Tölvuleikjanotkun barna í Kína verður takmörkuð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 9. nóvember 2019 08:00 Kínverjar hafa áhyggjur af tölvuleikjanotkun barna. nordicphotos/Getty Stjórnvöld í Kína hafa ákveðið að setja tímamörk á tölvuleikjanotkun barna. Munu allir undir 18 ára aldri ekki getað spilað netleiki frá klukkan 22.00 á kvöldin til 8.00 á morgnana. Þá verður netleikjanotkun takmörkuð við 90 mínútur á hverjum virkum degi og í 180 mínútur á helgardögum og opinberum frídögum. Þá verður einnig sett þak á hversu miklum peningum börn og ungmenni mega verja til tölvuleikjanotkunar. Börn að 16 ára aldri mega aðeins eyða 200 júönum á mánuði, eða um 3.500 krónum, en 16 og 17 ára börn mega eyða tvöfaldri þeirri upphæð. Áætlanir Kínverja voru kynntar á þriðjudaginn var en yfirvöld hafa miklar áhyggjur af tölvuleikjafíkn barna og telja að of mikil leikjanotkun hafi slæm áhrif á líkamlega og andlega heilsu barna. Hafa yfirvöld meðal annars gagnrýnt leikjaframleiðendur fyrir að hanna of ávanabindandi og tímafreka leiki. Á 9 mánaða tímabili árið 2018 voru yfirvöld treg til að gefa leyfi fyrir nýjum tölvuleikjum. Netleikjaröskun (e. Internet Gaming Disorder) var skilgreind sem sjúkdómur af Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni fyrir rúmu ári. Árið 2015 lést karlmaður í borginni Sjanghæ eftir að hafa spilað World of Warcraft samfleytt í 19 klukkutíma. Kína er einn af stærstu tölvuleikjamörkuðum heims og stærsta tölvuleikjafyrirtæki heims, Tencent, hefur þar höfuðstöðvar. Árið 2018 voru tekjur kínverskra tölvuleikjafyrirtækja 38 milljarðar dollara, eða tæpar 5 billjónir króna. Í kjölfarið á þessari reglubreytingu munu Kínverjar koma sér upp eftirlitsstofnun til að fylgjast með hvort leikjafyrirtækin fara eftir reglunum. Einnig að sérstöku auðkennisfyrirkomulagi verði komið á, það er að innskráningarkerfi fyrirtækjanna verði samkeyrt við þjóðskrá landsins. Birtist í Fréttablaðinu Kína Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Stjórnvöld í Kína hafa ákveðið að setja tímamörk á tölvuleikjanotkun barna. Munu allir undir 18 ára aldri ekki getað spilað netleiki frá klukkan 22.00 á kvöldin til 8.00 á morgnana. Þá verður netleikjanotkun takmörkuð við 90 mínútur á hverjum virkum degi og í 180 mínútur á helgardögum og opinberum frídögum. Þá verður einnig sett þak á hversu miklum peningum börn og ungmenni mega verja til tölvuleikjanotkunar. Börn að 16 ára aldri mega aðeins eyða 200 júönum á mánuði, eða um 3.500 krónum, en 16 og 17 ára börn mega eyða tvöfaldri þeirri upphæð. Áætlanir Kínverja voru kynntar á þriðjudaginn var en yfirvöld hafa miklar áhyggjur af tölvuleikjafíkn barna og telja að of mikil leikjanotkun hafi slæm áhrif á líkamlega og andlega heilsu barna. Hafa yfirvöld meðal annars gagnrýnt leikjaframleiðendur fyrir að hanna of ávanabindandi og tímafreka leiki. Á 9 mánaða tímabili árið 2018 voru yfirvöld treg til að gefa leyfi fyrir nýjum tölvuleikjum. Netleikjaröskun (e. Internet Gaming Disorder) var skilgreind sem sjúkdómur af Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni fyrir rúmu ári. Árið 2015 lést karlmaður í borginni Sjanghæ eftir að hafa spilað World of Warcraft samfleytt í 19 klukkutíma. Kína er einn af stærstu tölvuleikjamörkuðum heims og stærsta tölvuleikjafyrirtæki heims, Tencent, hefur þar höfuðstöðvar. Árið 2018 voru tekjur kínverskra tölvuleikjafyrirtækja 38 milljarðar dollara, eða tæpar 5 billjónir króna. Í kjölfarið á þessari reglubreytingu munu Kínverjar koma sér upp eftirlitsstofnun til að fylgjast með hvort leikjafyrirtækin fara eftir reglunum. Einnig að sérstöku auðkennisfyrirkomulagi verði komið á, það er að innskráningarkerfi fyrirtækjanna verði samkeyrt við þjóðskrá landsins.
Birtist í Fréttablaðinu Kína Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent