Lakers í mínus í nótt með LeBron James inn á vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2019 15:00 LeBron James. Getty/Harry How Það er langt síðan að LeBron James hefur mætt eins úthvíldur til leiks í NBA-deildinni og í nótt þegar NBA-deildin hófst á nýjan leik. LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers þurftu samt að sætta sig við tíu stiga tap á móti Los Angeles Clippers. Margir bjuggust örugglega við að LeBron James kæmi inn í tímabilið af miklum krafti og þó svo að hann hafi aðeins vantað tvær stoðsendingar (8) og eitt frákast (9) í þrennuna þó voru 18 stig, 37 prósent skotnýting (7 af 19) og tíu stiga tap vonbrigði í augum flestra. Sú tölfræði sem vakti kannski mesta athygli var hversu illa gekk með LeBron James inn á vellinum.LeBron is minus-6, the only Lakers starter with a negative number. But I didn't like the lineup on the court with him early in the 4Q. Vogel needs to find better a rotation. https://t.co/xBrok3Xqvm — J.A. Adande (@jadande) October 23, 2019LeBron James spilaði 36 mínútur í leiknum og Lakers liðið tapaði þeim með átta stigum eins og J.A. Adande benti á í Twitter-færslu. Vanalega hafa lið LeBron James þurft að hafa mestar áhyggjur af þeim mínútum þar sem hann situr á bekknum. Lakers vann sem dæmi þær 37 mínútur sem Anthony Davis spilaði með þremur stigum. Davis var með 25 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum og vann 32 mínútur Danny Green með sjö stigum. Danny Green skoraði 28 stig í leiknum og hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum sínum. LeBron James og Anthony Davis áttu hins vegar erfitt uppdráttar á móti frábæru varnarliði og það og framlag frá bekknum átti mestan þátt í sigri Clippers liðsins. Saman hittu þeir James og Davis aðeins úr 15 af 40 skotum sínum í leiknum. Clippers fékk síðan 60 stig frá bekknum en varamenn Lakers skoruðu aðeins 19 stig."LeBron was careless w/ the ball. If LeBron's not still an All-NBA, Top 8, MVP-candidate guy, the Lakers don't have any path to getting to where they want to get. ... That was a poor showing by the Lakers, most notably, LeBron." — @getnickwrightpic.twitter.com/xJrqOeGfKC — FOX Sports (@FOXSports) October 23, 2019 NBA Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira
Það er langt síðan að LeBron James hefur mætt eins úthvíldur til leiks í NBA-deildinni og í nótt þegar NBA-deildin hófst á nýjan leik. LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers þurftu samt að sætta sig við tíu stiga tap á móti Los Angeles Clippers. Margir bjuggust örugglega við að LeBron James kæmi inn í tímabilið af miklum krafti og þó svo að hann hafi aðeins vantað tvær stoðsendingar (8) og eitt frákast (9) í þrennuna þó voru 18 stig, 37 prósent skotnýting (7 af 19) og tíu stiga tap vonbrigði í augum flestra. Sú tölfræði sem vakti kannski mesta athygli var hversu illa gekk með LeBron James inn á vellinum.LeBron is minus-6, the only Lakers starter with a negative number. But I didn't like the lineup on the court with him early in the 4Q. Vogel needs to find better a rotation. https://t.co/xBrok3Xqvm — J.A. Adande (@jadande) October 23, 2019LeBron James spilaði 36 mínútur í leiknum og Lakers liðið tapaði þeim með átta stigum eins og J.A. Adande benti á í Twitter-færslu. Vanalega hafa lið LeBron James þurft að hafa mestar áhyggjur af þeim mínútum þar sem hann situr á bekknum. Lakers vann sem dæmi þær 37 mínútur sem Anthony Davis spilaði með þremur stigum. Davis var með 25 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum og vann 32 mínútur Danny Green með sjö stigum. Danny Green skoraði 28 stig í leiknum og hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum sínum. LeBron James og Anthony Davis áttu hins vegar erfitt uppdráttar á móti frábæru varnarliði og það og framlag frá bekknum átti mestan þátt í sigri Clippers liðsins. Saman hittu þeir James og Davis aðeins úr 15 af 40 skotum sínum í leiknum. Clippers fékk síðan 60 stig frá bekknum en varamenn Lakers skoruðu aðeins 19 stig."LeBron was careless w/ the ball. If LeBron's not still an All-NBA, Top 8, MVP-candidate guy, the Lakers don't have any path to getting to where they want to get. ... That was a poor showing by the Lakers, most notably, LeBron." — @getnickwrightpic.twitter.com/xJrqOeGfKC — FOX Sports (@FOXSports) October 23, 2019
NBA Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira