Misstu einn besta leikstjórnanda sögunnar en hafa ekki tapað síðan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2019 22:45 Teddy Bridgewater stýrir sínum mönnum í New Orleans Saints. Getty/Nuccio DiNuzzo Sigurganga Dýrlinganna frá New Orleans hefur vakið mikla athygli í NFL-deildinni enda ekki mörg lið sem ráða við að missa hershöfðingja sinn. New Orleans Saints liðið varð fyrir miklu áfalli í byrjun NFL-tímabilsins þegar stjörnuleikstjórnandi liðsins, Drew Brees, meiddist illa á kasthendinni sinni. Drew Brees er einn besti leikstjórnandi sögunnar og á fjöldamörg met í NFL-deildinni. Hann hefur nánast sloppið við meiðsli undanfarin áratug en Brees meiddist snemma í öðrum leik tímabilsins á móti Los Angeles Rams. Seinna kom í ljós að hann yrði frá í sex til átta vikur.Teddy Bridgewater looking to go 5-0 as the #Saints starter.pic.twitter.com/dI3QfQSEBQ — Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) October 20, 2019 Saints liðið bjó svo vel að vera með Teddy Bridgewater á bekknum. Bridgewater var vonarstjarna hjá Minnesota Vikings áður en hann rústaði hnénu sínu skömmu fyrir tímabilið 2016. Bridgewater var frá í tvö ár og fékk ekki nýjan samning hjá Vikings. Hann fór í eitt ár til New York Jets en samdi svo við New Orleans Saints í fyrra. Fyrir þetta tímabil gerði Saints hann svo að launahæsta varaleikstjórnanda deildarinnar. Teddy Bridgewater var öruggur með að fá 7,25 milljónir dollara, 908 milljónir íslenskra króna, fyrir tímabilið þrátt fyrir að vera varamaður Drew Brees. Saints menn sjá ekki eftir þeim peningum því hann hefur leitt liðið til sigurs í öllum fimm leikjunum sem hann hefur verið í byrjunarliðinu.Teddy Bridgewater since taking over for an injured Drew Brees: 5-0 W-L 9-2 TD/Int ratio 1,205 pass yds pic.twitter.com/ocMSzNoK7B — ESPN (@espn) October 20, 2019 New Orleans Saints vann 36-25 sigur á Chicago Bears í gær en hafði áður unnið Seattle Seahawks, Dallas Cowboys, Tampa Bay Buccaneers og Jacksonville Jaguars. Eina tapið á tímabili er leikurinn afdrifaríki á móti Los Angeles Rams þar sem Drew Brees meiddist. Teddy Bridgewater hefur skilað flottum tölum og er með níu snertimarkssendingar á móti aðeins tveimur töpuðum boltum.Saints stomp Bears, move to 5-0 with Bridgewater https://t.co/EzTr2HsdAi — ProFootballTalk (@ProFootballTalk) October 20, 2019 Sean Payton, þjálfari New Orleans Saints, hefur enn á ný sannað sig sem einn af allra bestu þjálfurum deildarinnar í fjarveru Brees og með frammistöðu sinni hefur Teddy Bridgewater stimplað sig aftur inn í hóp þeirra leikstjórnanda sem eiga skilið byjunarliðssæti í NFL-deildinni. Drew Brees er allur að ná sér og byrjar að æfa í vikunni. Hann er örugglega orðinn óþolinmóður að komast aftur inn á völlinn og kannski smá hræddur við að Bridgewater haldi honum út úr liðinu. Það er þó 99 prósent líkur á því að Drew Brees komi aftur inn þegar hann er klár. NFL Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira
Sigurganga Dýrlinganna frá New Orleans hefur vakið mikla athygli í NFL-deildinni enda ekki mörg lið sem ráða við að missa hershöfðingja sinn. New Orleans Saints liðið varð fyrir miklu áfalli í byrjun NFL-tímabilsins þegar stjörnuleikstjórnandi liðsins, Drew Brees, meiddist illa á kasthendinni sinni. Drew Brees er einn besti leikstjórnandi sögunnar og á fjöldamörg met í NFL-deildinni. Hann hefur nánast sloppið við meiðsli undanfarin áratug en Brees meiddist snemma í öðrum leik tímabilsins á móti Los Angeles Rams. Seinna kom í ljós að hann yrði frá í sex til átta vikur.Teddy Bridgewater looking to go 5-0 as the #Saints starter.pic.twitter.com/dI3QfQSEBQ — Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) October 20, 2019 Saints liðið bjó svo vel að vera með Teddy Bridgewater á bekknum. Bridgewater var vonarstjarna hjá Minnesota Vikings áður en hann rústaði hnénu sínu skömmu fyrir tímabilið 2016. Bridgewater var frá í tvö ár og fékk ekki nýjan samning hjá Vikings. Hann fór í eitt ár til New York Jets en samdi svo við New Orleans Saints í fyrra. Fyrir þetta tímabil gerði Saints hann svo að launahæsta varaleikstjórnanda deildarinnar. Teddy Bridgewater var öruggur með að fá 7,25 milljónir dollara, 908 milljónir íslenskra króna, fyrir tímabilið þrátt fyrir að vera varamaður Drew Brees. Saints menn sjá ekki eftir þeim peningum því hann hefur leitt liðið til sigurs í öllum fimm leikjunum sem hann hefur verið í byrjunarliðinu.Teddy Bridgewater since taking over for an injured Drew Brees: 5-0 W-L 9-2 TD/Int ratio 1,205 pass yds pic.twitter.com/ocMSzNoK7B — ESPN (@espn) October 20, 2019 New Orleans Saints vann 36-25 sigur á Chicago Bears í gær en hafði áður unnið Seattle Seahawks, Dallas Cowboys, Tampa Bay Buccaneers og Jacksonville Jaguars. Eina tapið á tímabili er leikurinn afdrifaríki á móti Los Angeles Rams þar sem Drew Brees meiddist. Teddy Bridgewater hefur skilað flottum tölum og er með níu snertimarkssendingar á móti aðeins tveimur töpuðum boltum.Saints stomp Bears, move to 5-0 with Bridgewater https://t.co/EzTr2HsdAi — ProFootballTalk (@ProFootballTalk) October 20, 2019 Sean Payton, þjálfari New Orleans Saints, hefur enn á ný sannað sig sem einn af allra bestu þjálfurum deildarinnar í fjarveru Brees og með frammistöðu sinni hefur Teddy Bridgewater stimplað sig aftur inn í hóp þeirra leikstjórnanda sem eiga skilið byjunarliðssæti í NFL-deildinni. Drew Brees er allur að ná sér og byrjar að æfa í vikunni. Hann er örugglega orðinn óþolinmóður að komast aftur inn á völlinn og kannski smá hræddur við að Bridgewater haldi honum út úr liðinu. Það er þó 99 prósent líkur á því að Drew Brees komi aftur inn þegar hann er klár.
NFL Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira