Mest spennandi nýliði NBA í langan tíma missir af byrjun tímabilsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2019 11:30 Zion Williamson. Getty/Jonathan Bachman Körfuboltaáhugafólk hefur beðið spennt eftir því að sjá nýliðann Zion Williamson spreyta sig meðal þeirra bestu í NBA-deildinni í körfubolta. NBA-deildin hefst í kvöld en þar verður enginn Zion sem byrjar tímabilið á meiðslalistanum. Zion Williamson fór í gær í aðgerð á hné eftir að hann meiddist á liðþófa á undirbúningstímabilinu. Williamson verður frá í sex til átta vikur og gæti misst af allt að 30 fyrstu leikjum New Orleans Pelicans. New Orleans Pelicans valdi hann fyrstan í nýliðavalinu í sumar en það var enginn vafi á því að hann færi fyrstur.The number one draft pick Zion Williamson will miss the start of the NBA season for the New Orleans Pelicans after having knee surgery. More here https://t.co/KeEeC3qCEBpic.twitter.com/WExUdXcDAE — BBC Sport (@BBCSport) October 22, 2019 Zion Williamson er fyrir löngu orðinn einn þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna þrátt fyrir að hafa ekki spilað leik sem atvinnumaður. Hann var aðeins í eitt ár hjá Duke háskólanum en hafði áður orðið stjarna á samfélags- og netmiðlum fyrir stórkostlega tilþrif sín á körfuboltavellinum í menntaskóla. Á eina tímabilinu sínu með Duke þá var Zion Williamson með 22,6 stig að meðaltali í leik. Hann er stór og mikill strákur en með gríðarlegan sprengikraft. Þá er hann mjög góður í körfubolta líka. Zion Williamson stóð sig vel á undirbúningstímabilinu og því var það mjög svekkjandi fyrir marga þegar hann meiddist.Six weeks would sideline Zion for 20 games. Eight weeks would make it closer to 30 — Marc Stein (@TheSteinLine) October 21, 2019Það hafa hins vegar margir af því áhyggjur hvort svona stór og mikill skrokkur geti ráðið við álagið í NBA-deildinni og þessi óheppilega byrjun ýtir vissulega undir þær raddir. Fyrsti leikur New Orleans Pelicans er í kvöld á móti NBA-meisturum Toronto Raptors en þarna átti Zion að taka sín fyrstu skref á móti sjálfum meisturunum. Hinn leikur kvöldsins er á milli Los Angeles liðanna Lakers og Clippers. NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Körfuboltaáhugafólk hefur beðið spennt eftir því að sjá nýliðann Zion Williamson spreyta sig meðal þeirra bestu í NBA-deildinni í körfubolta. NBA-deildin hefst í kvöld en þar verður enginn Zion sem byrjar tímabilið á meiðslalistanum. Zion Williamson fór í gær í aðgerð á hné eftir að hann meiddist á liðþófa á undirbúningstímabilinu. Williamson verður frá í sex til átta vikur og gæti misst af allt að 30 fyrstu leikjum New Orleans Pelicans. New Orleans Pelicans valdi hann fyrstan í nýliðavalinu í sumar en það var enginn vafi á því að hann færi fyrstur.The number one draft pick Zion Williamson will miss the start of the NBA season for the New Orleans Pelicans after having knee surgery. More here https://t.co/KeEeC3qCEBpic.twitter.com/WExUdXcDAE — BBC Sport (@BBCSport) October 22, 2019 Zion Williamson er fyrir löngu orðinn einn þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna þrátt fyrir að hafa ekki spilað leik sem atvinnumaður. Hann var aðeins í eitt ár hjá Duke háskólanum en hafði áður orðið stjarna á samfélags- og netmiðlum fyrir stórkostlega tilþrif sín á körfuboltavellinum í menntaskóla. Á eina tímabilinu sínu með Duke þá var Zion Williamson með 22,6 stig að meðaltali í leik. Hann er stór og mikill strákur en með gríðarlegan sprengikraft. Þá er hann mjög góður í körfubolta líka. Zion Williamson stóð sig vel á undirbúningstímabilinu og því var það mjög svekkjandi fyrir marga þegar hann meiddist.Six weeks would sideline Zion for 20 games. Eight weeks would make it closer to 30 — Marc Stein (@TheSteinLine) October 21, 2019Það hafa hins vegar margir af því áhyggjur hvort svona stór og mikill skrokkur geti ráðið við álagið í NBA-deildinni og þessi óheppilega byrjun ýtir vissulega undir þær raddir. Fyrsti leikur New Orleans Pelicans er í kvöld á móti NBA-meisturum Toronto Raptors en þarna átti Zion að taka sín fyrstu skref á móti sjálfum meisturunum. Hinn leikur kvöldsins er á milli Los Angeles liðanna Lakers og Clippers.
NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira