Stjórn SÍBS tekur vel í hugmyndir Herdísar um aðskilnað frá Reykjalundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2019 22:11 Sveinn Guðmundsson er formaður stjórnar SÍBS. Vísir Stjórn SÍBS segist taka vel í hugmyndir Herdísar Guðmundsdóttur, setts forstjóra Reykjalundar, um sterkari aðskilnað stjórnarinnar frá starfsemi stofnunarinnar. Þá heldur stjórnin því fram að hún hafi ekki haft aðkomu að þeirri stefnumótun á Reykjalundi sem deilur síðustu vikna hafa snúist um.Sjá einnig: Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar SÍBS sem send er í kjölfar tilkynningar Herdísar til starfsmanna Reykjalundar. Mikil ólga hefur verið meðal starfsfólks stofnunarinnar eftir að stjórn SÍBS sagði upp forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga fyrir nokkrum vikum. Herdís sagðist telja nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar til að fyrirbyggja að atburðir síðustu vikna geti endurtekið sig. Þannig eigi félagasamtök ekki að hafa beina aðkomu að daglegri stjórn heilbrigðisstofnana. Hún hafi óskað eftir samtali við stjórn SÍBS um þessi mál en áríðandi sé að tillögur að breytingum verði leiddar til lykta innan sex mánaða. Ekki markmiðið að hlutast til um reksturinn Í yfirlýsingu SÍBS er sem áður segir lýst yfir „jákvæðni“ gagnvart þessum hugmyndum Herdísar. „SÍBS hefur það ekki að markmiði sínu að hlutast til um daglegan rekstur á Reykjalundi og vill það eitt að starfsemin þar fái að blómsta áfram. Stjórn SÍBS treystir því starfsfólki sem er á Reykjalundi og stjórnendum hans til að reka fyrsta flokks endurhæfingarstofnun sem þjónar skjólstæðingum sínum vel.“ Herdís Gunnarsdóttir var forstjóri Heilbrigðisstofununar Suðurlands og svo framkvæmdastjóri endurhæfingarsviðs Reykjalundar áður en hún tók tímabundið við starfi forstjóra. Til marks um þá afstöðu hafi stjórn SÍBS ekki haft aðkomu að stefnumótuninni á Reykjalundi sem deilurnar urðu að endingu um, „ólíkt því sem fram hefur komið“. „Eina hlutverk stjórnarinnar var að staðfesta nýtt skipurit sem staðfest hafði verið af framkvæmdastjórn Reykjalundar en sem í ljós kom að ekki reyndist sátt um á vinnustaðnum. Kom það stjórn SÍBS í opna skjöldu. Framhaldið þekkja allir,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Magðalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, sagði í síðustu viku að upphaf ólgunnar á Reykjalundi hefði mátt rekja til téðra skipuritsbreytinga, sem framkvæmdastjórn Reykjalundar kynnti skömmu fyrir sumarlokun, svo og ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs. Áðurnefnd Herdís, sem nú gegnir tímabundið stöðu forstjóra Reykjalundar, var ráðin í starfið og kynnt til leiks 23. ágúst síðastliðinn. Sjá einnig: Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi Í yfirlýsingu stjórnar SÍBS segir jafnframt að hún vilji gefa nýjum stjórnendum Reykjalundar svigrúm til að takast á við verkefnin sem bíða, skapa starfsfrið á vinnustaðnum og ræða við hið opinbera um þjónustuna sem þar er veitt. „SÍBS lítur svo á að stjórnendur Reykjalundar hafi verið sjálfstæðir í störfum sínum á síðustu árum en vel má vera að ganga þurfi enn lengra til að greina rekstur endurhæfingarstarfseminnar frá annarri starfsemi SÍBS. Stjórn SÍBS mun ganga til þeirra viðræðna með bjartsýni og opnum huga.“Fréttin hefur verið uppfærð. Félagasamtök Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15 Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða og aðstandendur þeirra, sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna uppsagna fyrrverandi framkvæmdarstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, og fyrrverandi yfirmanns lækninga, Magnúsar Ólasonar. 18. október 2019 23:36 Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar telur nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. 22. október 2019 20:52 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Stjórn SÍBS segist taka vel í hugmyndir Herdísar Guðmundsdóttur, setts forstjóra Reykjalundar, um sterkari aðskilnað stjórnarinnar frá starfsemi stofnunarinnar. Þá heldur stjórnin því fram að hún hafi ekki haft aðkomu að þeirri stefnumótun á Reykjalundi sem deilur síðustu vikna hafa snúist um.Sjá einnig: Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar SÍBS sem send er í kjölfar tilkynningar Herdísar til starfsmanna Reykjalundar. Mikil ólga hefur verið meðal starfsfólks stofnunarinnar eftir að stjórn SÍBS sagði upp forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga fyrir nokkrum vikum. Herdís sagðist telja nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar til að fyrirbyggja að atburðir síðustu vikna geti endurtekið sig. Þannig eigi félagasamtök ekki að hafa beina aðkomu að daglegri stjórn heilbrigðisstofnana. Hún hafi óskað eftir samtali við stjórn SÍBS um þessi mál en áríðandi sé að tillögur að breytingum verði leiddar til lykta innan sex mánaða. Ekki markmiðið að hlutast til um reksturinn Í yfirlýsingu SÍBS er sem áður segir lýst yfir „jákvæðni“ gagnvart þessum hugmyndum Herdísar. „SÍBS hefur það ekki að markmiði sínu að hlutast til um daglegan rekstur á Reykjalundi og vill það eitt að starfsemin þar fái að blómsta áfram. Stjórn SÍBS treystir því starfsfólki sem er á Reykjalundi og stjórnendum hans til að reka fyrsta flokks endurhæfingarstofnun sem þjónar skjólstæðingum sínum vel.“ Herdís Gunnarsdóttir var forstjóri Heilbrigðisstofununar Suðurlands og svo framkvæmdastjóri endurhæfingarsviðs Reykjalundar áður en hún tók tímabundið við starfi forstjóra. Til marks um þá afstöðu hafi stjórn SÍBS ekki haft aðkomu að stefnumótuninni á Reykjalundi sem deilurnar urðu að endingu um, „ólíkt því sem fram hefur komið“. „Eina hlutverk stjórnarinnar var að staðfesta nýtt skipurit sem staðfest hafði verið af framkvæmdastjórn Reykjalundar en sem í ljós kom að ekki reyndist sátt um á vinnustaðnum. Kom það stjórn SÍBS í opna skjöldu. Framhaldið þekkja allir,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Magðalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, sagði í síðustu viku að upphaf ólgunnar á Reykjalundi hefði mátt rekja til téðra skipuritsbreytinga, sem framkvæmdastjórn Reykjalundar kynnti skömmu fyrir sumarlokun, svo og ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs. Áðurnefnd Herdís, sem nú gegnir tímabundið stöðu forstjóra Reykjalundar, var ráðin í starfið og kynnt til leiks 23. ágúst síðastliðinn. Sjá einnig: Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi Í yfirlýsingu stjórnar SÍBS segir jafnframt að hún vilji gefa nýjum stjórnendum Reykjalundar svigrúm til að takast á við verkefnin sem bíða, skapa starfsfrið á vinnustaðnum og ræða við hið opinbera um þjónustuna sem þar er veitt. „SÍBS lítur svo á að stjórnendur Reykjalundar hafi verið sjálfstæðir í störfum sínum á síðustu árum en vel má vera að ganga þurfi enn lengra til að greina rekstur endurhæfingarstarfseminnar frá annarri starfsemi SÍBS. Stjórn SÍBS mun ganga til þeirra viðræðna með bjartsýni og opnum huga.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Félagasamtök Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15 Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða og aðstandendur þeirra, sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna uppsagna fyrrverandi framkvæmdarstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, og fyrrverandi yfirmanns lækninga, Magnúsar Ólasonar. 18. október 2019 23:36 Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar telur nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. 22. október 2019 20:52 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15
Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða og aðstandendur þeirra, sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna uppsagna fyrrverandi framkvæmdarstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, og fyrrverandi yfirmanns lækninga, Magnúsar Ólasonar. 18. október 2019 23:36
Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar telur nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. 22. október 2019 20:52