Landsbyggðarfólk hrekst á brott vegna slúðurs Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. október 2019 13:22 Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Grétu Bergrúnar Jóhannesdóttur nema við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. Vísir/getty Íbúar á landsbyggðinni sem telja mikið slúðrað um sig eru marktækt líklegri til að flytja í burtu en slúðrið er áhrifaþáttur á búsetuánægju fólks. Þetta er niðurstaða rannsóknar um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Grétu Bergrúnar Jóhannesdóttur nema við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. „Rannsóknin mín er partur af verkefni sem Byggðastofnun er með um búferlaflutninga innan landsbyggðar. Ég er að vinna doktorsverkefni um búsetu ungra kvenna á landsbyggðinni og þar er einn af þeim áhrifaþáttum sem ég er að skoða er slúður,“ Gréta Bergrún segir að miðað við niðurstöður rannsóknarinnar sé furðulegt hversu lítið slúður hafi verið rannsakað hingað til. „Þetta er í fyrsta skiptið sem verið er að skoða þetta. Við finnum þarna marktæk tengsl við það að þeim sem finnst mikið slúðrað um sig eru marktækt líklegri til að flytja í burtu. Við sýnum fram á það núna að þetta er einn þáttur sem skiptir máli og hefur áhrif á búsetuánægju fólks.“ Í rannsókninni er sjónum sérstaklega beint að konum. „Það sem ég er að skoða gagnvart konum er hvort þetta beinist harðar gegn þeim og hafi öðruvísi áhrif á konur heldur en karla. Ég er til dæmis að skoða drusluskömmun og fleira.“Hefur eitthvað slíkt komið í ljós?„Í þeim viðtölum sem ég hef verið að taka þá er það bara þannig að konur verða frekar fyrir drusluskömmun frekar en karlar. Þetta er náttúrulega gömul saga og ný – við vitum það - og ekkert séríslenskt fyrirbrigði en það kannski hefur þau áhrif að þú ert þá frekar að fara úr þorpinu eða þá þeir sem fara með eitthvað orðspor á bakinu að þeir snúa síður til baka,“ segir Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, doktorsnemi við Háskólann á Akureyri en hún flytur fyrirlestur um rannsóknina á Þjóðarspeglinum sem hefst á morgun. Hér er hægt að skoða veglega dagskrá Þjóðarspegilsins í ár. Byggðamál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Íbúar á landsbyggðinni sem telja mikið slúðrað um sig eru marktækt líklegri til að flytja í burtu en slúðrið er áhrifaþáttur á búsetuánægju fólks. Þetta er niðurstaða rannsóknar um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Grétu Bergrúnar Jóhannesdóttur nema við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. „Rannsóknin mín er partur af verkefni sem Byggðastofnun er með um búferlaflutninga innan landsbyggðar. Ég er að vinna doktorsverkefni um búsetu ungra kvenna á landsbyggðinni og þar er einn af þeim áhrifaþáttum sem ég er að skoða er slúður,“ Gréta Bergrún segir að miðað við niðurstöður rannsóknarinnar sé furðulegt hversu lítið slúður hafi verið rannsakað hingað til. „Þetta er í fyrsta skiptið sem verið er að skoða þetta. Við finnum þarna marktæk tengsl við það að þeim sem finnst mikið slúðrað um sig eru marktækt líklegri til að flytja í burtu. Við sýnum fram á það núna að þetta er einn þáttur sem skiptir máli og hefur áhrif á búsetuánægju fólks.“ Í rannsókninni er sjónum sérstaklega beint að konum. „Það sem ég er að skoða gagnvart konum er hvort þetta beinist harðar gegn þeim og hafi öðruvísi áhrif á konur heldur en karla. Ég er til dæmis að skoða drusluskömmun og fleira.“Hefur eitthvað slíkt komið í ljós?„Í þeim viðtölum sem ég hef verið að taka þá er það bara þannig að konur verða frekar fyrir drusluskömmun frekar en karlar. Þetta er náttúrulega gömul saga og ný – við vitum það - og ekkert séríslenskt fyrirbrigði en það kannski hefur þau áhrif að þú ert þá frekar að fara úr þorpinu eða þá þeir sem fara með eitthvað orðspor á bakinu að þeir snúa síður til baka,“ segir Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, doktorsnemi við Háskólann á Akureyri en hún flytur fyrirlestur um rannsóknina á Þjóðarspeglinum sem hefst á morgun. Hér er hægt að skoða veglega dagskrá Þjóðarspegilsins í ár.
Byggðamál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira