Norður-Írar búa sig undir miklar frjálsræðisbreytingar Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2019 14:28 Stuðningsfólk réttsins til þungunarrofs stafar orðið afglæpavætt fyrir framan Stormont-þinghúsið við Belfast. AP/Niall Carson Allt útlit er fyrir að banni við hjónaböndum samkynhneigðra og þungunarrofi verði aflétt á Norður-Írlandi á miðnætti. Þá rennur út frestur sem breska þingið gaf Norður-Írum til að mynda heimastjórn sem þeir hafa verið án í að verða þrjú ár. Norður-Írland er eini hluti Bretlands þar sem hjónabönd samkynhneigðra eru ekki leyfð. Lög þar banna einnig þungunarrof nema þegar líf konu er í hættu. Íhaldsmenn í röðum bæði mótmælenda og kaþólikka hafa verið andvígir þungunarrofi og jafnrétti til hjónabands. Breska þingið samþykkti í júlí að breyta lögunum á Norður-Írlandi í frjálsræðisátt nema ný heimastjórn yrði mynduð fyrir 21. júlí. Heimastjórnin sprakk árið 2016 og hvorki hefur gengið né rekið að mynda nýja síðan vegna ágreinings flokka sambandssinna annars vegar og þjóðernissinna hins vegar. Lögum samkvæmt verða flokkar andstæðra fylkinga að mynda saman heimastjórn. Nær útilokað er talið að ný heimastjórn verði mynduð fyrir miðnætti. Baráttuhópar fyrir réttindum kvenna og samkynhneigðra hafa því nú þegar boðað til viðburða í dag til að fagna lagabreytingunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við ætlum ekki að halda okkur við sakbitni og skömm lengur. Á morgun breyttast lögin á þsesum stað og í fyrsta skipti á Norður-Írlandi verða konur frjálsar,“ sagði Dawn Puris, baráttukona fyrir rétti kvenna til þungunarrofs á viðburði í Belfast í dag. Þrátt fyrir að banninu við hjónaböndum samkynhneigðra verði aflétt á miðnætti er búist við að það taki breska þingið fram í miðjan janúar að samþykkja ný lög fyrir Norður-Írland. Þannig er gætu samkynhneigð pör gift sig í fyrsta skipti á valentínusardag, 14. febrúar. Hvað þungunarrof varðar verðu það ekki lengur saknæmt að gera eða gangast undir slíka meðferð eftir miðnætti. Þá tekur við umsagnarferli um hvernig lögum um það verður háttað í framtíðinni. Undirréttur á Norður-Írlandi komst að þeirri niðurstöðu að bannið stríddi gegn mannréttindaskuldbindingum Bretlands fyrr í þessum mánuði. Réttaráhrifum þess úrskurðar var frestað á meðan beðið var hvort bannið yrði fellt úr gildi eftir daginn í dag. Hinsegin Norður-Írland Þungunarrof Tengdar fréttir Þungunarrofsbann á Norður-Írlandi talið brjóta gegn mannréttindum Lögin verða þó ekki felld úr gildi þar sem skammt gæti verið þar til þungunarrof og samkynjahjónabönd verða lögleidd náist ekki að mynda heimastjórn á Norður-Írlandi. 3. október 2019 18:44 Samþykktu lögleiðingu samkynja hjónabanda á Norður-Írlandi Breska þingið gæti tekið fram fyrir hendurnar á Norður-Írum ef þeir klambra ekki saman heimastjórn fyrir lok október. Engin heimastjórn hefur verið þar frá því árið 2017. 9. júlí 2019 19:17 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
Allt útlit er fyrir að banni við hjónaböndum samkynhneigðra og þungunarrofi verði aflétt á Norður-Írlandi á miðnætti. Þá rennur út frestur sem breska þingið gaf Norður-Írum til að mynda heimastjórn sem þeir hafa verið án í að verða þrjú ár. Norður-Írland er eini hluti Bretlands þar sem hjónabönd samkynhneigðra eru ekki leyfð. Lög þar banna einnig þungunarrof nema þegar líf konu er í hættu. Íhaldsmenn í röðum bæði mótmælenda og kaþólikka hafa verið andvígir þungunarrofi og jafnrétti til hjónabands. Breska þingið samþykkti í júlí að breyta lögunum á Norður-Írlandi í frjálsræðisátt nema ný heimastjórn yrði mynduð fyrir 21. júlí. Heimastjórnin sprakk árið 2016 og hvorki hefur gengið né rekið að mynda nýja síðan vegna ágreinings flokka sambandssinna annars vegar og þjóðernissinna hins vegar. Lögum samkvæmt verða flokkar andstæðra fylkinga að mynda saman heimastjórn. Nær útilokað er talið að ný heimastjórn verði mynduð fyrir miðnætti. Baráttuhópar fyrir réttindum kvenna og samkynhneigðra hafa því nú þegar boðað til viðburða í dag til að fagna lagabreytingunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við ætlum ekki að halda okkur við sakbitni og skömm lengur. Á morgun breyttast lögin á þsesum stað og í fyrsta skipti á Norður-Írlandi verða konur frjálsar,“ sagði Dawn Puris, baráttukona fyrir rétti kvenna til þungunarrofs á viðburði í Belfast í dag. Þrátt fyrir að banninu við hjónaböndum samkynhneigðra verði aflétt á miðnætti er búist við að það taki breska þingið fram í miðjan janúar að samþykkja ný lög fyrir Norður-Írland. Þannig er gætu samkynhneigð pör gift sig í fyrsta skipti á valentínusardag, 14. febrúar. Hvað þungunarrof varðar verðu það ekki lengur saknæmt að gera eða gangast undir slíka meðferð eftir miðnætti. Þá tekur við umsagnarferli um hvernig lögum um það verður háttað í framtíðinni. Undirréttur á Norður-Írlandi komst að þeirri niðurstöðu að bannið stríddi gegn mannréttindaskuldbindingum Bretlands fyrr í þessum mánuði. Réttaráhrifum þess úrskurðar var frestað á meðan beðið var hvort bannið yrði fellt úr gildi eftir daginn í dag.
Hinsegin Norður-Írland Þungunarrof Tengdar fréttir Þungunarrofsbann á Norður-Írlandi talið brjóta gegn mannréttindum Lögin verða þó ekki felld úr gildi þar sem skammt gæti verið þar til þungunarrof og samkynjahjónabönd verða lögleidd náist ekki að mynda heimastjórn á Norður-Írlandi. 3. október 2019 18:44 Samþykktu lögleiðingu samkynja hjónabanda á Norður-Írlandi Breska þingið gæti tekið fram fyrir hendurnar á Norður-Írum ef þeir klambra ekki saman heimastjórn fyrir lok október. Engin heimastjórn hefur verið þar frá því árið 2017. 9. júlí 2019 19:17 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
Þungunarrofsbann á Norður-Írlandi talið brjóta gegn mannréttindum Lögin verða þó ekki felld úr gildi þar sem skammt gæti verið þar til þungunarrof og samkynjahjónabönd verða lögleidd náist ekki að mynda heimastjórn á Norður-Írlandi. 3. október 2019 18:44
Samþykktu lögleiðingu samkynja hjónabanda á Norður-Írlandi Breska þingið gæti tekið fram fyrir hendurnar á Norður-Írum ef þeir klambra ekki saman heimastjórn fyrir lok október. Engin heimastjórn hefur verið þar frá því árið 2017. 9. júlí 2019 19:17