Slysið varð í Punjab-héraði og svo virðist sem eldurinn hafi kviknað þegar prímus sem verið var að nota í matarvagni lestarinnar sprakk.
Svo virðist sem lestin hafi orðið alelda á skömmum tíma en hún stöðvaðist ekki strax heldur hélt áfram á fullri ferð.
Að sögn dóu margir við þá örvæntingafullu tilraun að kasta sér af lestinni til að forðast eldhafið. Um þrjátíu er sagðir slasaðir og óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka.
Slysið varð nærri bænum Rahim Yar Khan, á leið frá Karachi til Rawalpindi. Lestarleiðin er ein sú vinsælasta í landinu og tekur rúma 25 tíma.