Eru fyrst og fremst að taka til Ari Brynjólfsson skrifar 22. október 2019 06:00 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, með reglugerðirnar 1.090 sem hann felldi úr gildi í gær og grínaðist með að brenna. Um er að ræða úreltar reglugerðir sem hafa litla þýðingu í dag. Fréttablaðið/Anton Brink „Við erum með þyngsta eftirlitskerfi innan OECD, það er ekki vænlegt til árangurs. Það er sameiginlegt verkefni að laga það og þess vegna erum við að keyra þetta verkefni í gang,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Á blaðamannafundi í gær kynnti hún aðgerðir til að einfalda regluverk ásamt Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í síðustu viku var opinberað frumvarp, svokallaður bandormur, þar sem felldir eru á brott heilu lagabálkarnir. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Þórdís Kolbrún einnig lagt fram frumvarp um breytta samkeppnislöggjöf með það að markmiði að einfalda framkvæmd og auka skilvirkni. Það frumvarp er þó óskylt þessum breytingum á regluverkinu, en í stóru myndinni er þetta sama verkefnið. „Ég er mjög meðvituð um að það verða tvö atriði í frumvarpinu sérstaklega gagnrýnd, varðandi markaðsrannsóknir og varðandi áfrýjunarheimild, ef þú tekur þær tvær út fyrir sviga þá eru aðrar tillögur gerðar til að létta á eftirlitinu, stytta málsmeðferðartíma og forgangsraða,“ segir Þórdís Kolbrún. Aðspurð hvort hún búist við tregðu í kerfinu við svo miklar breytingar segist Þórdís Kolbrún ekki hafa fundið fyrir slíku enn. „Við erum að vinna þetta með undirstofnunum og það er alveg skýrt hvert við viljum fara. Ég held að það sé samhljómur um að það sé ekki óþarfa regluverk, svo getur okkur greint á um hvað er óþarfi og hvað ekki.“Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra “Ég held að það sé samhljómur um að það sé ekki óþarfa regluverk, svo getur okkur greint á hvað er óþarfa og hvað ekki.”Reglugerðarbreytingarnar í gær eru fyrsta skrefið í átt að því að einfalda regluverkið. Næsta skref er frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. „Þriðji áfanginn er sá flóknasti, hann snýr að eftirlitsreglunum sem eru nú í gangi í laga- og regluverkinu sem fyrirtæki eiga að starfa eftir. Þar erum við komin á fullt í samráði við bæði stofnanirnar okkar og atvinnulífið,“ segir Kristján Þór. Mun það frumvarp koma fram í lok næsta árs. „Við í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu erum með flókið regluverk, bæði í reglugerðum og lögum, og ekki síður í leyfisveitingum undirstofnana. Við ætlum að taka til í þessum efnum og einfalda sem mest það umhverfi sem atvinnurekstrinum er ætlað að starfa innan, við erum að stíga fyrsta skrefið í þá átt,“ segir Kristján Þór. Ekki er þó um að ræða neinar grundvallarbreytingar. „Við erum fyrst og fremst að taka til, henda út úreltu regluverki sem hefur engan tilgang, hefur bara hangið inni í kerfinu.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins binda ráðherrarnir vonir við að önnur ráðuneyti ráðist í sams konar aðgerðir, þá sérstaklega þau sem stjórnað er af öðrum Sjálfstæðismönnum. Einnig er vonast til að sveitarstjórnarstigið taki þessar aðgerðir til sín og einfaldi eigið regluverk. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Nema á brott 1090 reglugerðir og 16 lagabálka Aðgerðirnar eru liður í stóru verkefni um einföldun regluverksins. 21. október 2019 11:19 Áfrýjunarheimild Samkeppniseftirlitsins afnumin Samkvæmt nýju frumvarpi ráðherra um breytingar á samkeppnislöggjöfinni verður það á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort þau megi eiga í samstarfi. Heimild eftirlitsins um að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar til dómst 21. október 2019 06:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
