Fjárfestingafélagið Brimgarðar tapaði um 1,8 milljörðum króna Helgi Vífill Júlíusson skrifar 30. október 2019 07:30 Gunnar Þór Gíslason, framkvæmdastjóri Brimgarða Fjárfestingafélagið Brimgarðar tapaði 1,8 milljörðum króna árið 2018 fyrir tekjuskatt. Árið áður nam tap félagsins um hálfum milljarði króna fyrir tekjuskatt. Brimgarðar eru í eigu systkinanna Eggerts Árna, Guðnýjar Eddu, Gunnars Þórs og Halldórs Páls Gíslabarna. Þau eiga jafnframt matvælafyrirtækin Mötu, Matfugl og Síld og fisk. Félagið tapaði 1,6 milljörðum króna á fjárfestingum á hlutabréfamarkaði á árinu 2018, samkvæmt ársreikningi Brimgarða. Bókfært virði skráðra hlutabréfa þess nam 5,4 milljörðum króna við árslok, þar af átti það í fasteignafélögunum þremur – Eik, Regin og Reitum – fyrir 4,5 milljarða króna. Rekja má 838 milljóna króna tap til framvirkra samninga um kaup á hlutabréfum. Árið áður nam það tap 200 milljónum króna. Brimgarðar áttu hlutabréf fyrir 4,5 milljarða króna í framvirkum samningum árið 2018 en skulduðu 5,3 milljarða króna vegna samninganna. Árið áður nam sú eign 2,7 milljörðum króna en skuldin 2,9 milljörðum króna. Eignir Brimgarða námu 9,9 milljörðum króna og eiginfjárhlutfallið var 14 prósent við árslok 2018. Félagið á fjölda fasteigna sem metnar eru á 2,2 milljarða króna. Fasteignamat eignanna var hins vegar mun hærra eða tæpir fimm milljarðar króna og vátryggingaverð þeirra var átta milljarðar króna. Miðað við það er eiginfjárstaða Brimgarða í raun betri en fram kemur í ársreikningi. Á meðal fasteigna Brimgarða er Grandagarður 8, sem hýsir meðal annars leikjafyrirtækið CCP, en fasteignamat þess er 1,6 milljarðar króna, og Völuteigur 2 sem hýsir Matfugl. Fasteignamat þess var 940 milljónir króna en bókfært mat 80 milljónir króna. Brimgarðar eiga í fleiri fasteignafélögum: Heimavöllum, Almenna leigufélaginu, Gamma 201 fasteignasjóði og 105 Miðborg sem vinnur að uppbyggingu við Kirkjusand. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Fjárfestingafélagið Brimgarðar tapaði 1,8 milljörðum króna árið 2018 fyrir tekjuskatt. Árið áður nam tap félagsins um hálfum milljarði króna fyrir tekjuskatt. Brimgarðar eru í eigu systkinanna Eggerts Árna, Guðnýjar Eddu, Gunnars Þórs og Halldórs Páls Gíslabarna. Þau eiga jafnframt matvælafyrirtækin Mötu, Matfugl og Síld og fisk. Félagið tapaði 1,6 milljörðum króna á fjárfestingum á hlutabréfamarkaði á árinu 2018, samkvæmt ársreikningi Brimgarða. Bókfært virði skráðra hlutabréfa þess nam 5,4 milljörðum króna við árslok, þar af átti það í fasteignafélögunum þremur – Eik, Regin og Reitum – fyrir 4,5 milljarða króna. Rekja má 838 milljóna króna tap til framvirkra samninga um kaup á hlutabréfum. Árið áður nam það tap 200 milljónum króna. Brimgarðar áttu hlutabréf fyrir 4,5 milljarða króna í framvirkum samningum árið 2018 en skulduðu 5,3 milljarða króna vegna samninganna. Árið áður nam sú eign 2,7 milljörðum króna en skuldin 2,9 milljörðum króna. Eignir Brimgarða námu 9,9 milljörðum króna og eiginfjárhlutfallið var 14 prósent við árslok 2018. Félagið á fjölda fasteigna sem metnar eru á 2,2 milljarða króna. Fasteignamat eignanna var hins vegar mun hærra eða tæpir fimm milljarðar króna og vátryggingaverð þeirra var átta milljarðar króna. Miðað við það er eiginfjárstaða Brimgarða í raun betri en fram kemur í ársreikningi. Á meðal fasteigna Brimgarða er Grandagarður 8, sem hýsir meðal annars leikjafyrirtækið CCP, en fasteignamat þess er 1,6 milljarðar króna, og Völuteigur 2 sem hýsir Matfugl. Fasteignamat þess var 940 milljónir króna en bókfært mat 80 milljónir króna. Brimgarðar eiga í fleiri fasteignafélögum: Heimavöllum, Almenna leigufélaginu, Gamma 201 fasteignasjóði og 105 Miðborg sem vinnur að uppbyggingu við Kirkjusand.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira