Lula laus úr fangelsi Sylvía Hall skrifar 8. nóvember 2019 22:34 Lula heilsar stuðningsmönnum sínum við fangelsið. Vísir/Getty Luiz Inácio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið látinn laus úr fangelsi. Da Silva, sem er betur þekktur sem Lula, var dæmdur í tæplega aldarfjórðungs fangelsi fyrir spillingu og mútuþægni. Hæstiréttur landsins fyrirskipaði að Lula yrði látinn laus úr haldi eftir úrskurð í máli hans. Rétturinn sagði sakamenn einungis eiga að sitja inni ef þeir hefðu fengið að láta að reyna á mál sitt fyrir öllum dómstigum í landinu. Áður hafði rétturinn hafnað kröfu hans um að vera látinn laus á meðan rétturinn tæki afstöðu til áfrýjunar hans.Sjá einnig: Lula verður ekki sleppt á næstunni Lula gaf sig sjálfur fram við lögregluyfirvöld þar í landi í apríl á síðasta ári. Hann fullyrti þó að ákæran gegn sér hafi verið á pólitískum forsendum í því skyni að koma í veg fyrir að hann byði sig aftur fram til forseta og hélt fram sakleysi sínu. Stuðningsmenn Lula tóku á móti honum þegar hann yfirgaf fangelsið í borginni Curitiba. Þrátt fyrir vinsældir fyrrverandi forsetans fær hann ekki að bjóða sig aftur fram vegna sakaskrár sinnar. Hann var fyrsti forsetinn af vinstri væng stjórnmálanna þar í landi í rúmlega hálfa öld og sat í því embætti á árunum 2003 til 2011. Hann þótti líklegur til sigurs í kosningunum í október á síðasta ári þar sem Jair Bolsonaro náði kjöri. Fyrr á árinu voru smáskilaboð sem Sergio Moro, dómari í máli Lula, og saksóknararnir í málinu skiptust á þegar réttarhöldin yfir honum stóðu yfir gerð opinber. Þar gaf Moro saksóknurum ráð um hvernig þeir skyldu haga máli sínu. Moro er nú dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Jairs Bolsonaro forseta. Brasilía Tengdar fréttir Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30 Fangelsisdómur fyrrverandi forseta Brasilíu tvöfaldaður Lula da Silva var talinn hafa þegið veruleg hlunnindi frá byggingarfyrirtæki þegar hann var forseti og var dæmdur í tæplega 13 ára fangelsi ofan á 12 ára dóm sem hann afplánar fyrir. 7. febrúar 2019 08:29 Þrír fyrrum forsetar Brasilíu ákærðir í „bílaþvottaaðgerðinni“ Búið er að ákæra Michel Temer, fyrrum forseta Brasilíu, fyrir spillingu. Hann er þriðji brasilíski forsetinn í röð sem hefur verið ákærður fyrir slík brot. 21. mars 2019 16:18 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Luiz Inácio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið látinn laus úr fangelsi. Da Silva, sem er betur þekktur sem Lula, var dæmdur í tæplega aldarfjórðungs fangelsi fyrir spillingu og mútuþægni. Hæstiréttur landsins fyrirskipaði að Lula yrði látinn laus úr haldi eftir úrskurð í máli hans. Rétturinn sagði sakamenn einungis eiga að sitja inni ef þeir hefðu fengið að láta að reyna á mál sitt fyrir öllum dómstigum í landinu. Áður hafði rétturinn hafnað kröfu hans um að vera látinn laus á meðan rétturinn tæki afstöðu til áfrýjunar hans.Sjá einnig: Lula verður ekki sleppt á næstunni Lula gaf sig sjálfur fram við lögregluyfirvöld þar í landi í apríl á síðasta ári. Hann fullyrti þó að ákæran gegn sér hafi verið á pólitískum forsendum í því skyni að koma í veg fyrir að hann byði sig aftur fram til forseta og hélt fram sakleysi sínu. Stuðningsmenn Lula tóku á móti honum þegar hann yfirgaf fangelsið í borginni Curitiba. Þrátt fyrir vinsældir fyrrverandi forsetans fær hann ekki að bjóða sig aftur fram vegna sakaskrár sinnar. Hann var fyrsti forsetinn af vinstri væng stjórnmálanna þar í landi í rúmlega hálfa öld og sat í því embætti á árunum 2003 til 2011. Hann þótti líklegur til sigurs í kosningunum í október á síðasta ári þar sem Jair Bolsonaro náði kjöri. Fyrr á árinu voru smáskilaboð sem Sergio Moro, dómari í máli Lula, og saksóknararnir í málinu skiptust á þegar réttarhöldin yfir honum stóðu yfir gerð opinber. Þar gaf Moro saksóknurum ráð um hvernig þeir skyldu haga máli sínu. Moro er nú dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Jairs Bolsonaro forseta.
Brasilía Tengdar fréttir Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30 Fangelsisdómur fyrrverandi forseta Brasilíu tvöfaldaður Lula da Silva var talinn hafa þegið veruleg hlunnindi frá byggingarfyrirtæki þegar hann var forseti og var dæmdur í tæplega 13 ára fangelsi ofan á 12 ára dóm sem hann afplánar fyrir. 7. febrúar 2019 08:29 Þrír fyrrum forsetar Brasilíu ákærðir í „bílaþvottaaðgerðinni“ Búið er að ákæra Michel Temer, fyrrum forseta Brasilíu, fyrir spillingu. Hann er þriðji brasilíski forsetinn í röð sem hefur verið ákærður fyrir slík brot. 21. mars 2019 16:18 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30
Fangelsisdómur fyrrverandi forseta Brasilíu tvöfaldaður Lula da Silva var talinn hafa þegið veruleg hlunnindi frá byggingarfyrirtæki þegar hann var forseti og var dæmdur í tæplega 13 ára fangelsi ofan á 12 ára dóm sem hann afplánar fyrir. 7. febrúar 2019 08:29
Þrír fyrrum forsetar Brasilíu ákærðir í „bílaþvottaaðgerðinni“ Búið er að ákæra Michel Temer, fyrrum forseta Brasilíu, fyrir spillingu. Hann er þriðji brasilíski forsetinn í röð sem hefur verið ákærður fyrir slík brot. 21. mars 2019 16:18