Handbolti

Þrumufleygur Arons og snúningur Sigvalda meðal flottustu marka umferðarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron skoraði stórglæsilegt mark gegn Paris Saint-Germain á laugardaginn.
Aron skoraði stórglæsilegt mark gegn Paris Saint-Germain á laugardaginn. vísir/getty
Íslendingar skoruðu tvö af fimm flottustu mörkum 5. umferðar Meistaradeildar Evrópu í handbolta.

Mark Arons Pálmarssonar í sigri Barcelona á Paris Saint-Germain, 36-32, á laugardaginn þótti það næstflottasta í 5. umferðinni.

Aron þrumaði þá boltanum upp í samskeytin framhjá varnarlausum Vincent Gérard í marki PSG. Þetta var eitt fjögurra marka Arons í leiknum. Börsungar eru á toppi A-riðils með átta stig.

Sigvaldi Guðjónsson skoraði fjórða flottasta mark 5. umferðarinnar fyrir Noregsmeistara Elverum í tapi fyrir Celje, 32-25, í gær.

Sigvaldi fór þá inn úr hægra horninu og sneri boltann skemmtilega framhjá markverði Celje.

Sigvaldi átti stórleik fyrir Elverum og skoraði tíu mörk úr jafnmörgum skotum. Elverum er án stiga í 7. sæti A-riðils Meistaradeildarinnar.

Mörk Arons og Sigvalda má sjá hér fyrir neðan. Þeir eru báðir í íslenska landsliðinu sem mætir því sænska í vináttulandsleikjum á föstudaginn og sunnudaginn.


Tengdar fréttir

Tíu mörk Sigvalda dugðu ekki til

Frábær leikur Sigvalda Guðjónssonar gat ekki komið í veg fyrir tap Elverum fyrir Celje Pivovarna Lasko í Meistaradeild Evrópu í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×