Anníe Mist með heimsmet í þriðja hluta CrossFit Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2019 10:30 Anníe Mist Þórisdóttir. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir gefur ekkert eftir þrátt fyrir að þrítugsafmælið sé að baki og hún sýndi styrk sinn og súperform í nýjustu æfingunni í CrossFit Open. Anníe Mist Þórisdóttir reyndi tvisvar við þriðja hluta CrossFit Open og tókst að bæta sig í annarri tilrauninni með glæsilegri framgöngu. Anníe setti báðar æfingar inn á Youtube-síðu sína og í þeirri seinni slær hún því upp á Youtube að hún hafi sett heimsmet með því að klára þriðju æfingaröðina á 5 mínútum og 21 sekúndu sem er mögnuð frammistaða.Love me some DL 20.3 full video and tips! Good luck everyone https://t.co/AXSDkLM9kQ@CrossFitGamespic.twitter.com/Uv97LFCj6Q — Annie Thorisdottir (@IcelandAnnie) October 25, 2019 Í báðum tilfellum gerði Anníe Mist æfingarnar með löndu sinni Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur. Áhorfendur á Youtube-síðu Anníe Mist fengu því að fylgjast með tveimur af bestu CrossFit konum heimsins reyna sig við æfinguna hlið við hlið. Anníe Mist mátti vera ánægð með frammistöðu sína en hún bauð líka upp á skemmtilega viðbót í seinni æfingu sinni. Anníe talar þá yfir æfinguna og gefur áhorfendum enn meiri innsýn í það sem var í gangi hjá henni á meðan hún „rústaði“ þessari æfingu. „Ástæðan fyrir því að ég vildi gera þessa æfingu aftur er sú að ég vildi sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti náð sama tíma og ég náði fyrir tveimur árum. Eða betri tíma því ég hef bætt mig í réttstöðulyftunni á þessum tíma,“ sagði Anníe í upphafi myndbandsins. „Ég endaði með að fá refsingu fyrir tveimur árum en nú passaði ég mig á því að klára æfinguna fullkomlega því ég vissi að ég gæti klárað þessa æfingu fljótt og vel,“ sagði Anníe en kærasti hennar Frederik Aegidius var með henni í myndbandinu og spurði hana nokkra spurninga. „Ég hefði verið rosaleg ánægð ef ég hefði náð að bæta tímann minn. Ég var því mjög ánægð með að hafa klárað á þessum tíma,“ sagði Anníe Mist. Það er ekki búið að staðfesta úrslitin í þriðja hlutanum en samkvæmt stöðunni núna er Anníe Mist í efsta sætinu með hinni bandarísku Brooke Wells. Báðar kláruðu á þessum heimsmetstíma. Það má sjá alla æfingu Anníe Mistar (og Söru í bakgrunni) hér fyrir neðan. CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Sjá meira
Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir gefur ekkert eftir þrátt fyrir að þrítugsafmælið sé að baki og hún sýndi styrk sinn og súperform í nýjustu æfingunni í CrossFit Open. Anníe Mist Þórisdóttir reyndi tvisvar við þriðja hluta CrossFit Open og tókst að bæta sig í annarri tilrauninni með glæsilegri framgöngu. Anníe setti báðar æfingar inn á Youtube-síðu sína og í þeirri seinni slær hún því upp á Youtube að hún hafi sett heimsmet með því að klára þriðju æfingaröðina á 5 mínútum og 21 sekúndu sem er mögnuð frammistaða.Love me some DL 20.3 full video and tips! Good luck everyone https://t.co/AXSDkLM9kQ@CrossFitGamespic.twitter.com/Uv97LFCj6Q — Annie Thorisdottir (@IcelandAnnie) October 25, 2019 Í báðum tilfellum gerði Anníe Mist æfingarnar með löndu sinni Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur. Áhorfendur á Youtube-síðu Anníe Mist fengu því að fylgjast með tveimur af bestu CrossFit konum heimsins reyna sig við æfinguna hlið við hlið. Anníe Mist mátti vera ánægð með frammistöðu sína en hún bauð líka upp á skemmtilega viðbót í seinni æfingu sinni. Anníe talar þá yfir æfinguna og gefur áhorfendum enn meiri innsýn í það sem var í gangi hjá henni á meðan hún „rústaði“ þessari æfingu. „Ástæðan fyrir því að ég vildi gera þessa æfingu aftur er sú að ég vildi sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti náð sama tíma og ég náði fyrir tveimur árum. Eða betri tíma því ég hef bætt mig í réttstöðulyftunni á þessum tíma,“ sagði Anníe í upphafi myndbandsins. „Ég endaði með að fá refsingu fyrir tveimur árum en nú passaði ég mig á því að klára æfinguna fullkomlega því ég vissi að ég gæti klárað þessa æfingu fljótt og vel,“ sagði Anníe en kærasti hennar Frederik Aegidius var með henni í myndbandinu og spurði hana nokkra spurninga. „Ég hefði verið rosaleg ánægð ef ég hefði náð að bæta tímann minn. Ég var því mjög ánægð með að hafa klárað á þessum tíma,“ sagði Anníe Mist. Það er ekki búið að staðfesta úrslitin í þriðja hlutanum en samkvæmt stöðunni núna er Anníe Mist í efsta sætinu með hinni bandarísku Brooke Wells. Báðar kláruðu á þessum heimsmetstíma. Það má sjá alla æfingu Anníe Mistar (og Söru í bakgrunni) hér fyrir neðan.
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Sjá meira