Loks fékk Sverrir Ingi tækifæri | Samúel Kári á skotskónum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. október 2019 18:00 Loks fékk Sverrir Ingi tækifæri í byrjunarliðinu. Vísir/Vilhelm Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason var loks í byrjunarliði gríska liðsins PAOK er liðið vann Lamia 3-0 á heimavelli í dag. Sverrir Ingi hafði aðeins leikið einn leik með PAOK á leiktíðinni fyrir daginn í dag, þá kom hann inn sem varamaður. Í dag var hann í hjarta varnarinnar og stóð sig með prýði. PAOK vann leikinn örugglega 3-0 en öll mörk dagsins komu á fyrstu 11 mínútum leiksins. PAOK, sem er ríkjandi Grikklandsmeistari, er sem stendur með 17 stig í 2. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Olympiacos þegar sjö umferðum er lokið. Hjörtur Hermannsson, annar miðvörður þó hann spili bakvörð með íslenska landsliðinu, var á sínum stað í fimm manna varnarlínu Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Líkt og Sverrir var Hjörtur í sigurliði og líkt og hjá Sverri fór leikurinn 3-0. Bröndby pakkaði Lyngby BK saman á útivelli. Bröndby fer með sigrinum upp í 3. sæti deildarinnar með 22 stig eftir 13 umferðir. Eggert Gunnþór Jónsson kom af varamannabekknum hjá SönderjyskE er liðið tapaði 4-1 fyrir Nordsjælland á heimavelli. Eggert Gunnþór og félagar eru í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn er IFK Norrköping vann Kalmar FF 1-0 í sænsku úrvalsdeildinni. Norrköping er í 5. sæti deildarinnar með 53 stig þegar 28 umferðum er lokið. Í Noregi voru þó nokkrir Íslendingar að leik. Samúel Kári Friðjónsson kom inn af varamannabekknum eftir aðeins tíu mínútur þegar Viking lagði Tromsö 2-1 í norsku úrvalsdeildinni. Samúel Kári gerði sér lítið fyrir og kom Viking yfir á 26. mínútu og nældi sér svo í gult spjald þremur mínútum síðar. Í norsku B-deildinni spiluðu þeir Daníel Leó Grétarsson og Aron Elís Þrándarson allan leikinn í 1-0 sigri Álasunds FK gegn Tromsdalen. Sigurinn þýðir að liðið er komið upp í efstu deild þó enn séu þrjár umferðir eftir af deildinni. Þá lék Viðar Ari Jónsson einnig allan leikinn í 3-0 sigri Sandefjörd á Notodden FK. Sömu sögu má segja um Aron Sigurðarson er IK Start gerði 0-0 jafntefli við KFUM Oslo. Jóhannes Þór Harðarson er þjálfari IK Start. Íslendingaliðin þrjú eru á toppi deildarinnar, Álasund efstir með 70 stig. Þar á eftir koma Sandefjord með 59 stig og Start í 3. sæti með 56 stig. Danski boltinn Norski boltinn Sænski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn lagði upp í stórsigri Kolbeinn Sigþórsson lagði upp eitt marka AIK í stórsigri á Falkenbergs í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 20. október 2019 15:05 Glódís Perla sænskur meistari Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Rosengård tryggðu sér í dag sænska meistaratitilinn í fótbolta. 20. október 2019 15:16 Hörður og Arnór spiluðu í jafntefli CSKA Moskva gerði jafntefli við Ufa í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 20. október 2019 12:55 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira
Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason var loks í byrjunarliði gríska liðsins PAOK er liðið vann Lamia 3-0 á heimavelli í dag. Sverrir Ingi hafði aðeins leikið einn leik með PAOK á leiktíðinni fyrir daginn í dag, þá kom hann inn sem varamaður. Í dag var hann í hjarta varnarinnar og stóð sig með prýði. PAOK vann leikinn örugglega 3-0 en öll mörk dagsins komu á fyrstu 11 mínútum leiksins. PAOK, sem er ríkjandi Grikklandsmeistari, er sem stendur með 17 stig í 2. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Olympiacos þegar sjö umferðum er lokið. Hjörtur Hermannsson, annar miðvörður þó hann spili bakvörð með íslenska landsliðinu, var á sínum stað í fimm manna varnarlínu Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Líkt og Sverrir var Hjörtur í sigurliði og líkt og hjá Sverri fór leikurinn 3-0. Bröndby pakkaði Lyngby BK saman á útivelli. Bröndby fer með sigrinum upp í 3. sæti deildarinnar með 22 stig eftir 13 umferðir. Eggert Gunnþór Jónsson kom af varamannabekknum hjá SönderjyskE er liðið tapaði 4-1 fyrir Nordsjælland á heimavelli. Eggert Gunnþór og félagar eru í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn er IFK Norrköping vann Kalmar FF 1-0 í sænsku úrvalsdeildinni. Norrköping er í 5. sæti deildarinnar með 53 stig þegar 28 umferðum er lokið. Í Noregi voru þó nokkrir Íslendingar að leik. Samúel Kári Friðjónsson kom inn af varamannabekknum eftir aðeins tíu mínútur þegar Viking lagði Tromsö 2-1 í norsku úrvalsdeildinni. Samúel Kári gerði sér lítið fyrir og kom Viking yfir á 26. mínútu og nældi sér svo í gult spjald þremur mínútum síðar. Í norsku B-deildinni spiluðu þeir Daníel Leó Grétarsson og Aron Elís Þrándarson allan leikinn í 1-0 sigri Álasunds FK gegn Tromsdalen. Sigurinn þýðir að liðið er komið upp í efstu deild þó enn séu þrjár umferðir eftir af deildinni. Þá lék Viðar Ari Jónsson einnig allan leikinn í 3-0 sigri Sandefjörd á Notodden FK. Sömu sögu má segja um Aron Sigurðarson er IK Start gerði 0-0 jafntefli við KFUM Oslo. Jóhannes Þór Harðarson er þjálfari IK Start. Íslendingaliðin þrjú eru á toppi deildarinnar, Álasund efstir með 70 stig. Þar á eftir koma Sandefjord með 59 stig og Start í 3. sæti með 56 stig.
Danski boltinn Norski boltinn Sænski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn lagði upp í stórsigri Kolbeinn Sigþórsson lagði upp eitt marka AIK í stórsigri á Falkenbergs í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 20. október 2019 15:05 Glódís Perla sænskur meistari Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Rosengård tryggðu sér í dag sænska meistaratitilinn í fótbolta. 20. október 2019 15:16 Hörður og Arnór spiluðu í jafntefli CSKA Moskva gerði jafntefli við Ufa í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 20. október 2019 12:55 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira
Kolbeinn lagði upp í stórsigri Kolbeinn Sigþórsson lagði upp eitt marka AIK í stórsigri á Falkenbergs í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 20. október 2019 15:05
Glódís Perla sænskur meistari Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Rosengård tryggðu sér í dag sænska meistaratitilinn í fótbolta. 20. október 2019 15:16
Hörður og Arnór spiluðu í jafntefli CSKA Moskva gerði jafntefli við Ufa í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 20. október 2019 12:55