Myndbönd af árásinni gegn Baghdadi: Varar við því að ISIS muni ná sér á strik aftur Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2019 09:02 Loftmynd af húsinu sem Baghdadi hélt til í og svo mynd af svæðinu eftir að húsið hafði verið jafnað við jörðu. Vísir/Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna Hershöfðinginn Kenneth McKenzie Jr. segir að líklega muni það taka forsvarsmenn Íslamska ríkisins einhvern tíma að ná sér á strik á nýjan leik, eftir að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi samtakanna, dó um síðustu helgi. Það muni þó gerast því hugmyndafræði ISIS sé enn til staðar. Þá segir hann líklegt að ISIS-liðar muni reyna hefndarárásir gegn Bandaríkjunum. Þetta kom fram í máli hershöfðingjans sem stýrði aðgerðinni gegn Baghdadi í Sýrlandi. Hann ræddi við blaðamenn í gærkvöldi og sýndi hann sömuleiðis myndefni frá árásinni sjálfri. Undirbúningur fyrir aðgerðina hafði staðið yfir lengi og var markmiðið að handsama eða fella Baghdadi. Þegar hermenn höfðu króað Baghdadi af í göngum undir girta húsið sem hann bjó í, sprengdi hann sig og tvö börn sín í loft upp. Áður höfðu fregnir borist af því að börnin hefðu verið þrjú. McKenzie sagði að talið væri að Baghdadi hefði haldið til í Idlib, nokkra kílómetra frá landamærum Tyrklands, vegna þess mikla þrýstings sem hafi verið beitt gegn ISIS-liðum annars staðar í Sýrlandi. Eins og áður hefur komið fram voru hermennirnir fluttir á vettvang með þyrlum og varðir af árásarþyrlum, dróna og orrustuþotum.Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“Þegar þyrlunum var flogið yfir svæðið var skotið á þær. Hópur manna, sem McKenzie sagði að hefðu líklega ekki verið ISIS-liðar, skaut á þyrlurnar og voru þeir felldir úr lofti. Bæði með loftárás og skotum úr árásarþyrlunum.Hermenn úr sérsveitum sem kallast „Delta Force“ tóku þátt í aðgerðinni. Hér má sjá hóp þeirra nálgast húsið. McKenzie segir að búið hafa verið að gera ráð fyrir því að börn yrðu í húsinu. Svo var raunin. Ellefu börn voru í húsinu auk annarra óvopnaðra aðila. Hershöfðinginn segir vel hafi verið komið fram við börnin og óvopnað fólk. Hins vegar hafi fimm aðilar ógnað hermönnunum og ekki hlýtt skipunum um að gefast upp. Þau voru felld en þar var um að ræða fjórar konur og einn mann.Eftir að búið var að bera kennsl á Baghdadi segir McKenzi að útför hans hafi farið fram á sjó. Það sé í samræmi við alþjóðalög varðandi hernað. Þegar aðgerðum á vettvangi var lokið var sprengjum varpað á húsið. McKenzie segir það hafa verið gert til að tryggja að húsið yrði ekki notað í áróðursskyni og það myndi ekki verða að einhvers konar tákni fyrir ISIS-liða. Bandaríkin Sýrland Tengdar fréttir Rændu brókum Baghdadi Sýrlenskir Kúrdar segjast hafa komið njósnara fyrir í innsta hring Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem hafi stolið nærbrókum hans. Þeir segja njósnarann hafa sömuleiðis leitt bandaríska hermenn að samastað Baghdadi. 29. október 2019 11:15 Tveir í haldi Bandaríkjanna eftir aðgerðina gegn al-Baghdadi Tveir voru handsamaðir í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands sem varð til þess að leiðtogi ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. 28. október 2019 20:26 Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Hópur hermanna sem tilheyra sérsveit sem ber nafnið "Delta Force“ var fluttur með átta herþyrlum að húsi Baghdadi í Idlib, þar sem vígamenn hliðhollir al-Qaeda ráða ríkjum. Þar fundu þeir Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins. 28. október 2019 12:00 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Hershöfðinginn Kenneth McKenzie Jr. segir að líklega muni það taka forsvarsmenn Íslamska ríkisins einhvern tíma að ná sér á strik á nýjan leik, eftir að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi samtakanna, dó um síðustu helgi. Það muni þó gerast því hugmyndafræði ISIS sé enn til staðar. Þá segir hann líklegt að ISIS-liðar muni reyna hefndarárásir gegn Bandaríkjunum. Þetta kom fram í máli hershöfðingjans sem stýrði aðgerðinni gegn Baghdadi í Sýrlandi. Hann ræddi við blaðamenn í gærkvöldi og sýndi hann sömuleiðis myndefni frá árásinni sjálfri. Undirbúningur fyrir aðgerðina hafði staðið yfir lengi og var markmiðið að handsama eða fella Baghdadi. Þegar hermenn höfðu króað Baghdadi af í göngum undir girta húsið sem hann bjó í, sprengdi hann sig og tvö börn sín í loft upp. Áður höfðu fregnir borist af því að börnin hefðu verið þrjú. McKenzie sagði að talið væri að Baghdadi hefði haldið til í Idlib, nokkra kílómetra frá landamærum Tyrklands, vegna þess mikla þrýstings sem hafi verið beitt gegn ISIS-liðum annars staðar í Sýrlandi. Eins og áður hefur komið fram voru hermennirnir fluttir á vettvang með þyrlum og varðir af árásarþyrlum, dróna og orrustuþotum.Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“Þegar þyrlunum var flogið yfir svæðið var skotið á þær. Hópur manna, sem McKenzie sagði að hefðu líklega ekki verið ISIS-liðar, skaut á þyrlurnar og voru þeir felldir úr lofti. Bæði með loftárás og skotum úr árásarþyrlunum.Hermenn úr sérsveitum sem kallast „Delta Force“ tóku þátt í aðgerðinni. Hér má sjá hóp þeirra nálgast húsið. McKenzie segir að búið hafa verið að gera ráð fyrir því að börn yrðu í húsinu. Svo var raunin. Ellefu börn voru í húsinu auk annarra óvopnaðra aðila. Hershöfðinginn segir vel hafi verið komið fram við börnin og óvopnað fólk. Hins vegar hafi fimm aðilar ógnað hermönnunum og ekki hlýtt skipunum um að gefast upp. Þau voru felld en þar var um að ræða fjórar konur og einn mann.Eftir að búið var að bera kennsl á Baghdadi segir McKenzi að útför hans hafi farið fram á sjó. Það sé í samræmi við alþjóðalög varðandi hernað. Þegar aðgerðum á vettvangi var lokið var sprengjum varpað á húsið. McKenzie segir það hafa verið gert til að tryggja að húsið yrði ekki notað í áróðursskyni og það myndi ekki verða að einhvers konar tákni fyrir ISIS-liða.
Bandaríkin Sýrland Tengdar fréttir Rændu brókum Baghdadi Sýrlenskir Kúrdar segjast hafa komið njósnara fyrir í innsta hring Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem hafi stolið nærbrókum hans. Þeir segja njósnarann hafa sömuleiðis leitt bandaríska hermenn að samastað Baghdadi. 29. október 2019 11:15 Tveir í haldi Bandaríkjanna eftir aðgerðina gegn al-Baghdadi Tveir voru handsamaðir í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands sem varð til þess að leiðtogi ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. 28. október 2019 20:26 Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Hópur hermanna sem tilheyra sérsveit sem ber nafnið "Delta Force“ var fluttur með átta herþyrlum að húsi Baghdadi í Idlib, þar sem vígamenn hliðhollir al-Qaeda ráða ríkjum. Þar fundu þeir Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins. 28. október 2019 12:00 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Rændu brókum Baghdadi Sýrlenskir Kúrdar segjast hafa komið njósnara fyrir í innsta hring Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem hafi stolið nærbrókum hans. Þeir segja njósnarann hafa sömuleiðis leitt bandaríska hermenn að samastað Baghdadi. 29. október 2019 11:15
Tveir í haldi Bandaríkjanna eftir aðgerðina gegn al-Baghdadi Tveir voru handsamaðir í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands sem varð til þess að leiðtogi ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. 28. október 2019 20:26
Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Hópur hermanna sem tilheyra sérsveit sem ber nafnið "Delta Force“ var fluttur með átta herþyrlum að húsi Baghdadi í Idlib, þar sem vígamenn hliðhollir al-Qaeda ráða ríkjum. Þar fundu þeir Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins. 28. október 2019 12:00