Maður finnur að fólk er virkilega óttaslegið Björn Þorfinnsson skrifar 21. október 2019 06:00 Loft er lævi blandið í Santiago, höfuðborg Chile. Nordic Photos/Getty Fordæmalausar óeirðir hafa staðið yfir í Santiago, höfuðborg Chile. Harpa Elín Haraldsdóttir hefur verið búsett í borginni í rúman áratug og segist upplifa þá einkennilegu tilfinningu að borgin hennar hafi breyst á einni nóttu. Um áratugaskeið hefur Chile verið stöðugasta ríki Suður-Ameríku. Á yfirborðinu hefur hagsældin verið mikil en undir niðri kraumar óánægja hins þögla meirihluta vegna spillingar og misskiptingar. Kveikjan að mótmælunum í Santiago var hækkun stjórnvalda á miðum í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar. Miðinn hækkaði aðeins um 5 krónur á hverja ferð en það var þó nóg til þess að allt varð vitlaust í höfuðborginni. „Það er mikil stéttaskipting í Santiago. Það er ákveðinn hluti borgarbúa mjög efnaður og síðan er stór hluti borgarbúa sem nær varla endum saman. Þetta fólk býr oft á ódýrari svæðum lengra frá miðborginni og sækir vinnu eða skóla inn í borgina. Það treystir því mjög neðanjarðarlestakerfið. Þessi hækkun fór því mjög illa í fólk og varð til þess að mótmælin sprungu út. Fljótlega brutust út skelfilegar óeirðir,“ segir Harpa Elín.Harpa Elín HaraldsdóttirAð hennar sögn er farmiðahækkunin þó bara toppurinn á ísjakanum. „Maður upplifir gjá milli stjórnmálamanna og almennings. Undanfarið hafa einnig komið upp nokkur svæsin spillingamál meðal grunnstofnana ríkisins, til dæmis innan lögreglunnar og hersins, sem hefur reitt fólk til reiði. Eitt málið var leyst þannig að hinir seku voru látnir sitja siðfræðitíma sem fór ekki vel í fólk. Þessi mótmæli eiga sér því mjög langan aðdraganda,“ segir Harpa Elín. Að hennar sögn hafi stúdentar hafið mótmælin með því neita að borga hið hækkaða miðaverð og stökkva yfir gjaldahlið neðanjarðarstöðvanna. Síðan hafi þau breiðst hratt út og orðið að stjórnlausum óeirðum í borginni. Tugir neðanjarðarlestarstöðva hafa verið brenndar og um sextíu útibú verslunarkeðjunnar Lider, sem er í eigu Walmart, hafa orðið eldi að bráð. Forseti landsins, Sebastián Piñera, lýsti yfir neyðarástandi og dró síðan fargjaldahækkunina til baka. Þegar það dugði ekki til var tilkynnt um algjört útgöngubann í höfuðborginni. „Það bann var virt að vettugi af stórum hluta borgarbúa. Í hverfinu sem ég bý í safnaðist fólk út á svalir og út á götur til að berja í potta og pönnur. Þetta var friðsamlegt en mjög áhrifaríkt.“ Harpa Elín segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig ástandið muni þróast. „Neðanjarðarlestakerfið er lamað og þar með samgöngur í borginni allri. Skólar hafa verið felldir niður á morgun og í fréttum heyrir maður að mótmælin séu að breiðast út til annarra borga í landinu. Þetta er mjög einkennilegt ástand því þrátt fyrir friðsæld í mínu nærumhverfi þá finnur maður að fólk er virkilega óttaslegið,“ segir Harpa Elín. Birtist í Fréttablaðinu Chile Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Fordæmalausar óeirðir hafa staðið yfir í Santiago, höfuðborg Chile. Harpa Elín Haraldsdóttir hefur verið búsett í borginni í rúman áratug og segist upplifa þá einkennilegu tilfinningu að borgin hennar hafi breyst á einni nóttu. Um áratugaskeið hefur Chile verið stöðugasta ríki Suður-Ameríku. Á yfirborðinu hefur hagsældin verið mikil en undir niðri kraumar óánægja hins þögla meirihluta vegna spillingar og misskiptingar. Kveikjan að mótmælunum í Santiago var hækkun stjórnvalda á miðum í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar. Miðinn hækkaði aðeins um 5 krónur á hverja ferð en það var þó nóg til þess að allt varð vitlaust í höfuðborginni. „Það er mikil stéttaskipting í Santiago. Það er ákveðinn hluti borgarbúa mjög efnaður og síðan er stór hluti borgarbúa sem nær varla endum saman. Þetta fólk býr oft á ódýrari svæðum lengra frá miðborginni og sækir vinnu eða skóla inn í borgina. Það treystir því mjög neðanjarðarlestakerfið. Þessi hækkun fór því mjög illa í fólk og varð til þess að mótmælin sprungu út. Fljótlega brutust út skelfilegar óeirðir,“ segir Harpa Elín.Harpa Elín HaraldsdóttirAð hennar sögn er farmiðahækkunin þó bara toppurinn á ísjakanum. „Maður upplifir gjá milli stjórnmálamanna og almennings. Undanfarið hafa einnig komið upp nokkur svæsin spillingamál meðal grunnstofnana ríkisins, til dæmis innan lögreglunnar og hersins, sem hefur reitt fólk til reiði. Eitt málið var leyst þannig að hinir seku voru látnir sitja siðfræðitíma sem fór ekki vel í fólk. Þessi mótmæli eiga sér því mjög langan aðdraganda,“ segir Harpa Elín. Að hennar sögn hafi stúdentar hafið mótmælin með því neita að borga hið hækkaða miðaverð og stökkva yfir gjaldahlið neðanjarðarstöðvanna. Síðan hafi þau breiðst hratt út og orðið að stjórnlausum óeirðum í borginni. Tugir neðanjarðarlestarstöðva hafa verið brenndar og um sextíu útibú verslunarkeðjunnar Lider, sem er í eigu Walmart, hafa orðið eldi að bráð. Forseti landsins, Sebastián Piñera, lýsti yfir neyðarástandi og dró síðan fargjaldahækkunina til baka. Þegar það dugði ekki til var tilkynnt um algjört útgöngubann í höfuðborginni. „Það bann var virt að vettugi af stórum hluta borgarbúa. Í hverfinu sem ég bý í safnaðist fólk út á svalir og út á götur til að berja í potta og pönnur. Þetta var friðsamlegt en mjög áhrifaríkt.“ Harpa Elín segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig ástandið muni þróast. „Neðanjarðarlestakerfið er lamað og þar með samgöngur í borginni allri. Skólar hafa verið felldir niður á morgun og í fréttum heyrir maður að mótmælin séu að breiðast út til annarra borga í landinu. Þetta er mjög einkennilegt ástand því þrátt fyrir friðsæld í mínu nærumhverfi þá finnur maður að fólk er virkilega óttaslegið,“ segir Harpa Elín.
Birtist í Fréttablaðinu Chile Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira