Smjörbirgðir ekki verið meiri í þrjú ár Sveinn Arnarsson skrifar 22. október 2019 06:00 Smjörið virðist vera að hrannast upp hjá MS. Hins vegar þurfa nú að vera nokkuð miklar birgðir til að anna jólaeftirspurninni þegar húsfeður hefja jólabakstur. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Smjörbirgðir Mjólkursamsölunnar hafa ekki verið meiri í þrjú ár og eru birgðirnar nú um 650 tonn. Flutt hafa verið út á árinu hundrað tonn af smjöri og í bígerð er að flytja út allt að 200 tonn í viðbót til afsetningar. Formaður Landssambands kúabænda segir þetta gefa til kynna að framleiðsla á mjólk sé eilítið of mikil eins og staðan er í dag. Í yfirliti Pálma Vilhjálmssonar, aðstoðarforstjóra MS, um mjólkurbirgðir sem birtist í svokölluðum mjólkurpósti til bænda kemur fram að smjörbirgðirnar núna séu um 150 tonnum meiri í lok ágúst en á sama tíma árið 2018. Birgðir hafa ekki verið svona miklar síðan í ágústmánuði árið 2016. Það sem af er árinu hafa rúmlega hundrað tonn verið flutt út af smjöri og hafa fengist fyrir það um 490 krónur á hvert kíló til útflutnings. Einnig segir Pálmi í yfirliti sínu að í undirbúningi sé útflutningur á allt að tvö hundruð tonnum af smjöri til viðbótar.Arnar Árnason, formaður landssabands kúabænda„Útflutningur á mjólkurvörum frá Íslandi verður seint til þess að borga sig. Markaðir í Evrópu eru fullir og verðlag á Íslandi með þeim hætti að það er tiltölulega dýrt að stunda framleiðslu hér, hvaða nafni sem hún nefnist,“ segir Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda. „Framleiðslan hér innanlands er heldur yfir þörfum sem nauðsynlegt er á hverjum tíma til þess að við getum verið viss um að geta sinnt okkar heimamarkaði. Útflutningur er fyrst og fremst stundaður til að halda jafnvægi.“ Kílóverð á smjöri er um eitt þúsund krónur út úr búð. Verðið sem hefur fengist fyrir útflutning er hins vegar helmingi lægra, eða tæpar 500 krónur á hvert kíló. „Það er ákveðin útflutningsskylda og við erum að takast á við þá skyldu. Við sjáum á þessari stöðu að það var heillavænlegt af bændum að halda í kvótafyrirkomulagið til þess að missa ekki framleiðsluna út í vitleysu. Það hefði ekki verið til hagsbóta fyrir íslenska bændur að missa framleiðslustýringuna,“ bætir Arnar við. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Matur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Smjörbirgðir Mjólkursamsölunnar hafa ekki verið meiri í þrjú ár og eru birgðirnar nú um 650 tonn. Flutt hafa verið út á árinu hundrað tonn af smjöri og í bígerð er að flytja út allt að 200 tonn í viðbót til afsetningar. Formaður Landssambands kúabænda segir þetta gefa til kynna að framleiðsla á mjólk sé eilítið of mikil eins og staðan er í dag. Í yfirliti Pálma Vilhjálmssonar, aðstoðarforstjóra MS, um mjólkurbirgðir sem birtist í svokölluðum mjólkurpósti til bænda kemur fram að smjörbirgðirnar núna séu um 150 tonnum meiri í lok ágúst en á sama tíma árið 2018. Birgðir hafa ekki verið svona miklar síðan í ágústmánuði árið 2016. Það sem af er árinu hafa rúmlega hundrað tonn verið flutt út af smjöri og hafa fengist fyrir það um 490 krónur á hvert kíló til útflutnings. Einnig segir Pálmi í yfirliti sínu að í undirbúningi sé útflutningur á allt að tvö hundruð tonnum af smjöri til viðbótar.Arnar Árnason, formaður landssabands kúabænda„Útflutningur á mjólkurvörum frá Íslandi verður seint til þess að borga sig. Markaðir í Evrópu eru fullir og verðlag á Íslandi með þeim hætti að það er tiltölulega dýrt að stunda framleiðslu hér, hvaða nafni sem hún nefnist,“ segir Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda. „Framleiðslan hér innanlands er heldur yfir þörfum sem nauðsynlegt er á hverjum tíma til þess að við getum verið viss um að geta sinnt okkar heimamarkaði. Útflutningur er fyrst og fremst stundaður til að halda jafnvægi.“ Kílóverð á smjöri er um eitt þúsund krónur út úr búð. Verðið sem hefur fengist fyrir útflutning er hins vegar helmingi lægra, eða tæpar 500 krónur á hvert kíló. „Það er ákveðin útflutningsskylda og við erum að takast á við þá skyldu. Við sjáum á þessari stöðu að það var heillavænlegt af bændum að halda í kvótafyrirkomulagið til þess að missa ekki framleiðsluna út í vitleysu. Það hefði ekki verið til hagsbóta fyrir íslenska bændur að missa framleiðslustýringuna,“ bætir Arnar við.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Matur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira