Hinn 23 ára gamli Kirill Tereshin er með fáranlega upphandleggsvöðva enda hefur hann dælt í sig stórhættulegu efni, synthol, svo hann geti litið út eins og Stjáni blái.
Hann ákvað að stíga inn í búrið gegn Oleg Mongol sem er bloggari og leikari. Bloggarinn pakkaði Stjána bláa saman og kláraði bardagann á uppgjafartaki í fyrstu lotu.
Þessi bardagi er auðvitað fullkomlega fáranlegur á milli tveggja áhugamanna en það má brosa út í annað yfir þessari vitleysu.