„Við erum með þyngsta eftirlitskerfi innan OECD, það er ekki vænlegt til árangurs. Það er sameiginlegt verkefni að laga það og þess vegna erum við að keyra þetta verkefni í gang,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Á blaðamannafundi í gær kynnti hún aðgerðir til að einfalda regluverk ásamt Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í síðustu viku var opinberað frumvarp, svokallaður bandormur, þar sem felldir eru á brott heilu lagabálkarnir. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Þórdís Kolbrún einnig lagt fram frumvarp um breytta samkeppnislöggjöf með það að markmiði að einfalda framkvæmd og auka skilvirkni. Það frumvarp er þó óskylt þessum breytingum á regluverkinu, en í stóru myndinni er þetta sama verkefnið. „Ég er mjög meðvituð um að það verða tvö atriði í frumvarpinu sérstaklega gagnrýnd, varðandi markaðsrannsóknir og varðandi áfrýjunarheimild, ef þú tekur þær tvær út fyrir sviga þá eru aðrar tillögur gerðar til að létta á eftirlitinu, stytta málsmeðferðartíma og forgangsraða,“ segir Þórdís Kolbrún. Aðspurð hvort hún búist við tregðu í kerfinu við svo miklar breytingar segist Þórdís Kolbrún ekki hafa fundið fyrir slíku enn. „Við erum að vinna þetta með undirstofnunum og það er alveg skýrt hvert við viljum fara. Ég held að það sé samhljómur um að það sé ekki óþarfa regluverk, svo getur okkur greint á um hvað er óþarfi og hvað ekki.“Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra “Ég held að það sé samhljómur um að það sé ekki óþarfa regluverk, svo getur okkur greint á hvað er óþarfa og hvað ekki.”Reglugerðarbreytingarnar í gær eru fyrsta skrefið í átt að því að einfalda regluverkið. Næsta skref er frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. „Þriðji áfanginn er sá flóknasti, hann snýr að eftirlitsreglunum sem eru nú í gangi í laga- og regluverkinu sem fyrirtæki eiga að starfa eftir. Þar erum við komin á fullt í samráði við bæði stofnanirnar okkar og atvinnulífið,“ segir Kristján Þór. Mun það frumvarp koma fram í lok næsta árs. „Við í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu erum með flókið regluverk, bæði í reglugerðum og lögum, og ekki síður í leyfisveitingum undirstofnana. Við ætlum að taka til í þessum efnum og einfalda sem mest það umhverfi sem atvinnurekstrinum er ætlað að starfa innan, við erum að stíga fyrsta skrefið í þá átt,“ segir Kristján Þór. Ekki er þó um að ræða neinar grundvallarbreytingar. „Við erum fyrst og fremst að taka til, henda út úreltu regluverki sem hefur engan tilgang, hefur bara hangið inni í kerfinu.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins binda ráðherrarnir vonir við að önnur ráðuneyti ráðist í sams konar aðgerðir, þá sérstaklega þau sem stjórnað er af öðrum Sjálfstæðismönnum. Einnig er vonast til að sveitarstjórnarstigið taki þessar aðgerðir til sín og einfaldi eigið regluverk.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Nema á brott 1090 reglugerðir og 16 lagabálka Aðgerðirnar eru liður í stóru verkefni um einföldun regluverksins. 21. október 2019 11:19 Áfrýjunarheimild Samkeppniseftirlitsins afnumin Samkvæmt nýju frumvarpi ráðherra um breytingar á samkeppnislöggjöfinni verður það á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort þau megi eiga í samstarfi. Heimild eftirlitsins um að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar til dómst 21. október 2019 06:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Nema á brott 1090 reglugerðir og 16 lagabálka Aðgerðirnar eru liður í stóru verkefni um einföldun regluverksins. 21. október 2019 11:19
Áfrýjunarheimild Samkeppniseftirlitsins afnumin Samkvæmt nýju frumvarpi ráðherra um breytingar á samkeppnislöggjöfinni verður það á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort þau megi eiga í samstarfi. Heimild eftirlitsins um að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar til dómst 21. október 2019 06:00