Anníe Mist með heimsmet í þriðja hluta CrossFit Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2019 10:30 Anníe Mist Þórisdóttir. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir gefur ekkert eftir þrátt fyrir að þrítugsafmælið sé að baki og hún sýndi styrk sinn og súperform í nýjustu æfingunni í CrossFit Open. Anníe Mist Þórisdóttir reyndi tvisvar við þriðja hluta CrossFit Open og tókst að bæta sig í annarri tilrauninni með glæsilegri framgöngu. Anníe setti báðar æfingar inn á Youtube-síðu sína og í þeirri seinni slær hún því upp á Youtube að hún hafi sett heimsmet með því að klára þriðju æfingaröðina á 5 mínútum og 21 sekúndu sem er mögnuð frammistaða.Love me some DL 20.3 full video and tips! Good luck everyone https://t.co/AXSDkLM9kQ@CrossFitGamespic.twitter.com/Uv97LFCj6Q — Annie Thorisdottir (@IcelandAnnie) October 25, 2019 Í báðum tilfellum gerði Anníe Mist æfingarnar með löndu sinni Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur. Áhorfendur á Youtube-síðu Anníe Mist fengu því að fylgjast með tveimur af bestu CrossFit konum heimsins reyna sig við æfinguna hlið við hlið. Anníe Mist mátti vera ánægð með frammistöðu sína en hún bauð líka upp á skemmtilega viðbót í seinni æfingu sinni. Anníe talar þá yfir æfinguna og gefur áhorfendum enn meiri innsýn í það sem var í gangi hjá henni á meðan hún „rústaði“ þessari æfingu. „Ástæðan fyrir því að ég vildi gera þessa æfingu aftur er sú að ég vildi sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti náð sama tíma og ég náði fyrir tveimur árum. Eða betri tíma því ég hef bætt mig í réttstöðulyftunni á þessum tíma,“ sagði Anníe í upphafi myndbandsins. „Ég endaði með að fá refsingu fyrir tveimur árum en nú passaði ég mig á því að klára æfinguna fullkomlega því ég vissi að ég gæti klárað þessa æfingu fljótt og vel,“ sagði Anníe en kærasti hennar Frederik Aegidius var með henni í myndbandinu og spurði hana nokkra spurninga. „Ég hefði verið rosaleg ánægð ef ég hefði náð að bæta tímann minn. Ég var því mjög ánægð með að hafa klárað á þessum tíma,“ sagði Anníe Mist. Það er ekki búið að staðfesta úrslitin í þriðja hlutanum en samkvæmt stöðunni núna er Anníe Mist í efsta sætinu með hinni bandarísku Brooke Wells. Báðar kláruðu á þessum heimsmetstíma. Það má sjá alla æfingu Anníe Mistar (og Söru í bakgrunni) hér fyrir neðan. CrossFit Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Sjá meira
Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir gefur ekkert eftir þrátt fyrir að þrítugsafmælið sé að baki og hún sýndi styrk sinn og súperform í nýjustu æfingunni í CrossFit Open. Anníe Mist Þórisdóttir reyndi tvisvar við þriðja hluta CrossFit Open og tókst að bæta sig í annarri tilrauninni með glæsilegri framgöngu. Anníe setti báðar æfingar inn á Youtube-síðu sína og í þeirri seinni slær hún því upp á Youtube að hún hafi sett heimsmet með því að klára þriðju æfingaröðina á 5 mínútum og 21 sekúndu sem er mögnuð frammistaða.Love me some DL 20.3 full video and tips! Good luck everyone https://t.co/AXSDkLM9kQ@CrossFitGamespic.twitter.com/Uv97LFCj6Q — Annie Thorisdottir (@IcelandAnnie) October 25, 2019 Í báðum tilfellum gerði Anníe Mist æfingarnar með löndu sinni Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur. Áhorfendur á Youtube-síðu Anníe Mist fengu því að fylgjast með tveimur af bestu CrossFit konum heimsins reyna sig við æfinguna hlið við hlið. Anníe Mist mátti vera ánægð með frammistöðu sína en hún bauð líka upp á skemmtilega viðbót í seinni æfingu sinni. Anníe talar þá yfir æfinguna og gefur áhorfendum enn meiri innsýn í það sem var í gangi hjá henni á meðan hún „rústaði“ þessari æfingu. „Ástæðan fyrir því að ég vildi gera þessa æfingu aftur er sú að ég vildi sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti náð sama tíma og ég náði fyrir tveimur árum. Eða betri tíma því ég hef bætt mig í réttstöðulyftunni á þessum tíma,“ sagði Anníe í upphafi myndbandsins. „Ég endaði með að fá refsingu fyrir tveimur árum en nú passaði ég mig á því að klára æfinguna fullkomlega því ég vissi að ég gæti klárað þessa æfingu fljótt og vel,“ sagði Anníe en kærasti hennar Frederik Aegidius var með henni í myndbandinu og spurði hana nokkra spurninga. „Ég hefði verið rosaleg ánægð ef ég hefði náð að bæta tímann minn. Ég var því mjög ánægð með að hafa klárað á þessum tíma,“ sagði Anníe Mist. Það er ekki búið að staðfesta úrslitin í þriðja hlutanum en samkvæmt stöðunni núna er Anníe Mist í efsta sætinu með hinni bandarísku Brooke Wells. Báðar kláruðu á þessum heimsmetstíma. Það má sjá alla æfingu Anníe Mistar (og Söru í bakgrunni) hér fyrir neðan.
CrossFit Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Sjá meira