Þeir bestu ekki alveg með reglurnar á tæru Björn Thorfinnsson skrifar 9. nóvember 2019 08:00 Wesley So, sem er hér til hægri, varð heimsmeistari. Mynd/Maria Emelianova Forseti Skáksambandsins var yfirdómari á heimsmeistaramótinu í Fischerslembiskák sem fram fór á dögunum. Hann segir mikið hafa reynt á dómarann þar sem bestu skákmenn heims hafi ekki verið með reglurnar á hreinu. Um síðustu helgi lauk heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák í Bærum í Noregi. Mótið vakti mikla athygli ytra enda öttu þar kappi fremstu skákmenn heims í þessu óvenjulega afbrigði af skáklistinni. Þar á meðal Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, sem er þjóðhetja hjá frændþjóðinni. Íslendingar áttu fulltrúa á vettvangi en yfirdómari mótsins var Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. Hann segir að mótið hafi verið frábær upplifun en óvenju mikið hafi þó reynt á dómara mótsins því þessir bestu skákmenn heims voru ekki alltaf með leikreglurnar á hreinu.Hugarfóstur Bobby Fischer Fischer-slembiskák er, eins og nafnið gefur tilkynna, hugarfóstur Bobbys Fischer heitins, skáksnillingsins sem hvílir nú í íslenskri mold. Fischer hafði áhyggjur af því að búið væri að rannsaka hina hefðbundnu skák um of og bjó því til nýtt afbrigði. Það virkar þannig að þungu mönnunum er raðað á tilviljanakenndan hátt fyrir aftan peðin en þegar leikar hefjast gilda almennar skákreglur. Afleiðingin er sú að skákmenn geta ekki undirbúið sig eins og vanalega heldur þurfa alfarið að treysta á hyggjuvitið yfir borðinu. „Það sem vefst fyrir flestum eru reglurnar sem gilda um hrókanir. Það kom einmitt upp eitt atvik þar sem einn besti skákmaður heims, Rússinn Nepomi klúðraði hrókun og upphófst heilmikil rekistefna. Ég úrskurðaði leikinn ólöglegan en málinu var síðan áfrýjað og niðurstaðan varð sú að skákin var endurtekin. Ég er enn á því að það hafi verið kolröng ákvörðun en þetta sýnir kannski að þetta afbrigði er að feta ótroðnar slóðir,“ segir Gunnar.Heimsmeistaraeinvígið hugsanlega haldið á Íslandi Að hans mati var um frábæran viðburð að ræða sem mun eflaust stuðla að framgangi Fischer-slembiskákarinnar. „Þetta er frábært afbrigði af skáklistinni samhliða hinni hefðbundnu skák sem ég tel að eigi nóg eftir,“ segir Gunnar. Hann segir mikinn heiður hafa verið fólginn í því að honum bauðst að vera aðaldómari mótsins. „Samstarf milli íslensku og norsku skáksambandanna er afar gott og þetta er angi af því. Samhliða mótshaldinu fundaði ég einnig með fulltrúum norsku skákhreyfingarinnar um þá hugmynd að Noregur og Ísland standi saman að skipulagningu heimsmeistaraeinvígisins í skák árið 2022,“ segir Gunnar. Þær hugmyndir hafa verið viðraðar áður að Ísland tæki að sér einvígið í tilefni af 50 ára afmæli Einvígis aldarinnar sem fór fram árið 1972. Meðal annars fundaði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í byrjun árs með forseta Alþjóðaskáksambandsins um málefnið þegar sá síðastnefndi kom í heimsókn til landsins. Birtist í Fréttablaðinu Skák Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Forseti Skáksambandsins var yfirdómari á heimsmeistaramótinu í Fischerslembiskák sem fram fór á dögunum. Hann segir mikið hafa reynt á dómarann þar sem bestu skákmenn heims hafi ekki verið með reglurnar á hreinu. Um síðustu helgi lauk heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák í Bærum í Noregi. Mótið vakti mikla athygli ytra enda öttu þar kappi fremstu skákmenn heims í þessu óvenjulega afbrigði af skáklistinni. Þar á meðal Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, sem er þjóðhetja hjá frændþjóðinni. Íslendingar áttu fulltrúa á vettvangi en yfirdómari mótsins var Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. Hann segir að mótið hafi verið frábær upplifun en óvenju mikið hafi þó reynt á dómara mótsins því þessir bestu skákmenn heims voru ekki alltaf með leikreglurnar á hreinu.Hugarfóstur Bobby Fischer Fischer-slembiskák er, eins og nafnið gefur tilkynna, hugarfóstur Bobbys Fischer heitins, skáksnillingsins sem hvílir nú í íslenskri mold. Fischer hafði áhyggjur af því að búið væri að rannsaka hina hefðbundnu skák um of og bjó því til nýtt afbrigði. Það virkar þannig að þungu mönnunum er raðað á tilviljanakenndan hátt fyrir aftan peðin en þegar leikar hefjast gilda almennar skákreglur. Afleiðingin er sú að skákmenn geta ekki undirbúið sig eins og vanalega heldur þurfa alfarið að treysta á hyggjuvitið yfir borðinu. „Það sem vefst fyrir flestum eru reglurnar sem gilda um hrókanir. Það kom einmitt upp eitt atvik þar sem einn besti skákmaður heims, Rússinn Nepomi klúðraði hrókun og upphófst heilmikil rekistefna. Ég úrskurðaði leikinn ólöglegan en málinu var síðan áfrýjað og niðurstaðan varð sú að skákin var endurtekin. Ég er enn á því að það hafi verið kolröng ákvörðun en þetta sýnir kannski að þetta afbrigði er að feta ótroðnar slóðir,“ segir Gunnar.Heimsmeistaraeinvígið hugsanlega haldið á Íslandi Að hans mati var um frábæran viðburð að ræða sem mun eflaust stuðla að framgangi Fischer-slembiskákarinnar. „Þetta er frábært afbrigði af skáklistinni samhliða hinni hefðbundnu skák sem ég tel að eigi nóg eftir,“ segir Gunnar. Hann segir mikinn heiður hafa verið fólginn í því að honum bauðst að vera aðaldómari mótsins. „Samstarf milli íslensku og norsku skáksambandanna er afar gott og þetta er angi af því. Samhliða mótshaldinu fundaði ég einnig með fulltrúum norsku skákhreyfingarinnar um þá hugmynd að Noregur og Ísland standi saman að skipulagningu heimsmeistaraeinvígisins í skák árið 2022,“ segir Gunnar. Þær hugmyndir hafa verið viðraðar áður að Ísland tæki að sér einvígið í tilefni af 50 ára afmæli Einvígis aldarinnar sem fór fram árið 1972. Meðal annars fundaði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í byrjun árs með forseta Alþjóðaskáksambandsins um málefnið þegar sá síðastnefndi kom í heimsókn til landsins.
Birtist í Fréttablaðinu Skák Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira