Isavia gerir ýmsar athugasemdir við uppbygginguna á Oddeyrinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2019 09:00 Um fátt annað er rætt á Akureyri þessa dagana en hugmyndir að uppbyggingu á fjölbýlishúsum á Oddeyrinni. Mynd/Zeppelin arkitektar Isavia telur mögulegt að ellefu hæða fjölbýlishús á lóð á Oddeyrinni á Akureyri kunni að auka takmarkanir á nýtingu Akureyrarflugvallar. Isavia gerir ýmsar athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Fyrir skömmu samþykkti bæjarstjórn Akureyrar fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta aðalskipulagi Akureyrar svo SS Byggi verði heimilt að byggja allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni.Sjá einnig: Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni útReiturinn er um það bil beint á móti flugbraut Akureyrarflugvallar og hafa ýmsir hagsmunaaðilar bent á að ellefu hæða fjölbýlishús geti haft áhrif á aðflug og flugtak þeirra flugvéla sem leið eiga um völlinn.Frestur til að gera athugasemdir runninn út Til þess að hugmyndir SS Byggis verði að veruleika þarf að breyta skipulagi á reitnum en núgildandi skipulag gerir ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á reitnum. Sem fyrr segir samþykkti bæjarstjórnin á Akureyri á dögunum skipulagslýsingu vegna reitsins, en það er fyrsta skrefið í skipulagsvinnunni. Ýmsum hagsmunaaðilum var boðið að senda inn umsögn um skipulagslýsinguna, þar á meðal Isavia. Frestur til að skila inn umsögn rann út um síðustu mánaðamót.Eins og sjá má er reiturinn, merktur rauður, nærri því að vera í beinni fluglínu frá brautarenda Akureyrarflugvallar.Mynd/Map.isAthugasemdir Isavia eru í fimm liðum Í umsögn Isavia, sem fréttastofa hefur undir höndunum, eru settar fram fimm athugasemdir og ábendingar vegna skipulagslýsingarinnar. Er þar meðal annars bent á að samkvæmt skipulagsreglum Akureyrarflugvallar séu hindrunarfletir á umræddu svæði í um 40 metra hæð. „Blokk sem er 11 hæðir er því farin að nálgast hindrunarflöt verulega þar sem má ætla að hún yrði um 37 metrar á hæð. Þetta svæði er viðkvæmara en ella þar sem staðsetning er nokkurn veginn í beinni stefnu út frá flugbraut flugvallarins,“ segir í umsögn Isavia.Sjá einnig: Fullt út úr dyrum á íbúafundi um uppbyggingu á Oddeyrinni Forsvarsmenn SS Byggis hafa sagt að hæsta byggingin samkvæmt þeim hugmyndum sem unnið er út frá sé 30 metrar. Þá er einnig bent á í umsögn Isavia að miðað við ýtrustu kröfur Alþjóðaflugmálastofnunarinnar sé æskilegt að hámarkshæð húsa fari ekki yfir 30 metra miðað við fyrirhugaða staðsetningu fjölbýlishúsanna.Í umsögninni kemur einnig fram að þó algengt sé að hindrunarfletir séu notuð sem viðmið í skipulagsmálum sé ýmislegt annað sem þurfi að hafa í huga þegar hæð bygginga í grennd við flugvelli sé skoðuð. Er bent á að mikil þróun sé í hönnun flugferla og með nýjum aðflugsferlum sem byggist á gervihnattarleiðsögu opnist möguleiki á lægri aðflugslágmörkum. „Háar byggingar á Oddeyri gætu því í framtíðinni takmarkað þá möguleika,“ segir í umsögninni.Háar byggingar í flugstefnu geti haft áhrif á áhugasama flugrekendur Akureyringar og nærsveitungar hafa að undanförnu barist fyrir því að auka millilandaflug um Akureyrarflugvöll og snert er á því máli í umsögn Isavia. Segir þar að Markaðsstofa Norðurlands og Isavia hafi hug á því að auka kynningu á Akureyrarflugvelli og Norðurlandi sem áfangastað.Sjá einnig: Hafa áhyggjur af því að uppbygging á Oddeyrinni muni þrengja að hafnarstarfsemi Áhugasamir flugrekstraraðilar taki margt með í reikninginn þegar metið er hvort flugvellir séu fýsilegir eða ekki og þar geti háar byggingar í flugstefnu til og frá flugbraut haft sín áhrif.Uppbygging Akureyrarflugvallar er eitt helsta hagsmunamál heimamanna.Fréttablaðið/Völundur Jónsson„Háar byggingar og önnur mannvirki í flugstefnu til og frá flugbraut eru meðal þeirra atriða sem flugrekstraraðilar skoða vel við mat á flugvöllum, enda hefur það áhrif á lágmörk og þjónustutíma þar sem veður geta verið válynd,“ segir í umsögn Isavia þar sem bent er á að Isavia hafi lagt til að raflínur í um 1,7 kílómetra fjarlægð í suðurátt frá flugvellinum yrðu settar í jörðu af sömu ástæðu. „Byggingar eins og um ræðir í skipulagslýsingunni kunna því að auka á takmarkanir á nýtingu flugvallarins,“ segir í umsögn Isavia.Óttast að kröfur komi fram um bann við flugi á ákveðnum tíma vegna hljóðvistar Síðasta athugasemdin í umsögn Isavia snýr að hljóðvist þeirra íbúða sem kunna að verða reistar á svæðinu og bendir Isavia á að huga þurfi vel að því. Bent er á að eðlileg aðflugshæð á þessu svæði sé um 140 metrar en eðlileg flugtakshæð 75 til 80 metrar.Hin fyrirhuguðu hús séð frá Strandgötu.Mynd/Zeppelin arkitektar„Því er fjarlægð þess frá byggingum ekki mjög mikil og loftförum fylgir óhjákvæmilega töluverður hávaði sem taka þarf tillit til við skipulag. Í þessu tilliti má nefna að slík nálægð gæti með tíð og tíma orðið til þess að kröfur komi fram um takmörkun á flugi á ákveðnum tíma sólarhringsins sem gæti dregið úr notkunargildi flugvallarins,“ segir í umsögn Isavia sem undirrituð er af Karli Alvarssyni, yfirlögfræðingi Isavia. Þá lýsir Isavia sig reiðubúið til þess að fara yfir þau sjónarmið sem fram komi í umsögninni á fundi með skipulagsyfirvöldum á Akureyri og útskýra ástæður fyrir ábendingunum nánar ef þörf er talin á. Hafa sagt að enginn áhugi sé fyrir því að byggja byggingar sem trufli flugöryggi Þess ber að geta að í samtali við Vísi í október sagði Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, aðspurður um þá gagnrýni sem hugmyndirnar að fjölbýlishúsunum hafa fengið með tilliti til Akureyrarflugvallar að enginn vilji væri til staðar að byggja hús sem myndu skerða aðgengi að flugvellinum. „Okkar hugmyndir gera ráð fyrir að hæsta Seglið sé 30 metrar. Þess ber að geta að þetta eru tillögur, þetta eru ekki teikningar. Við munum aldrei vilja byggja einhverja byggð sem að truflar flugöryggi eða takmarkar möguleika Akureyrar til að byggja upp ferðaþjónustu. Það er ekki okkar áhugi enda fæst svona skipulag ekki samþykkt nema með samþykki og umsögn Isavia og væntanlega flugfélaga og annarra hagsmunaðila sem koma að því,“ sagði Helgi Örn. Akureyri Fréttir af flugi Skipulag Tengdar fréttir Vilja byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni Bæjarstórn Akureyrar hefur samþykkt fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta deiliskipulagi Akureyrar svo heimilt verði að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar sem liggja til grundvallar verða kynntar fljótlega á íbúafundi. 3. október 2019 09:45 Hafa áhyggjur af því að uppbygging á Oddeyrinni muni þrengja að hafnarstarfsemi Stjórn Hafnarsamlag Norðurlands hefur áhyggjur af því að verði aukið byggingarmagn heimilað á reit í grennd við Oddeyrarbryggju á Akureyri geti það "þrengt verulega“ að hafnarstarfsemi á svæðinu. Það geti kallað á kostnaðarsaman flutning á þeirri starfsemi sem er á hafnarsvæðinu. 25. október 2019 10:30 Fullt út úr dyrum á íbúafundi um uppbyggingu á Oddeyrinni Akureyringar, og þá sérstaklega íbúar á Oddeyrinni, fjölmenntu á íbúafund þar sem kynntar voru nánar hugmyndir að uppbyggingu nokkurra fjölbýlishúsa á afmörkuðum reit á Oddeyrinni. Fullt var út úr dyrum á fundinum í kvöld í menningarhúsinu Hofi. 21. október 2019 21:45 Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni út "Svona verkefni í bæ eins og Akureyri. Við þurfum að vinna það í sátt við samfélagið,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, um hugmyndir félagsins að byggja allt að ellefu hæða fjölbýlishúsa á Oddeyrinni á Akureyri. 10. október 2019 18:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Isavia telur mögulegt að ellefu hæða fjölbýlishús á lóð á Oddeyrinni á Akureyri kunni að auka takmarkanir á nýtingu Akureyrarflugvallar. Isavia gerir ýmsar athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Fyrir skömmu samþykkti bæjarstjórn Akureyrar fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta aðalskipulagi Akureyrar svo SS Byggi verði heimilt að byggja allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni.Sjá einnig: Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni útReiturinn er um það bil beint á móti flugbraut Akureyrarflugvallar og hafa ýmsir hagsmunaaðilar bent á að ellefu hæða fjölbýlishús geti haft áhrif á aðflug og flugtak þeirra flugvéla sem leið eiga um völlinn.Frestur til að gera athugasemdir runninn út Til þess að hugmyndir SS Byggis verði að veruleika þarf að breyta skipulagi á reitnum en núgildandi skipulag gerir ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á reitnum. Sem fyrr segir samþykkti bæjarstjórnin á Akureyri á dögunum skipulagslýsingu vegna reitsins, en það er fyrsta skrefið í skipulagsvinnunni. Ýmsum hagsmunaaðilum var boðið að senda inn umsögn um skipulagslýsinguna, þar á meðal Isavia. Frestur til að skila inn umsögn rann út um síðustu mánaðamót.Eins og sjá má er reiturinn, merktur rauður, nærri því að vera í beinni fluglínu frá brautarenda Akureyrarflugvallar.Mynd/Map.isAthugasemdir Isavia eru í fimm liðum Í umsögn Isavia, sem fréttastofa hefur undir höndunum, eru settar fram fimm athugasemdir og ábendingar vegna skipulagslýsingarinnar. Er þar meðal annars bent á að samkvæmt skipulagsreglum Akureyrarflugvallar séu hindrunarfletir á umræddu svæði í um 40 metra hæð. „Blokk sem er 11 hæðir er því farin að nálgast hindrunarflöt verulega þar sem má ætla að hún yrði um 37 metrar á hæð. Þetta svæði er viðkvæmara en ella þar sem staðsetning er nokkurn veginn í beinni stefnu út frá flugbraut flugvallarins,“ segir í umsögn Isavia.Sjá einnig: Fullt út úr dyrum á íbúafundi um uppbyggingu á Oddeyrinni Forsvarsmenn SS Byggis hafa sagt að hæsta byggingin samkvæmt þeim hugmyndum sem unnið er út frá sé 30 metrar. Þá er einnig bent á í umsögn Isavia að miðað við ýtrustu kröfur Alþjóðaflugmálastofnunarinnar sé æskilegt að hámarkshæð húsa fari ekki yfir 30 metra miðað við fyrirhugaða staðsetningu fjölbýlishúsanna.Í umsögninni kemur einnig fram að þó algengt sé að hindrunarfletir séu notuð sem viðmið í skipulagsmálum sé ýmislegt annað sem þurfi að hafa í huga þegar hæð bygginga í grennd við flugvelli sé skoðuð. Er bent á að mikil þróun sé í hönnun flugferla og með nýjum aðflugsferlum sem byggist á gervihnattarleiðsögu opnist möguleiki á lægri aðflugslágmörkum. „Háar byggingar á Oddeyri gætu því í framtíðinni takmarkað þá möguleika,“ segir í umsögninni.Háar byggingar í flugstefnu geti haft áhrif á áhugasama flugrekendur Akureyringar og nærsveitungar hafa að undanförnu barist fyrir því að auka millilandaflug um Akureyrarflugvöll og snert er á því máli í umsögn Isavia. Segir þar að Markaðsstofa Norðurlands og Isavia hafi hug á því að auka kynningu á Akureyrarflugvelli og Norðurlandi sem áfangastað.Sjá einnig: Hafa áhyggjur af því að uppbygging á Oddeyrinni muni þrengja að hafnarstarfsemi Áhugasamir flugrekstraraðilar taki margt með í reikninginn þegar metið er hvort flugvellir séu fýsilegir eða ekki og þar geti háar byggingar í flugstefnu til og frá flugbraut haft sín áhrif.Uppbygging Akureyrarflugvallar er eitt helsta hagsmunamál heimamanna.Fréttablaðið/Völundur Jónsson„Háar byggingar og önnur mannvirki í flugstefnu til og frá flugbraut eru meðal þeirra atriða sem flugrekstraraðilar skoða vel við mat á flugvöllum, enda hefur það áhrif á lágmörk og þjónustutíma þar sem veður geta verið válynd,“ segir í umsögn Isavia þar sem bent er á að Isavia hafi lagt til að raflínur í um 1,7 kílómetra fjarlægð í suðurátt frá flugvellinum yrðu settar í jörðu af sömu ástæðu. „Byggingar eins og um ræðir í skipulagslýsingunni kunna því að auka á takmarkanir á nýtingu flugvallarins,“ segir í umsögn Isavia.Óttast að kröfur komi fram um bann við flugi á ákveðnum tíma vegna hljóðvistar Síðasta athugasemdin í umsögn Isavia snýr að hljóðvist þeirra íbúða sem kunna að verða reistar á svæðinu og bendir Isavia á að huga þurfi vel að því. Bent er á að eðlileg aðflugshæð á þessu svæði sé um 140 metrar en eðlileg flugtakshæð 75 til 80 metrar.Hin fyrirhuguðu hús séð frá Strandgötu.Mynd/Zeppelin arkitektar„Því er fjarlægð þess frá byggingum ekki mjög mikil og loftförum fylgir óhjákvæmilega töluverður hávaði sem taka þarf tillit til við skipulag. Í þessu tilliti má nefna að slík nálægð gæti með tíð og tíma orðið til þess að kröfur komi fram um takmörkun á flugi á ákveðnum tíma sólarhringsins sem gæti dregið úr notkunargildi flugvallarins,“ segir í umsögn Isavia sem undirrituð er af Karli Alvarssyni, yfirlögfræðingi Isavia. Þá lýsir Isavia sig reiðubúið til þess að fara yfir þau sjónarmið sem fram komi í umsögninni á fundi með skipulagsyfirvöldum á Akureyri og útskýra ástæður fyrir ábendingunum nánar ef þörf er talin á. Hafa sagt að enginn áhugi sé fyrir því að byggja byggingar sem trufli flugöryggi Þess ber að geta að í samtali við Vísi í október sagði Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, aðspurður um þá gagnrýni sem hugmyndirnar að fjölbýlishúsunum hafa fengið með tilliti til Akureyrarflugvallar að enginn vilji væri til staðar að byggja hús sem myndu skerða aðgengi að flugvellinum. „Okkar hugmyndir gera ráð fyrir að hæsta Seglið sé 30 metrar. Þess ber að geta að þetta eru tillögur, þetta eru ekki teikningar. Við munum aldrei vilja byggja einhverja byggð sem að truflar flugöryggi eða takmarkar möguleika Akureyrar til að byggja upp ferðaþjónustu. Það er ekki okkar áhugi enda fæst svona skipulag ekki samþykkt nema með samþykki og umsögn Isavia og væntanlega flugfélaga og annarra hagsmunaðila sem koma að því,“ sagði Helgi Örn.
Akureyri Fréttir af flugi Skipulag Tengdar fréttir Vilja byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni Bæjarstórn Akureyrar hefur samþykkt fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta deiliskipulagi Akureyrar svo heimilt verði að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar sem liggja til grundvallar verða kynntar fljótlega á íbúafundi. 3. október 2019 09:45 Hafa áhyggjur af því að uppbygging á Oddeyrinni muni þrengja að hafnarstarfsemi Stjórn Hafnarsamlag Norðurlands hefur áhyggjur af því að verði aukið byggingarmagn heimilað á reit í grennd við Oddeyrarbryggju á Akureyri geti það "þrengt verulega“ að hafnarstarfsemi á svæðinu. Það geti kallað á kostnaðarsaman flutning á þeirri starfsemi sem er á hafnarsvæðinu. 25. október 2019 10:30 Fullt út úr dyrum á íbúafundi um uppbyggingu á Oddeyrinni Akureyringar, og þá sérstaklega íbúar á Oddeyrinni, fjölmenntu á íbúafund þar sem kynntar voru nánar hugmyndir að uppbyggingu nokkurra fjölbýlishúsa á afmörkuðum reit á Oddeyrinni. Fullt var út úr dyrum á fundinum í kvöld í menningarhúsinu Hofi. 21. október 2019 21:45 Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni út "Svona verkefni í bæ eins og Akureyri. Við þurfum að vinna það í sátt við samfélagið,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, um hugmyndir félagsins að byggja allt að ellefu hæða fjölbýlishúsa á Oddeyrinni á Akureyri. 10. október 2019 18:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Vilja byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni Bæjarstórn Akureyrar hefur samþykkt fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta deiliskipulagi Akureyrar svo heimilt verði að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar sem liggja til grundvallar verða kynntar fljótlega á íbúafundi. 3. október 2019 09:45
Hafa áhyggjur af því að uppbygging á Oddeyrinni muni þrengja að hafnarstarfsemi Stjórn Hafnarsamlag Norðurlands hefur áhyggjur af því að verði aukið byggingarmagn heimilað á reit í grennd við Oddeyrarbryggju á Akureyri geti það "þrengt verulega“ að hafnarstarfsemi á svæðinu. Það geti kallað á kostnaðarsaman flutning á þeirri starfsemi sem er á hafnarsvæðinu. 25. október 2019 10:30
Fullt út úr dyrum á íbúafundi um uppbyggingu á Oddeyrinni Akureyringar, og þá sérstaklega íbúar á Oddeyrinni, fjölmenntu á íbúafund þar sem kynntar voru nánar hugmyndir að uppbyggingu nokkurra fjölbýlishúsa á afmörkuðum reit á Oddeyrinni. Fullt var út úr dyrum á fundinum í kvöld í menningarhúsinu Hofi. 21. október 2019 21:45
Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni út "Svona verkefni í bæ eins og Akureyri. Við þurfum að vinna það í sátt við samfélagið,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, um hugmyndir félagsins að byggja allt að ellefu hæða fjölbýlishúsa á Oddeyrinni á Akureyri. 10. október 2019 18:45