Landspítalinn þarf um milljarð í launabætur frá ríkinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. október 2019 20:00 Launabætur ríkisins til Landspítalans eru vanáætlaðar um allt að milljarð á ári að sögn forstjórans. Hann segir að aðhaldsaðgerðir spítalans eigi að skila um tveimur og hálfum milljarði í sparnað á næsta ári. Þá verður fólki fækkað í einhverjum tilvikum í gegnum starfsmannaveltu. Halli á rekstri Landspítalans á síðasta ári var um einn komma fjórir milljarða króna. Þá er ríflega sjötíu prósent af kostnaði spítalans til kominn vegna launakostnaðar. Páll Matthíasson forstjóri spítalans segir að það skorti umtalsvert fjármagn í launabætur frá ríkinu. „Við sjáum það þegar ýmsir kjarasamningar eru teknir saman að það fjármagn sem uppá vantar til að standa straum að launakostnaði er nálægt milljarði á ári,“ segir Páll. Páll segir að kjarasamningurinn sem gerður var við lækna árið 2015 vegi þarna þyngst. Hann á von á því að það komi fljótlega í ljós hvort spítalinn fái þetta fjármagn. „Það kemur í ljós í síðasta lagi þegar fjárlög verða samþykkt,“ segir Páll. Hann kynnti viðamiklar aðhaldsaðgerðir á spítalanum fyrir helgi og segir að meðal þess sem verði skorið niður verði svokallað Hekluverkefni sem ráðist var í til að halda í fólk í vaktavinnu. Kostnaðurinn nemi hundruðum milljóna á ári. Það þurfi hins vegar að finna nýja lausn. „Þetta þarf að fjármagna og við teljum brýnt að skoða hvernig það er hægt,“ segir Páll. Þá verður launakostnaður lækkaður á spítalanum. „Þegar að yfir sjötíu prósent af kostnaði spítalans er launakostnaður þá verðum við líka að skoða vaktafyrirkomulag, hvernig vinnan er skipulögð og nota starfsmannaveltu í einhverjum tilfellum til að fækka fólki,“ segir hann. Páll segir að þrátt fyrir þennan vanda sé spítalinn vel rekinn. Í skýrslu sem gerð var fyrir stjórnvöld árið 2016 kom fram að spítalinn er mun betur rekinn en sambærilegir spítalar í Svíþjóð, þar munar allt að helming,“ segir Páll. Landspítalinn Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Sjá meira
Launabætur ríkisins til Landspítalans eru vanáætlaðar um allt að milljarð á ári að sögn forstjórans. Hann segir að aðhaldsaðgerðir spítalans eigi að skila um tveimur og hálfum milljarði í sparnað á næsta ári. Þá verður fólki fækkað í einhverjum tilvikum í gegnum starfsmannaveltu. Halli á rekstri Landspítalans á síðasta ári var um einn komma fjórir milljarða króna. Þá er ríflega sjötíu prósent af kostnaði spítalans til kominn vegna launakostnaðar. Páll Matthíasson forstjóri spítalans segir að það skorti umtalsvert fjármagn í launabætur frá ríkinu. „Við sjáum það þegar ýmsir kjarasamningar eru teknir saman að það fjármagn sem uppá vantar til að standa straum að launakostnaði er nálægt milljarði á ári,“ segir Páll. Páll segir að kjarasamningurinn sem gerður var við lækna árið 2015 vegi þarna þyngst. Hann á von á því að það komi fljótlega í ljós hvort spítalinn fái þetta fjármagn. „Það kemur í ljós í síðasta lagi þegar fjárlög verða samþykkt,“ segir Páll. Hann kynnti viðamiklar aðhaldsaðgerðir á spítalanum fyrir helgi og segir að meðal þess sem verði skorið niður verði svokallað Hekluverkefni sem ráðist var í til að halda í fólk í vaktavinnu. Kostnaðurinn nemi hundruðum milljóna á ári. Það þurfi hins vegar að finna nýja lausn. „Þetta þarf að fjármagna og við teljum brýnt að skoða hvernig það er hægt,“ segir Páll. Þá verður launakostnaður lækkaður á spítalanum. „Þegar að yfir sjötíu prósent af kostnaði spítalans er launakostnaður þá verðum við líka að skoða vaktafyrirkomulag, hvernig vinnan er skipulögð og nota starfsmannaveltu í einhverjum tilfellum til að fækka fólki,“ segir hann. Páll segir að þrátt fyrir þennan vanda sé spítalinn vel rekinn. Í skýrslu sem gerð var fyrir stjórnvöld árið 2016 kom fram að spítalinn er mun betur rekinn en sambærilegir spítalar í Svíþjóð, þar munar allt að helming,“ segir Páll.
Landspítalinn Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Sjá meira