Forstjóri Barnaverndarstofu segir að skerpa þurfi á reglugerð um fóstur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. október 2019 21:27 Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu. Fréttablaðið/Anton Brink Heiða Björg Pálmadóttir forstjóri Barnaverndarstofu er ósátt við lítið vægi réttinda barns þegar kemur að ákvörðun um hæfni fósturforeldra og telur að skerpa þurfi á ákvæðum í reglugerð. Hæstiréttur ógilti í dag ákvörðun Barnaverndarstofu í máli Freyju Haraldsdóttur. Heiða Björg ræddi niðurstöðuna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Barnaverndarstofa taldi nauðsynlegt að biðja um áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar, vegna þess að stofan var svo ósátt við að það kæmi fram í þeirri niðurstöðu að það varðaði ekki hagsmuni barns þegar metið væri hvort einstaklingar væru hæfir fósturforeldrar,“ segir Heiða Björg.Sjá einnig: Freyja „í skýjunum“ yfir dómi Hæstaréttar „Vegna þess að þetta varðar grundvallarréttindi barna, að fá hæfa fósturforeldra þó að það liggi ekki fyrir tiltekið barn í málinu.“Margra ára baráttu Freyju fyrir því að koma til greina sem fósturforeldri lauk fyrir dómstólum í dag með sigri. Freyja fagnar sjálf niðurstöðunni og segir hana sýna að ekki sé í boði að dæma fatlað fólk úr leik eingöngu vegna líkamlegs atgervis. „Niðurstaðan laut að því hvort að lægi fyrir því nægilega góðar upplýsingar að heimilt væri að synja umsókninni áður en að umsækjandi færi á námskeið. Þetta er framkvæmd sem viðhöfð hefur verið á Barnaverndarstofu frá upphafi ef ég man rétt en Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að það væri ekki nægileg heimild í reglugerð til þess að gera þetta með þessum hætti.“Freyja Haraldsdóttir.Vísir/VilhelmEðlilegt að þetta verði skoðað Heiða Björg segir að Barnaverndarstofa sé ánægð með þá afstöðu sem Hæstiréttur hafi tekið til þess að málið varði grundvallarréttindi barna og hagsmuni fósturbarna, að það megi líta til þannig sjónarmiða þegar við metum einstaklinga. „Málið er bara komið á borð Barnaverndarstofu aftur og fer þá bara í hefðbundin farveg þar.“ Hún segir að þeim þyki eðlilegt að það verði skoðað hvort skerpa þurfi á ákveðnu ákvæði í reglugerð um fóstur. „Til dæmis ef einstaklingar með langan sakarferil sækja um, eða mikil félagsleg afskipti, mikla sögu um neyslu. Er nauðsynlegt að einstaklingar með þannig fortíð sitji löng og ströng námskeið hjá Barnaverndarstofu ef að það liggja fyrir nægjanlegar upplýsingar í gögnum málsins þannig að það sé hægt að taka ákvörðun án þess?“ Félagslegar aðstæður og heilbrigði fólks þurfa að hennar mati að vera þannig að fósturbarn geti dafnað þar. „Þetta er mikill gleðidagur og rosalegur léttir,“ sagði Freyja í samtali við fréttastofu í dag.Viðtal við Freyju um niðurstöðu Hæstaréttar úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má finna í spilaranum hér að neðan. Barnavernd Dómsmál Fjölskyldumál Tengdar fréttir Freyja hafði betur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti Dómurinn staðfesti dóm Landsréttar, sem dæmdi Freyju í vil. 30. október 2019 09:20 Foreldrum Freyju Haralds sárnar umræðan: „Fólk veit ekki hvað það er að tala um“ Freyju Haraldsdóttir þekkja flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni enda hefur fólk verið duglegt að lýsa skoðun sinni á henni, skoðunum hennar og hvað því finnst hún geta eða ekki geta. 4. apríl 2019 10:30 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Heiða Björg Pálmadóttir forstjóri Barnaverndarstofu er ósátt við lítið vægi réttinda barns þegar kemur að ákvörðun um