Eru fyrst og fremst að taka til Ari Brynjólfsson skrifar 22. október 2019 06:00 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, með reglugerðirnar 1.090 sem hann felldi úr gildi í gær og grínaðist með að brenna. Um er að ræða úreltar reglugerðir sem hafa litla þýðingu í dag. Fréttablaðið/Anton Brink „Við erum með þyngsta eftirlitskerfi innan OECD, það er ekki vænlegt til árangurs. Það er sameiginlegt verkefni að laga það og þess vegna erum við að keyra þetta verkefni í gang,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Á blaðamannafundi í gær kynnti hún aðgerðir til að einfalda regluverk ásamt Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í síðustu viku var opinberað frumvarp, svokallaður bandormur, þar sem felldir eru á brott heilu lagabálkarnir. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Þórdís Kolbrún einnig lagt fram frumvarp um breytta samkeppnislöggjöf með það að markmiði að einfalda framkvæmd og auka skilvirkni. Það frumvarp er þó óskylt þessum breytingum á regluverkinu, en í stóru myndinni er þetta sama verkefnið. „Ég er mjög meðvituð um að það verða tvö atriði í frumvarpinu sérstaklega gagnrýnd, varðandi markaðsrannsóknir og varðandi áfrýjunarheimild, ef þú tekur þær tvær út fyrir sviga þá eru aðrar tillögur gerðar til að létta á eftirlitinu, stytta málsmeðferðartíma og forgangsraða,“ segir Þórdís Kolbrún. Aðspurð hvort hún búist við tregðu í kerfinu við svo miklar breytingar segist Þórdís Kolbrún ekki hafa fundið fyrir slíku enn. „Við erum að vinna þetta með undirstofnunum og það er alveg skýrt hvert við viljum fara. Ég held að það sé samhljómur um að það sé ekki óþarfa regluverk, svo getur okkur greint á um hvað er óþarfi og hvað ekki.“Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra “Ég held að það sé samhljómur um að það sé ekki óþarfa regluverk, svo getur okkur greint á hvað er óþarfa og hvað ekki.”Reglugerðarbreytingarnar í gær eru fyrsta skrefið í átt að því að einfalda regluverkið. Næsta skref er frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. „Þriðji áfanginn er sá flóknasti, hann snýr að eftirlitsreglunum sem eru nú í gangi í laga- og regluverkinu sem fyrirtæki eiga að starfa eftir. Þar erum við komin á fullt í samráði við bæði stofnanirnar okkar og atvinnulífið,“ segir Kristján Þór. Mun það frumvarp koma fram í lok næsta árs. „Við í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu erum með flókið regluverk, bæði í reglugerðum og lögum, og ekki síður í leyfisveitingum undirstofnana. Við ætlum að taka til í þessum efnum og einfalda sem mest það umhverfi sem atvinnurekstrinum er ætlað að starfa innan, við erum að stíga fyrsta skrefið í þá átt,“ segir Kristján Þór. Ekki er þó um að ræða neinar grundvallarbreytingar. „Við erum fyrst og fremst að taka til, henda út úreltu regluverki sem hefur engan tilgang, hefur bara hangið inni í kerfinu.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins binda ráðherrarnir vonir við að önnur ráðuneyti ráðist í sams konar aðgerðir, þá sérstaklega þau sem stjórnað er af öðrum Sjálfstæðismönnum. Einnig er vonast til að sveitarstjórnarstigið taki þessar aðgerðir til sín og einfaldi eigið regluverk. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Nema á brott 1090 reglugerðir og 16 lagabálka Aðgerðirnar eru liður í stóru verkefni um einföldun regluverksins. 21. október 2019 11:19 Áfrýjunarheimild Samkeppniseftirlitsins afnumin Samkvæmt nýju frumvarpi ráðherra um breytingar á samkeppnislöggjöfinni verður það á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort þau megi eiga í samstarfi. Heimild eftirlitsins um að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar til dómst 21. október 2019 06:00 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Fleiri fréttir Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Sjá meira
„Við erum með þyngsta eftirlitskerfi innan OECD, það er ekki vænlegt til árangurs. Það er sameiginlegt verkefni að laga það og þess vegna erum við að keyra þetta verkefni í gang,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Á blaðamannafundi í gær kynnti hún aðgerðir til að einfalda regluverk ásamt Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í síðustu viku var opinberað frumvarp, svokallaður bandormur, þar sem felldir eru á brott heilu lagabálkarnir. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Þórdís Kolbrún einnig lagt fram frumvarp um breytta samkeppnislöggjöf með það að markmiði að einfalda framkvæmd og auka skilvirkni. Það frumvarp er þó óskylt þessum breytingum á regluverkinu, en í stóru myndinni er þetta sama verkefnið. „Ég er mjög meðvituð um að það verða tvö atriði í frumvarpinu sérstaklega gagnrýnd, varðandi markaðsrannsóknir og varðandi áfrýjunarheimild, ef þú tekur þær tvær út fyrir sviga þá eru aðrar tillögur gerðar til að létta á eftirlitinu, stytta málsmeðferðartíma og forgangsraða,“ segir Þórdís Kolbrún. Aðspurð hvort hún búist við tregðu í kerfinu við svo miklar breytingar segist Þórdís Kolbrún ekki hafa fundið fyrir slíku enn. „Við erum að vinna þetta með undirstofnunum og það er alveg skýrt hvert við viljum fara. Ég held að það sé samhljómur um að það sé ekki óþarfa regluverk, svo getur okkur greint á um hvað er óþarfi og hvað ekki.“Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra “Ég held að það sé samhljómur um að það sé ekki óþarfa regluverk, svo getur okkur greint á hvað er óþarfa og hvað ekki.”Reglugerðarbreytingarnar í gær eru fyrsta skrefið í átt að því að einfalda regluverkið. Næsta skref er frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. „Þriðji áfanginn er sá flóknasti, hann snýr að eftirlitsreglunum sem eru nú í gangi í laga- og regluverkinu sem fyrirtæki eiga að starfa eftir. Þar erum við komin á fullt í samráði við bæði stofnanirnar okkar og atvinnulífið,“ segir Kristján Þór. Mun það frumvarp koma fram í lok næsta árs. „Við í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu erum með flókið regluverk, bæði í reglugerðum og lögum, og ekki síður í leyfisveitingum undirstofnana. Við ætlum að taka til í þessum efnum og einfalda sem mest það umhverfi sem atvinnurekstrinum er ætlað að starfa innan, við erum að stíga fyrsta skrefið í þá átt,“ segir Kristján Þór. Ekki er þó um að ræða neinar grundvallarbreytingar. „Við erum fyrst og fremst að taka til, henda út úreltu regluverki sem hefur engan tilgang, hefur bara hangið inni í kerfinu.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins binda ráðherrarnir vonir við að önnur ráðuneyti ráðist í sams konar aðgerðir, þá sérstaklega þau sem stjórnað er af öðrum Sjálfstæðismönnum. Einnig er vonast til að sveitarstjórnarstigið taki þessar aðgerðir til sín og einfaldi eigið regluverk.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Nema á brott 1090 reglugerðir og 16 lagabálka Aðgerðirnar eru liður í stóru verkefni um einföldun regluverksins. 21. október 2019 11:19 Áfrýjunarheimild Samkeppniseftirlitsins afnumin Samkvæmt nýju frumvarpi ráðherra um breytingar á samkeppnislöggjöfinni verður það á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort þau megi eiga í samstarfi. Heimild eftirlitsins um að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar til dómst 21. október 2019 06:00 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Fleiri fréttir Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Sjá meira
Nema á brott 1090 reglugerðir og 16 lagabálka Aðgerðirnar eru liður í stóru verkefni um einföldun regluverksins. 21. október 2019 11:19
Áfrýjunarheimild Samkeppniseftirlitsins afnumin Samkvæmt nýju frumvarpi ráðherra um breytingar á samkeppnislöggjöfinni verður það á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort þau megi eiga í samstarfi. Heimild eftirlitsins um að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar til dómst 21. október 2019 06:00