Stjórn SÍBS óskar eftir því að heilbrigðisráðherra hlutist til um að sérstök starfsstjórn verði sett á laggirnar til að fara með málefni Reykjalundar á meðan unnið verði að því að aðgreina rekstur endurhæfingar á Reykjalundi frá annarri starfsemi og eignum SÍBS og á meðan unnið er að því að skipa varanlega stjórn yfir reksturinn.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn SÍBS.
Þar segir að hagsmunir sjúklinga og faglegt starfsumhverfi Reykjalundar sem miðstöðvar þverfaglegrar endurhæfingar á Íslandi séu stjórninni ávallt efst í huga.
Stjórn SÍBS vill aðkomu heilbrigðisráðherra

Tengdar fréttir

Sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar lýsir yfir þungum áhyggjum
Nauðsynlegt sé að heilbrigðisyfirvöld bregðist við og að ráðningar nýrra stjórnenda verði endurskoðaðar.

Vilja að framkvæmdastjórn Reykjalundar víki og skipuð verði starfsstjórn
Sjúkratryggingar Íslands og Landlæknir ætla á næstunni að meta hvort Reykjalundur geti uppfyllt núverandi þjónustusamning. Yfirlæknir taugasviðs Reykjalundar segir að það verði ómöglegt þegar allar uppsagnir lækna hafa tekið gildi.

Á Reykjalundi er eflandi umhverfi, þar sem gott er að vinna
Mig langar að skrifa örfá orð um vinnustaðinn minn, þar sem ég hef starfað í rúm 30 ár, sem er endurhæfingarmiðstöðin á Reykjalundi.