraunvangi í Hafnarfirði, sem lést 31. október og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, vill Hrafnista taka eftirfarandi fram:Vegna þagnarskyldu getum við ekki tekið þátt í opinberri umræðu um málefni einstakra íbúa okkar. Okkur þykir mjög miður að heyra af upplifun viðkomandi ættingja varðandi andlátið. Hins vegar er mjög mikilvægt að fram komi að sú upplifun er ekki lýsing á raunverulegri atburðarás. Andlát bera að með mismunandi hætti og ráða þar margir mismunandi þættir, m.a. líkamlegt ástand hvers og eins. Andlát nákomins ættingja eru einnig og að sjálfsögðu ávallt erfið aðstandendum. Hrafnista ber fulla virðingu fyrir tilfinningum aðstandenda og íbúa og heilbrigðisstarfsfólk reynir sitt allra besta til að umgangast viðkomandi af fyllstu nærgætni. Í því tilviki sem gert hefur verið að umtalsefni á Vísi og víðar var öllum verk- og gæðaferlum fylgt af vakthafandi heilbrigðisstarfólki Hrafnistu og þess ber sérstaklega að geta vegna umfjöllunar Vísis að gætt var samráðs við íbúa og aðstandendur í ferlinu eins og alltaf þegar því verður við komið. Samkvæmt verkferlum hefur verið send tilkynning um málið til Embættis landlæknis og af gefnu tilefni ber þess einnig að geta engin undirmönnun var í hópi starfsfólks þetta kvöld.Hrafnista harmar þennan fréttaflutning af málinu og hvetur alla hlutaðeigandi til vandaðra vinnubragða og nærgætni í málum sem þessum. Andlát nákomins ættingja er ávallt afar erfitt og það þekkir starfsfólk heilbirgiðsstofnanna og hjúkrunarheimila eins og Hrafnistu Hafnarfirði vel þar sem hátt í eitthundrað aldraðrir ljúka æviskeiði sínu á hverju ári. Starfsfólk umræddrar deildar Hrafnistu í Hafnarfirði í því tilfelli sem Vísir fjallar um og sá um umönnun og hjúkrun umrædds einstaklings hefur verið borið mjög þungbærum, alvarlegum og ósanngjörnum sökum af aðstandendum viðkomandi einstaklings. Starfsfólk er mjög undrandi og miður sín vegna þessa.Jafnframt vill Hrafnista þakka fallegar kveðjur og hlý orð sem starfsfólki hefur borist frá fjölda ættingja og íbúa og sem notið hafa þjónustu Hrafnistu í Hafnarfirði.Pétur Magnússon,forstjóri Hrafnistuheimilanna
Eldri borgarar Hafnarfjörður Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Fyrir þeim var bara enn eitt herbergi að losna á Hrafnistu“ Sandra Gunnarsdóttir gagnrýnir stjórnendur Hrafnistu harðlega en afi hennar dó afar þjáður í faðmi aðstandenda. 7. nóvember 2019 14:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Fyrir þeim var bara enn eitt herbergi að losna á Hrafnistu“ Sandra Gunnarsdóttir gagnrýnir stjórnendur Hrafnistu harðlega en afi hennar dó afar þjáður í faðmi aðstandenda. 7. nóvember 2019 14:30