Vilja byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. október 2019 09:45 Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu. Mynd/Akureyrarbær Bæjarstórn Akureyrar hefur samþykkt fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta aðaskipulagi Akureyrar svo verktakafyrirtæki verði heimilt að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar sem liggja til grundvallar verða kynntar fljótlega á íbúafundi. Bæjarfulltrúar í minnihluta bæjarstjórnar lýstu furðu sinni á því að verið væri að fara í breytingar á aðalskipulagi bæjarins, aðeins rúmlega ári eftir að það var samþykkt. Flestir þeirra virðast þó spenntir fyrir hugmyndunum og búast þeir við mikilli umræðu á meðal bæjarbúa um hugmyndirnar. Ástæða breytingarinnar er sú að verktakafyrirtækið hefur unnið tillögur að uppbyggingu svæðisins. Sem áður segir miðast tillögurnar við að á svæðinu verði byggð allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús með atvinnustarfsemi ásamt bílastæðahúsi á neðstu hæðum. Núgildandi aðalskipulag og rammaskipulag heimilar hins vegar aðeins þriggja til fjögurra hæða hús á reitnum. Því þarf að breyta svo heimilt verði að reisa fjölbýlishúsin á svæðinu.Skipulagslýsingin sem samþykkt var í bæjarstjórn á þriðjudaginn er aðeins fyrsti liðurinn í því að breyta gildandi aðalskipulagi. Ferlið er langt, nokkuð strangt og felur meðal annars í sér að auglýsa þarf og kynna fyrirhugaðar breytingar á nokkrum stigum málsins. Þá kveða skipulagslög á um að hafa þurfi samráð við íbúa og aðra hagsmunaaðila vegna fyrirhugaðra breytinga og því langt í land að samþykki fyrir fyrirhugaðri uppbyggingu liggi fyrir.Reiturinn séður í víðara samhengi við loftmynd af bænum.Mynd/Loftmyndir.isTelja ekki tímabært að kynna tillögurnar sem liggja til grundvallar Samkvæmt heimildum Vísis er þróunaraðilinn sem um ræðir SSByggir ehf., rótgróið verktakafyrirtæki í bænum, sem á hluta þessa reits sem tillögurnar snúa að. Fréttastofa hefur óskað eftir því að fá að sjá tillögurnar sem liggja til grundvallar, bæði hjá SSByggi sem og hjá bæjaryfirvöldum, án árangurs. SSByggir vísar á skipulagsyfirvöld sem segja ekki tímabært að kynna tillögurnar að svo stöddu. Það verði þó gert fljótlega, enda standi til að halda íbúafund á næstu vikum þar sem málið verði kynnt. Reiturinn sem um ræðir, og sjá má á mynd hér í fréttinni, afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri. Reiturinn er skammt frá Eimskipabryggjunni svokölluðu þar sem skemmtiferðaskip leggja gjarnan að, og stutt frá miðbæ Akureyrar. Reikna má með að ef af uppbyggingunni verði muni bæjarmynd bæjarins breytast, enda yrðu fjölbýlishúsin að öllum líkindum áberandi hluti hennar miðað við staðsetningu reitsins, auk þess sem að nærliggjandi byggð er fremur lágreist. Fjölbýlishúsin myndu rísa um það bil þar sem svarta húsið við skemmtiferðarskipið er á þessari mynd.Vísir/VilhelmReiturinn verði skilgreindur sem sérstakur þróunarreitur Við gerð aðalskipulagsins var ráðist í vinnu rammaskipulags fyrir Oddeyrina en tilgangur þess var að setja fram heildstæða stefnu um þróun byggðar á svæðinu, þar sem finna má bæði íbúðabyggð sem og atvinnustarfsemi. Samkvæmt gildandi rammaskipulagi Oddeyrar er sem fyrr segir gert ráð fyrir að nýjar byggingar á svæðinu sem um ræðir verði almennt þrjár til fjórar hæðir.Samkvæmt skipulagslýsingunni sem afgreidd var úr skipulagsráði í síðustu viku og samþykkt í bæjarstjórn á þriðjudaginns er gert ráð fyrir að umræddur reitur verði skilgreindur sem sérstakur þróunarreitur og settir verði sérskilmálar hvað varðar nýtingarhlutfall á reitnum og hæð nýrra bygginga, sem geta verið allt að sex til ellefu hæðir.Á reitnum eru fyrir nokkrar iðnaðar- og athafnabyggingar, auk íbúðarhúss á horni Strandgötu og Hjalteyrargötu. Þá er einnig Gránufélagshúsið svokallaða á reitnum. Var það reist af Gránufélaginu árið 1873 og er það friðað. Ekki má hreyfa við húsinu og því er gert er ráð fyrir að það verði áfram á svæðinu. Þar er nú rekinn veitingastaðurinn Bryggjan.Ekki verður hróflað við húsinu sem veitingastaðurinn Bryggjan er í, nái tillögurnar fram að ganga.Vísir/Tryggvi PállTillaga um að vísa málinu frá skipulagsráði var felld Málið var sem fyrr segir tekið fyrir á fundi skipulagsráðs í síðustu viku þar sem Tryggvi Már Ingvarsson, formaður skipulagsráðs, lýsti sig vanhæfan í málinu. Vék hann af fundi þegar málið var tekið fyrir í ráðinu og tekið til atkvæðagreiðslu. Samkvæmt heimildum fréttastofu lýsti hann sig vanhæfan þar sem mágur hans, sem er arkitekt, var fenginn af þróunaraðilanum til að vinna að tillögunum sem liggja til grundvallar.Ólafur Kjartansson, fulltrúi VG, í skipulagsráði lagði til að tillögunni yrði vísað frá ráðinu, meðal annars vegna þess að „svo há bygging sem staðsett yrði syðst á eyrinni myndi verða mjög aflokandi milli hverfisins og strandlengjunnar sunnan á eyrinni og mynda mikið ójafnvægi í heildarmynd Oddeyrar,“ líkt og kemur fram í fundargerð ráðsins.Tillaga hans var felld og var málinu vísað til bæjarstjórnar, sem samþykkti skipulagslýsinguna á fundi sínum á þriðjudag. Þar lýsti meirihluti bæjarfulltrúa ánægju sína með tillögurnar og að til stæði að uppbygging hæfist á reit sem um árabil hafi verið horft til að hægt væri að gera eitthvað með. Flestir þeirra voru þó á því að skoða þyrfti tillögurnar gaumgæfilega og hvað þær myndu fela í sér.Sóley Björk Stefánsdóttir, fulltrúi VG í bæjarstjórn, greiddi þó atkvæði gegn tilögunni, og í umræðum um málið á fundinum var hún gagnrýnin á hugmyndirnar sem liggja fyrir. Vakti hún meðal annars athygli á misræminu sem væri á aðalskipulaginu sem er í gildi, og þeim tillögum sem liggja til grundvallar.„Spurningin mín er af hverju er bæjarstjórnin að setja fram hugmynd sem að svo augljóslega er í trássi við nýsamþykkt aðalskipulag?,“ sagði Sóley Björk.Þetta einbýlishús er meðal þess sem liggur á reitnum sem um ræðir.Vísir/Tryggvi PállSpurði hvort óþarflega mikil áhersla væri á „samfellda krúttbyggð“ Andri Teitsson, einn af bæjarfulltrúm L-listans sagðist fagna hugmyndunum, líkt og flestir aðrir bæjarfulltrúar sem tóku til máls í umræðu um málið. Sagði hann hugmyndina vera áhugaverða fyrir margar sakir þó að það væri „verulegt umhugsunarefni“ að þær rímuðu illa við gildandi aðalskipulag. Velti hann þó því fyrir sér hvort það væri endilega slæmt.„Ég velti fyrir mér af upprifjun bæjarfulltrúa Sóleyjar hvort að það hefur kannski ekki verið óþarflega lágstemmd áætlun fyrir Oddeyrina. Ég vil ekki segja metnaðarlítil en kannski óþarflega mikil áhersla á að Oddeyrin verði kannski einhvers konar samfelld krúttbyggð, eitthvað svoleiðis,“ sagði Andri og velti fyrir sér hvort að slíkt væri raunhæft markmið í þéttbýli á 21. öld í grennd við miðbæ. Athugasemdir Sóleyjar væri þó réttmætar og skoða þyrfti málið vel.Ýmissa grasa kennir á reitnum, meðal annars þetta geymslusvæði.Vísir/Tryggvi PállVilja fá umræðu í bænum um tillögurnar Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn sagði hugmyndirnar vera spennandi, en að íbúar þyrftu að fá tækifæri til að sjá þær sem fyrst. „Þrátt fyrir að við séum búin að samþykkja bæði rammaskipulag og aðalskipulag á Eyrinni, þá finnst mér bara spennandi þegar svona hugmyndir koma fram að kasta þessu út og fá umræðuna upp í bænum. Svo sjáum við bara hvað setur en mér líst vel á þetta,“ sagði Gunnar. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins í bæjarstórn sagði að lengi hafi verið kallað eftir uppbyggingu á þessu svæði og því yrði það vanhugsað af bæjarfulltrúum ef tillögunum yrði hafnað strax. „Ég tel allt í lagi að skoða það, gefa þessu séns, fara með þetta fram, heyra vilja bæjarbúa. Þetta er ákveðið ferli,“ sagði Guðmundur Baldvin.Horfa má á umræðurnar sem fram fóru í bæjarstjórn um málið í spilaranum hér fyrir neðan. Umræðurnar hefjast þegar 23 mínútur eru liðnar af myndbandinu.Íbúafundur verður haldinn fljótlega Hlynur Jóhansson, fulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn, sagði að sér litist vel á hugmyndirnar, en líkt og Sóley gerði hann athugasemd við að verið væri að leggjast í breytingu á aðalskipulagi svo skömmu eftir að það hafi verið samþykkt.„Hversu mikið mark er hægt að taka á okkur ef að einhver er að horfa á aðalskipulagið?“ spurði Hlynur. „Það er ár síðan það var samþykkt. Ég myndi bara hugsa hvaða trúðar eru þarna. Mér finnst þetta bara svo óvandað en ég hef ekkert á móti byggingunum.“Skipulagslýsingin var að lokum samþykkt í bæjarstjórn en í tillögunni fólst einnig að haldin verður íbúafundur þar sem hugmyndir SS Byggis uppbyggingu á svæðinu verða kynntar fyrir bæjarbúum. Stefnt er að því að hann fari fram fljótlega, eftir því sem Vísir kemst næst. Akureyri Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Bæjarstórn Akureyrar hefur samþykkt fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta aðaskipulagi Akureyrar svo verktakafyrirtæki verði heimilt að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar sem liggja til grundvallar verða kynntar fljótlega á íbúafundi. Bæjarfulltrúar í minnihluta bæjarstjórnar lýstu furðu sinni á því að verið væri að fara í breytingar á aðalskipulagi bæjarins, aðeins rúmlega ári eftir að það var samþykkt. Flestir þeirra virðast þó spenntir fyrir hugmyndunum og búast þeir við mikilli umræðu á meðal bæjarbúa um hugmyndirnar. Ástæða breytingarinnar er sú að verktakafyrirtækið hefur unnið tillögur að uppbyggingu svæðisins. Sem áður segir miðast tillögurnar við að á svæðinu verði byggð allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús með atvinnustarfsemi ásamt bílastæðahúsi á neðstu hæðum. Núgildandi aðalskipulag og rammaskipulag heimilar hins vegar aðeins þriggja til fjögurra hæða hús á reitnum. Því þarf að breyta svo heimilt verði að reisa fjölbýlishúsin á svæðinu.Skipulagslýsingin sem samþykkt var í bæjarstjórn á þriðjudaginn er aðeins fyrsti liðurinn í því að breyta gildandi aðalskipulagi. Ferlið er langt, nokkuð strangt og felur meðal annars í sér að auglýsa þarf og kynna fyrirhugaðar breytingar á nokkrum stigum málsins. Þá kveða skipulagslög á um að hafa þurfi samráð við íbúa og aðra hagsmunaaðila vegna fyrirhugaðra breytinga og því langt í land að samþykki fyrir fyrirhugaðri uppbyggingu liggi fyrir.Reiturinn séður í víðara samhengi við loftmynd af bænum.Mynd/Loftmyndir.isTelja ekki tímabært að kynna tillögurnar sem liggja til grundvallar Samkvæmt heimildum Vísis er þróunaraðilinn sem um ræðir SSByggir ehf., rótgróið verktakafyrirtæki í bænum, sem á hluta þessa reits sem tillögurnar snúa að. Fréttastofa hefur óskað eftir því að fá að sjá tillögurnar sem liggja til grundvallar, bæði hjá SSByggi sem og hjá bæjaryfirvöldum, án árangurs. SSByggir vísar á skipulagsyfirvöld sem segja ekki tímabært að kynna tillögurnar að svo stöddu. Það verði þó gert fljótlega, enda standi til að halda íbúafund á næstu vikum þar sem málið verði kynnt. Reiturinn sem um ræðir, og sjá má á mynd hér í fréttinni, afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri. Reiturinn er skammt frá Eimskipabryggjunni svokölluðu þar sem skemmtiferðaskip leggja gjarnan að, og stutt frá miðbæ Akureyrar. Reikna má með að ef af uppbyggingunni verði muni bæjarmynd bæjarins breytast, enda yrðu fjölbýlishúsin að öllum líkindum áberandi hluti hennar miðað við staðsetningu reitsins, auk þess sem að nærliggjandi byggð er fremur lágreist. Fjölbýlishúsin myndu rísa um það bil þar sem svarta húsið við skemmtiferðarskipið er á þessari mynd.Vísir/VilhelmReiturinn verði skilgreindur sem sérstakur þróunarreitur Við gerð aðalskipulagsins var ráðist í vinnu rammaskipulags fyrir Oddeyrina en tilgangur þess var að setja fram heildstæða stefnu um þróun byggðar á svæðinu, þar sem finna má bæði íbúðabyggð sem og atvinnustarfsemi. Samkvæmt gildandi rammaskipulagi Oddeyrar er sem fyrr segir gert ráð fyrir að nýjar byggingar á svæðinu sem um ræðir verði almennt þrjár til fjórar hæðir.Samkvæmt skipulagslýsingunni sem afgreidd var úr skipulagsráði í síðustu viku og samþykkt í bæjarstjórn á þriðjudaginns er gert ráð fyrir að umræddur reitur verði skilgreindur sem sérstakur þróunarreitur og settir verði sérskilmálar hvað varðar nýtingarhlutfall á reitnum og hæð nýrra bygginga, sem geta verið allt að sex til ellefu hæðir.Á reitnum eru fyrir nokkrar iðnaðar- og athafnabyggingar, auk íbúðarhúss á horni Strandgötu og Hjalteyrargötu. Þá er einnig Gránufélagshúsið svokallaða á reitnum. Var það reist af Gránufélaginu árið 1873 og er það friðað. Ekki má hreyfa við húsinu og því er gert er ráð fyrir að það verði áfram á svæðinu. Þar er nú rekinn veitingastaðurinn Bryggjan.Ekki verður hróflað við húsinu sem veitingastaðurinn Bryggjan er í, nái tillögurnar fram að ganga.Vísir/Tryggvi PállTillaga um að vísa málinu frá skipulagsráði var felld Málið var sem fyrr segir tekið fyrir á fundi skipulagsráðs í síðustu viku þar sem Tryggvi Már Ingvarsson, formaður skipulagsráðs, lýsti sig vanhæfan í málinu. Vék hann af fundi þegar málið var tekið fyrir í ráðinu og tekið til atkvæðagreiðslu. Samkvæmt heimildum fréttastofu lýsti hann sig vanhæfan þar sem mágur hans, sem er arkitekt, var fenginn af þróunaraðilanum til að vinna að tillögunum sem liggja til grundvallar.Ólafur Kjartansson, fulltrúi VG, í skipulagsráði lagði til að tillögunni yrði vísað frá ráðinu, meðal annars vegna þess að „svo há bygging sem staðsett yrði syðst á eyrinni myndi verða mjög aflokandi milli hverfisins og strandlengjunnar sunnan á eyrinni og mynda mikið ójafnvægi í heildarmynd Oddeyrar,“ líkt og kemur fram í fundargerð ráðsins.Tillaga hans var felld og var málinu vísað til bæjarstjórnar, sem samþykkti skipulagslýsinguna á fundi sínum á þriðjudag. Þar lýsti meirihluti bæjarfulltrúa ánægju sína með tillögurnar og að til stæði að uppbygging hæfist á reit sem um árabil hafi verið horft til að hægt væri að gera eitthvað með. Flestir þeirra voru þó á því að skoða þyrfti tillögurnar gaumgæfilega og hvað þær myndu fela í sér.Sóley Björk Stefánsdóttir, fulltrúi VG í bæjarstjórn, greiddi þó atkvæði gegn tilögunni, og í umræðum um málið á fundinum var hún gagnrýnin á hugmyndirnar sem liggja fyrir. Vakti hún meðal annars athygli á misræminu sem væri á aðalskipulaginu sem er í gildi, og þeim tillögum sem liggja til grundvallar.„Spurningin mín er af hverju er bæjarstjórnin að setja fram hugmynd sem að svo augljóslega er í trássi við nýsamþykkt aðalskipulag?,“ sagði Sóley Björk.Þetta einbýlishús er meðal þess sem liggur á reitnum sem um ræðir.Vísir/Tryggvi PállSpurði hvort óþarflega mikil áhersla væri á „samfellda krúttbyggð“ Andri Teitsson, einn af bæjarfulltrúm L-listans sagðist fagna hugmyndunum, líkt og flestir aðrir bæjarfulltrúar sem tóku til máls í umræðu um málið. Sagði hann hugmyndina vera áhugaverða fyrir margar sakir þó að það væri „verulegt umhugsunarefni“ að þær rímuðu illa við gildandi aðalskipulag. Velti hann þó því fyrir sér hvort það væri endilega slæmt.„Ég velti fyrir mér af upprifjun bæjarfulltrúa Sóleyjar hvort að það hefur kannski ekki verið óþarflega lágstemmd áætlun fyrir Oddeyrina. Ég vil ekki segja metnaðarlítil en kannski óþarflega mikil áhersla á að Oddeyrin verði kannski einhvers konar samfelld krúttbyggð, eitthvað svoleiðis,“ sagði Andri og velti fyrir sér hvort að slíkt væri raunhæft markmið í þéttbýli á 21. öld í grennd við miðbæ. Athugasemdir Sóleyjar væri þó réttmætar og skoða þyrfti málið vel.Ýmissa grasa kennir á reitnum, meðal annars þetta geymslusvæði.Vísir/Tryggvi PállVilja fá umræðu í bænum um tillögurnar Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn sagði hugmyndirnar vera spennandi, en að íbúar þyrftu að fá tækifæri til að sjá þær sem fyrst. „Þrátt fyrir að við séum búin að samþykkja bæði rammaskipulag og aðalskipulag á Eyrinni, þá finnst mér bara spennandi þegar svona hugmyndir koma fram að kasta þessu út og fá umræðuna upp í bænum. Svo sjáum við bara hvað setur en mér líst vel á þetta,“ sagði Gunnar. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins í bæjarstórn sagði að lengi hafi verið kallað eftir uppbyggingu á þessu svæði og því yrði það vanhugsað af bæjarfulltrúum ef tillögunum yrði hafnað strax. „Ég tel allt í lagi að skoða það, gefa þessu séns, fara með þetta fram, heyra vilja bæjarbúa. Þetta er ákveðið ferli,“ sagði Guðmundur Baldvin.Horfa má á umræðurnar sem fram fóru í bæjarstjórn um málið í spilaranum hér fyrir neðan. Umræðurnar hefjast þegar 23 mínútur eru liðnar af myndbandinu.Íbúafundur verður haldinn fljótlega Hlynur Jóhansson, fulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn, sagði að sér litist vel á hugmyndirnar, en líkt og Sóley gerði hann athugasemd við að verið væri að leggjast í breytingu á aðalskipulagi svo skömmu eftir að það hafi verið samþykkt.„Hversu mikið mark er hægt að taka á okkur ef að einhver er að horfa á aðalskipulagið?“ spurði Hlynur. „Það er ár síðan það var samþykkt. Ég myndi bara hugsa hvaða trúðar eru þarna. Mér finnst þetta bara svo óvandað en ég hef ekkert á móti byggingunum.“Skipulagslýsingin var að lokum samþykkt í bæjarstjórn en í tillögunni fólst einnig að haldin verður íbúafundur þar sem hugmyndir SS Byggis uppbyggingu á svæðinu verða kynntar fyrir bæjarbúum. Stefnt er að því að hann fari fram fljótlega, eftir því sem Vísir kemst næst.
Akureyri Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira