Japanir heiðra höfund Súper Maríó bræðra Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. október 2019 07:30 Miyamoto er einn áhrifamesti tölvuleikjahönnuður sögunnar. Nordicphotos/Getty Shigeru Miyamoto, höfundur tölvuleikjanna vinsælu um Maríóbræður, verður heiðraður af ríkisstjórn Japans á sunnudag, 3. nóvember, fyrir framlag hans til menningarinnar en það er einmitt svokallaður menningardagur landsins. Miyamoto, sem er 66 ára, er goðsögn í tölvuleikjaiðnaðinum, sem hefur vaxið mikið á undanförnum árum og veltir meira en aðrar afþreyingargreinar, svo sem kvikmyndir og tónlist. Hann hóf feril sinn hjá Nintendo árið 1977 og hannaði meðal annars hinn geysivinsæla spilakassaleik Donkey Kong árið 1981. Árið 1984 varð Miyamoto framkvæmdastjóri hönnunar hjá Nintendo, staða sem hann gegndi allt til ársins 2015 og starfar hann enn þá hjá fyrirtækinu. Þegar fyrsta heimaleikjatölva fyrirtækisins, NES, sló í gegn árið 1986 var það að miklu leyti leikjum Miyamoto að þakka, Super Mario Bros og The Legend of Zelda. Hinn ítalski pípulagningamaður Mario hefur síðan orðið einn helsti tákngervingur fyrir tölvuleikjaiðnaðinn í heild. „Við munum gera okkar allra besta til að fá fólk alls staðar í heiminum til að brosa,“ sagði Miyamoto þegar honum var tilkynnt um viðurkenninguna. Hann sagði einnig að öll hönnunardeildin hjá Nintendo ætti heiðurinn skilið. Nintendo lagði keppinauta sína í Sega að velli á níunda áratugnum en varð síðan undir í samkeppni við Playstation og Xbox. Nintendo hafði ekki burði til þess að keppa við framleiðendur þeirra, Sony og Microsoft, hvað búnað varðar. Hefur fyrirtækið því á undanförnum árum þurft að beita hugvitinu og setja öðruvísi tölvur á markað, svo sem Wii og Switch. Birtist í Fréttablaðinu Japan Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Shigeru Miyamoto, höfundur tölvuleikjanna vinsælu um Maríóbræður, verður heiðraður af ríkisstjórn Japans á sunnudag, 3. nóvember, fyrir framlag hans til menningarinnar en það er einmitt svokallaður menningardagur landsins. Miyamoto, sem er 66 ára, er goðsögn í tölvuleikjaiðnaðinum, sem hefur vaxið mikið á undanförnum árum og veltir meira en aðrar afþreyingargreinar, svo sem kvikmyndir og tónlist. Hann hóf feril sinn hjá Nintendo árið 1977 og hannaði meðal annars hinn geysivinsæla spilakassaleik Donkey Kong árið 1981. Árið 1984 varð Miyamoto framkvæmdastjóri hönnunar hjá Nintendo, staða sem hann gegndi allt til ársins 2015 og starfar hann enn þá hjá fyrirtækinu. Þegar fyrsta heimaleikjatölva fyrirtækisins, NES, sló í gegn árið 1986 var það að miklu leyti leikjum Miyamoto að þakka, Super Mario Bros og The Legend of Zelda. Hinn ítalski pípulagningamaður Mario hefur síðan orðið einn helsti tákngervingur fyrir tölvuleikjaiðnaðinn í heild. „Við munum gera okkar allra besta til að fá fólk alls staðar í heiminum til að brosa,“ sagði Miyamoto þegar honum var tilkynnt um viðurkenninguna. Hann sagði einnig að öll hönnunardeildin hjá Nintendo ætti heiðurinn skilið. Nintendo lagði keppinauta sína í Sega að velli á níunda áratugnum en varð síðan undir í samkeppni við Playstation og Xbox. Nintendo hafði ekki burði til þess að keppa við framleiðendur þeirra, Sony og Microsoft, hvað búnað varðar. Hefur fyrirtækið því á undanförnum árum þurft að beita hugvitinu og setja öðruvísi tölvur á markað, svo sem Wii og Switch.
Birtist í Fréttablaðinu Japan Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira