Landspítalinn þarf um milljarð í launabætur frá ríkinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. október 2019 20:00 Launabætur ríkisins til Landspítalans eru vanáætlaðar um allt að milljarð á ári að sögn forstjórans. Hann segir að aðhaldsaðgerðir spítalans eigi að skila um tveimur og hálfum milljarði í sparnað á næsta ári. Þá verður fólki fækkað í einhverjum tilvikum í gegnum starfsmannaveltu. Halli á rekstri Landspítalans á síðasta ári var um einn komma fjórir milljarða króna. Þá er ríflega sjötíu prósent af kostnaði spítalans til kominn vegna launakostnaðar. Páll Matthíasson forstjóri spítalans segir að það skorti umtalsvert fjármagn í launabætur frá ríkinu. „Við sjáum það þegar ýmsir kjarasamningar eru teknir saman að það fjármagn sem uppá vantar til að standa straum að launakostnaði er nálægt milljarði á ári,“ segir Páll. Páll segir að kjarasamningurinn sem gerður var við lækna árið 2015 vegi þarna þyngst. Hann á von á því að það komi fljótlega í ljós hvort spítalinn fái þetta fjármagn. „Það kemur í ljós í síðasta lagi þegar fjárlög verða samþykkt,“ segir Páll. Hann kynnti viðamiklar aðhaldsaðgerðir á spítalanum fyrir helgi og segir að meðal þess sem verði skorið niður verði svokallað Hekluverkefni sem ráðist var í til að halda í fólk í vaktavinnu. Kostnaðurinn nemi hundruðum milljóna á ári. Það þurfi hins vegar að finna nýja lausn. „Þetta þarf að fjármagna og við teljum brýnt að skoða hvernig það er hægt,“ segir Páll. Þá verður launakostnaður lækkaður á spítalanum. „Þegar að yfir sjötíu prósent af kostnaði spítalans er launakostnaður þá verðum við líka að skoða vaktafyrirkomulag, hvernig vinnan er skipulögð og nota starfsmannaveltu í einhverjum tilfellum til að fækka fólki,“ segir hann. Páll segir að þrátt fyrir þennan vanda sé spítalinn vel rekinn. Í skýrslu sem gerð var fyrir stjórnvöld árið 2016 kom fram að spítalinn er mun betur rekinn en sambærilegir spítalar í Svíþjóð, þar munar allt að helming,“ segir Páll. Landspítalinn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Sjá meira
Launabætur ríkisins til Landspítalans eru vanáætlaðar um allt að milljarð á ári að sögn forstjórans. Hann segir að aðhaldsaðgerðir spítalans eigi að skila um tveimur og hálfum milljarði í sparnað á næsta ári. Þá verður fólki fækkað í einhverjum tilvikum í gegnum starfsmannaveltu. Halli á rekstri Landspítalans á síðasta ári var um einn komma fjórir milljarða króna. Þá er ríflega sjötíu prósent af kostnaði spítalans til kominn vegna launakostnaðar. Páll Matthíasson forstjóri spítalans segir að það skorti umtalsvert fjármagn í launabætur frá ríkinu. „Við sjáum það þegar ýmsir kjarasamningar eru teknir saman að það fjármagn sem uppá vantar til að standa straum að launakostnaði er nálægt milljarði á ári,“ segir Páll. Páll segir að kjarasamningurinn sem gerður var við lækna árið 2015 vegi þarna þyngst. Hann á von á því að það komi fljótlega í ljós hvort spítalinn fái þetta fjármagn. „Það kemur í ljós í síðasta lagi þegar fjárlög verða samþykkt,“ segir Páll. Hann kynnti viðamiklar aðhaldsaðgerðir á spítalanum fyrir helgi og segir að meðal þess sem verði skorið niður verði svokallað Hekluverkefni sem ráðist var í til að halda í fólk í vaktavinnu. Kostnaðurinn nemi hundruðum milljóna á ári. Það þurfi hins vegar að finna nýja lausn. „Þetta þarf að fjármagna og við teljum brýnt að skoða hvernig það er hægt,“ segir Páll. Þá verður launakostnaður lækkaður á spítalanum. „Þegar að yfir sjötíu prósent af kostnaði spítalans er launakostnaður þá verðum við líka að skoða vaktafyrirkomulag, hvernig vinnan er skipulögð og nota starfsmannaveltu í einhverjum tilfellum til að fækka fólki,“ segir hann. Páll segir að þrátt fyrir þennan vanda sé spítalinn vel rekinn. Í skýrslu sem gerð var fyrir stjórnvöld árið 2016 kom fram að spítalinn er mun betur rekinn en sambærilegir spítalar í Svíþjóð, þar munar allt að helming,“ segir Páll.
Landspítalinn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Sjá meira