Sakborningar skulu víkja úr sal í amfetamínsmálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2019 09:12 Einn hinna ákærðu mætir hér í dómsal við þingfestingu málsins í september. Þeir þrír sem ákærðir eru fyrir amfetamínframleiðslu í Borgarfirði hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp í júní. vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu saksóknara í umfangsmiklu fíkniefnamáli þess efnis að sakborningar gæfu skýrslu hver fyrir sig við aðalmeðferð málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í morgun. Saksóknari gerði kröfuna til að koma í veg fyrir að ákærðu gætu samræmt frásögn sína. Mennirnir þrír eru ákærðir fyrir framleiðslu á átta og hálfu kílói af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði annars vegar og kannabisræktun í Þykkvabæ hins vegar. Þrír aðrir voru ákærðir fyrir aðild að kannabisræktuninni. Þau hafa játað aðild að málinu og fengu skilorðsbundna dóma á dögunum. Alvar Óskarsson og Einar Jökull Einarsson, sem hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu svokallaða árið 2007 sem varðaði stórfellt fíkniefnasmygl, eru ásamt Margeiri Pétri Jóhannssyni ákærðir fyrir amfetamínframleiðsluna. Rannsókn lögreglu stendur enn yfir á peningaþvættisanga málsins. Grunur leikur á að fé hafi verið þvættað í gegnum atvinnurekstur. Fram kom við fyrirtöku málsins á dögunum að Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, óttaðist að fyrrnefndir þrír gætu samræmt framburð sinn ef þeir heyrðu hvað hinir hefðu að segja í dómssal. RÚV greindi frá því á mánudag að Alvar og Einar Jökull hefðu verið þöglir sem gröfin í skýrslutökum hjá lögreglu og litlu svarað um ásakanir á hendur sér. Hafa verjendur bent á að erfitt sé fyrir þá að svara fyrir ásakanir þegar ákæra í peningaþvættisanga málsins sé ekki komin fram. Svör við spurningum varðandi amfetamínframleiðsluna geti verið notuð gegn þeim í peningaþvættismálinu hvenær svo sem það kemur til kasta dómstóla. Óvænt útspil varð í málinu í síðustu viku þegar greint var frá því að fram hefði stigið karlmaður sem játaði alla sök í málinu. Sá hefur verið yfirheyrður af lögreglu en framburður hans engu breytt hvað saksókn varðar í málinu. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari tjáði Vísi í síðustu viku að ákæra í málinu væri studd gögnum sem bentu til sektar ákærðu. Þó taldi hún líklegt að einstaklingurinn sem steig fram yrði kallaður fyrir sem vitni við aðalmeðferð málsins sem fyrirhuguð er um mánaðamótin. Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu saksóknara í umfangsmiklu fíkniefnamáli þess efnis að sakborningar gæfu skýrslu hver fyrir sig við aðalmeðferð málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í morgun. Saksóknari gerði kröfuna til að koma í veg fyrir að ákærðu gætu samræmt frásögn sína. Mennirnir þrír eru ákærðir fyrir framleiðslu á átta og hálfu kílói af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði annars vegar og kannabisræktun í Þykkvabæ hins vegar. Þrír aðrir voru ákærðir fyrir aðild að kannabisræktuninni. Þau hafa játað aðild að málinu og fengu skilorðsbundna dóma á dögunum. Alvar Óskarsson og Einar Jökull Einarsson, sem hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu svokallaða árið 2007 sem varðaði stórfellt fíkniefnasmygl, eru ásamt Margeiri Pétri Jóhannssyni ákærðir fyrir amfetamínframleiðsluna. Rannsókn lögreglu stendur enn yfir á peningaþvættisanga málsins. Grunur leikur á að fé hafi verið þvættað í gegnum atvinnurekstur. Fram kom við fyrirtöku málsins á dögunum að Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, óttaðist að fyrrnefndir þrír gætu samræmt framburð sinn ef þeir heyrðu hvað hinir hefðu að segja í dómssal. RÚV greindi frá því á mánudag að Alvar og Einar Jökull hefðu verið þöglir sem gröfin í skýrslutökum hjá lögreglu og litlu svarað um ásakanir á hendur sér. Hafa verjendur bent á að erfitt sé fyrir þá að svara fyrir ásakanir þegar ákæra í peningaþvættisanga málsins sé ekki komin fram. Svör við spurningum varðandi amfetamínframleiðsluna geti verið notuð gegn þeim í peningaþvættismálinu hvenær svo sem það kemur til kasta dómstóla. Óvænt útspil varð í málinu í síðustu viku þegar greint var frá því að fram hefði stigið karlmaður sem játaði alla sök í málinu. Sá hefur verið yfirheyrður af lögreglu en framburður hans engu breytt hvað saksókn varðar í málinu. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari tjáði Vísi í síðustu viku að ákæra í málinu væri studd gögnum sem bentu til sektar ákærðu. Þó taldi hún líklegt að einstaklingurinn sem steig fram yrði kallaður fyrir sem vitni við aðalmeðferð málsins sem fyrirhuguð er um mánaðamótin.
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira