Enski boltinn

Man. City var ekki að leita að á­hrifa­völdum til að sýna stemninguna á Eti­had

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr 5-1 sigri City gegn Atalanta í gær.
Úr 5-1 sigri City gegn Atalanta í gær. vísir/getty
Manchester City hefur ekki náð að fylla völlinn í fyrstu tveimur heimaleikjum sínum í Meistaradeildinni og héldu flestir að þeir væru nú að leita nýrra ráða.

Sett var auglýsing á vefinn Tribe, þar sem flestir áhrifavaldar á Englandi sækjast eftir vinnu, undir nafni Manchester City en þar var talið að ensku meistararnir væru að óska eftir áhrifavöldum til að hjálpa þeim að fá fleira fólk á völlinn.







Í auglýsingunni segir að ekki hafi nein stór nöfn dregist gegn City í Meistaradeildinni þessa leiktíðina og því séu helstu stuðningsmennirnir ólíklegri til að mæta á völlinn.

Því vildu City fá áhrifavalda á völlinn til að sýna fólkinu á Englandi og víðar um heiminn hversu raunverulega góð stemning er á Etihad-leikvanginum er City spilar þar.







BBC greindis svo frá því á vef sínum í gærkvöldi að þetta væri ekki rétt. Manchester City hafði neitað þessu og hafi ekki borgað áðurnefndu fyrirtæki til að finna fyrir sig áhrifavalda til að sýna frá stemningunni.









City dróst í riðil með Atalanta, Shaktar og Dinamo Zagreb í riðlinum í ár. Þeir eru með níu stig eftir fyrstu þrjá leikina en þeir leiku tvo þeirra á heimavelli fyrir hálftómum Etihad-leikvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×