Níu læknar hafa sagt upp á Reykjalundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. október 2019 13:10 Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Reykjalundar. Vísir/Sigurjón Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. Þrír læknar hafa ekki sagt upp störfum. Þetta staðfestir Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri Reykjalundar í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá. Mikil ólga hefur verið á Reykjalundi síðan stjórn SÍBS kynnti nýtt skipurit í sumar og sagði í kjölfarið fyrrverandi forstjóra upp störfum. Læknar stofnunarinnar hafa síðustu vikur skilað inn uppsagnarbréfum, síðast í gær þegar sá níundi sagði upp. Af læknunum níu eru fimm yfirlæknar en hinir fjórir eru sérfræðilæknar. Þeir hyggjast vinna uppsagnarfrest sinn. Þannig eru þrír læknar, auk framkvæmdastjóra lækninga sem tók við eftir að forvera hans var sagt upp nú í október, eftir á stofnuninni. Þá var einn læknir rekinn. RÚV greinir jafnframt frá því að einn læknir til viðbótar vinni í dag sinn síðasta vinnudag á Reykjalundi í dag en um hafi verið að ræða tímabundna ráðningu og starfslok því alltaf legið fyrir. Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri Reykjalundar segist ekki geta tjáð sig um stöðuna, utan þess að stjórnendur séu „í stöðugri vinnu“ við að reyna að leysa vandann sem nú sé kominn upp. Níu sálfræðingar starfa á Reykjalundi en þeir greindu frá því í tilkynningu í vikunni að þeir íhuguðu allir uppsögn í ljósi stöðunnar. Guðbjörg segir að uppsagnirnar nú séu aðeins í hópi lækna, enginn starfsmaður á öðru sviði hafi sagt upp. Ekki hefur náðst í Herdísi Gunnarsdóttur forstjóra Reykjalundar vegna málsins í dag. Hún sagði í samtali við Vísi fyrr í vikunni, innt eftir viðbrögðum við uppsögnum tveggja yfirlækna, að staðan væri áhyggjuefni en þjónustan væri þó óskert. Stjórn SÍBS samþykkti á fundi sínum í gær að skipuð verði þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Staðan vissulega áhyggjuefni eftir að tveir yfirlæknar skiluðu inn uppsagnarbréfi Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. 28. október 2019 14:54 Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04 Allir sálfræðingar Reykjalundar íhuga uppsögn Þá er það einróma mat sálfræðinganna að framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi stofnunarinnar. 29. október 2019 13:55 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. Þrír læknar hafa ekki sagt upp störfum. Þetta staðfestir Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri Reykjalundar í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá. Mikil ólga hefur verið á Reykjalundi síðan stjórn SÍBS kynnti nýtt skipurit í sumar og sagði í kjölfarið fyrrverandi forstjóra upp störfum. Læknar stofnunarinnar hafa síðustu vikur skilað inn uppsagnarbréfum, síðast í gær þegar sá níundi sagði upp. Af læknunum níu eru fimm yfirlæknar en hinir fjórir eru sérfræðilæknar. Þeir hyggjast vinna uppsagnarfrest sinn. Þannig eru þrír læknar, auk framkvæmdastjóra lækninga sem tók við eftir að forvera hans var sagt upp nú í október, eftir á stofnuninni. Þá var einn læknir rekinn. RÚV greinir jafnframt frá því að einn læknir til viðbótar vinni í dag sinn síðasta vinnudag á Reykjalundi í dag en um hafi verið að ræða tímabundna ráðningu og starfslok því alltaf legið fyrir. Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri Reykjalundar segist ekki geta tjáð sig um stöðuna, utan þess að stjórnendur séu „í stöðugri vinnu“ við að reyna að leysa vandann sem nú sé kominn upp. Níu sálfræðingar starfa á Reykjalundi en þeir greindu frá því í tilkynningu í vikunni að þeir íhuguðu allir uppsögn í ljósi stöðunnar. Guðbjörg segir að uppsagnirnar nú séu aðeins í hópi lækna, enginn starfsmaður á öðru sviði hafi sagt upp. Ekki hefur náðst í Herdísi Gunnarsdóttur forstjóra Reykjalundar vegna málsins í dag. Hún sagði í samtali við Vísi fyrr í vikunni, innt eftir viðbrögðum við uppsögnum tveggja yfirlækna, að staðan væri áhyggjuefni en þjónustan væri þó óskert. Stjórn SÍBS samþykkti á fundi sínum í gær að skipuð verði þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Staðan vissulega áhyggjuefni eftir að tveir yfirlæknar skiluðu inn uppsagnarbréfi Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. 28. október 2019 14:54 Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04 Allir sálfræðingar Reykjalundar íhuga uppsögn Þá er það einróma mat sálfræðinganna að framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi stofnunarinnar. 29. október 2019 13:55 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Staðan vissulega áhyggjuefni eftir að tveir yfirlæknar skiluðu inn uppsagnarbréfi Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. 28. október 2019 14:54
Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04
Allir sálfræðingar Reykjalundar íhuga uppsögn Þá er það einróma mat sálfræðinganna að framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi stofnunarinnar. 29. október 2019 13:55