hæfni fósturforeldra og telur að skerpa þurfi á ákvæðum í reglugerð. Hæstiréttur ógilti í dag ákvörðun Barnaverndarstofu í máli Freyju Haraldsdóttur. Heiða Björg ræddi niðurstöðuna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Barnaverndarstofa taldi nauðsynlegt að biðja um áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar, vegna þess að stofan var svo ósátt við að það kæmi fram í þeirri niðurstöðu að það varðaði ekki hagsmuni barns þegar metið væri hvort einstaklingar væru hæfir fósturforeldrar,“ segir Heiða Björg.Sjá einnig: Freyja „í skýjunum“ yfir dómi Hæstaréttar „Vegna þess að þetta varðar grundvallarréttindi barna, að fá hæfa fósturforeldra þó að það liggi ekki fyrir tiltekið barn í málinu.“Margra ára baráttu Freyju fyrir því að koma til greina sem fósturforeldri lauk fyrir dómstólum í dag með sigri. Freyja fagnar sjálf niðurstöðunni og segir hana sýna að ekki sé í boði að dæma fatlað fólk úr leik eingöngu vegna líkamlegs atgervis. „Niðurstaðan laut að því hvort að lægi fyrir því nægilega góðar upplýsingar að heimilt væri að synja umsókninni áður en að umsækjandi færi á námskeið. Þetta er framkvæmd sem viðhöfð hefur verið á Barnaverndarstofu frá upphafi ef ég man rétt en Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að það væri ekki nægileg heimild í reglugerð til þess að gera þetta með þessum hætti.“Freyja Haraldsdóttir.Vísir/VilhelmEðlilegt að þetta verði skoðað Heiða Björg segir að Barnaverndarstofa sé ánægð með þá afstöðu sem Hæstiréttur hafi tekið til þess að málið varði grundvallarréttindi barna og hagsmuni fósturbarna, að það megi líta til þannig sjónarmiða þegar við metum einstaklinga. „Málið er bara komið á borð Barnaverndarstofu aftur og fer þá bara í hefðbundin farveg þar.“ Hún segir að þeim þyki eðlilegt að það verði skoðað hvort skerpa þurfi á ákveðnu ákvæði í reglugerð um fóstur. „Til dæmis ef einstaklingar með langan sakarferil sækja um, eða mikil félagsleg afskipti, mikla sögu um neyslu. Er nauðsynlegt að einstaklingar með þannig fortíð sitji löng og ströng námskeið hjá Barnaverndarstofu ef að það liggja fyrir nægjanlegar upplýsingar í gögnum málsins þannig að það sé hægt að taka ákvörðun án þess?“ Félagslegar aðstæður og heilbrigði fólks þurfa að hennar mati að vera þannig að fósturbarn geti dafnað þar. „Þetta er mikill gleðidagur og rosalegur léttir,“ sagði Freyja í samtali við fréttastofu í dag.Viðtal við Freyju um niðurstöðu Hæstaréttar úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má finna í spilaranum hér að neðan.
Barnavernd Dómsmál Fjölskyldumál Tengdar fréttir Freyja hafði betur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti Dómurinn staðfesti dóm Landsréttar, sem dæmdi Freyju í vil. 30. október 2019 09:20 Foreldrum Freyju Haralds sárnar umræðan: „Fólk veit ekki hvað það er að tala um“ Freyju Haraldsdóttir þekkja flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni enda hefur fólk verið duglegt að lýsa skoðun sinni á henni, skoðunum hennar og hvað því finnst hún geta eða ekki geta. 4. apríl 2019 10:30 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Freyja hafði betur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti Dómurinn staðfesti dóm Landsréttar, sem dæmdi Freyju í vil. 30. október 2019 09:20
Foreldrum Freyju Haralds sárnar umræðan: „Fólk veit ekki hvað það er að tala um“ Freyju Haraldsdóttir þekkja flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni enda hefur fólk verið duglegt að lýsa skoðun sinni á henni, skoðunum hennar og hvað því finnst hún geta eða ekki geta. 4. apríl 2019 10:30