Ekki megi stilla upp aðferðum við kolefnisbindingu sem andstæðum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. október 2019 20:00 Margvísleg mistök voru gerð við framræslu votlendis á Íslandi að sögn þingmanns Framsóknarflokksins. Gæta þurfi að því að falla ekki í sömu gryfjuna við endurheimt þess. Þurrkað votlendi er ein stærsta uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda á landinu og því hefur nokkur áhersla verið lögð á endurheimt votlendis. „Það voru gerð mörg mistök þegar land var framræst á sínum tíma og það varð náttúrlega til þess að skurðir sums staðar þurrkuðu þeir alls ekki,“ segir Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Þar af leiðandi hafi í mörgum tilfellum þurft að grafa nýja skurði þar sem land er nýtt til landbúnaðar. Þeir skurðir sem grafnir séu í dag séu yfirleitt grafnir til að viðhalda framræslu að sögn Líneikur. „það er held ég algjör undantekning, og ég þekki sjálf ekki dæmi þess, að byrjað sé að þurrka nýtt land núna, nema þá í tengslum við uppbyggingu byggðar.“ Eitt af þeim ráðum sem gripið hefur verið til er að moka ofan í gamla skurði. Líneik telur að varhugavert geti verið að raska þeim svæðum þar sem gamlir skurðir séu þegar farnir að síga saman. „Mér finnst ákveðin hætta á einföldun í umræðunni og það er svona það sem hefur ýtt við mér, að menn fari of geyst og hugi ekki að því að þetta geti ekki verið ákvörðun einhvers eins manns hvað á að endurheimta, heldur þarf þetta að vera hluti af skipulagi í heilu sveitarfélögunum,“ segir Líneik. Hún telji að taka þurfi út hvert svæði áður en verkefni við endurheimt votlendis hefst. „Það er mjög mikilvægt að við förum ekki að stilla aðferðum við bindingu kolefnis eða endurheimt upp sem andstæðum. Við þurfum að vinna að skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis á grunni skipulags og víðtæks samráðs.“ Alþingi Landbúnaður Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Umfang landgræðslu og skógræktar tvöfaldast Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu muni tvöfaldast frá 2018 til 2022 með aðgerðum um land allt sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kynntu á blaðamannafundi í Elliðaárdalnum nú síðdegis. 2. júlí 2019 15:06 Endurheimta votlendi í Krísuvíkur- og Bleiksmýri Samkvæmt upplýsingum frá Votlendissjóði má ætla að með endurheimtinni verði slökkt á ellefu hundruð tonna útblæstri gróðurhúsalofttegunda sem jafnast á við það að slökkt væri varanlega á hundrað og tuttugu fólksbílum. 1. október 2019 20:30 Ætla að þrefalda framleiðslu á plöntum til nýskógræktar Frá bankahruni hafa um þrjár milljónir plantna verið framleiddar hér á landi til nýskógræktar. Stefnt er að því að framleiðslan fari í 12 milljónir eftir þrjú ár. 2. september 2019 06:15 Minna um framræst votlendi en áður var talið Ný og nákvæmari gögn um framræst votlendi á Íslandi benda til þess að minna sé af því en áður var talið. Því er framræst votlendi minni hluti af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi en reiknað var með. 14. júní 2019 09:00 Landnotkun bænda stærsti sökudólgurinn í kolefnislosun Landnotkun á Norðurlandi vestra losar 90 prósent alls kolefnis sem losnar í landsfjórðungnum. Langstærstur hluti þess er framræsing votlendis. "Sláandi niðurstöður,“ segir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur. Upplýsingafull 31. maí 2019 08:00 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Margvísleg mistök voru gerð við framræslu votlendis á Íslandi að sögn þingmanns Framsóknarflokksins. Gæta þurfi að því að falla ekki í sömu gryfjuna við endurheimt þess. Þurrkað votlendi er ein stærsta uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda á landinu og því hefur nokkur áhersla verið lögð á endurheimt votlendis. „Það voru gerð mörg mistök þegar land var framræst á sínum tíma og það varð náttúrlega til þess að skurðir sums staðar þurrkuðu þeir alls ekki,“ segir Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Þar af leiðandi hafi í mörgum tilfellum þurft að grafa nýja skurði þar sem land er nýtt til landbúnaðar. Þeir skurðir sem grafnir séu í dag séu yfirleitt grafnir til að viðhalda framræslu að sögn Líneikur. „það er held ég algjör undantekning, og ég þekki sjálf ekki dæmi þess, að byrjað sé að þurrka nýtt land núna, nema þá í tengslum við uppbyggingu byggðar.“ Eitt af þeim ráðum sem gripið hefur verið til er að moka ofan í gamla skurði. Líneik telur að varhugavert geti verið að raska þeim svæðum þar sem gamlir skurðir séu þegar farnir að síga saman. „Mér finnst ákveðin hætta á einföldun í umræðunni og það er svona það sem hefur ýtt við mér, að menn fari of geyst og hugi ekki að því að þetta geti ekki verið ákvörðun einhvers eins manns hvað á að endurheimta, heldur þarf þetta að vera hluti af skipulagi í heilu sveitarfélögunum,“ segir Líneik. Hún telji að taka þurfi út hvert svæði áður en verkefni við endurheimt votlendis hefst. „Það er mjög mikilvægt að við förum ekki að stilla aðferðum við bindingu kolefnis eða endurheimt upp sem andstæðum. Við þurfum að vinna að skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis á grunni skipulags og víðtæks samráðs.“
Alþingi Landbúnaður Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Umfang landgræðslu og skógræktar tvöfaldast Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu muni tvöfaldast frá 2018 til 2022 með aðgerðum um land allt sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kynntu á blaðamannafundi í Elliðaárdalnum nú síðdegis. 2. júlí 2019 15:06 Endurheimta votlendi í Krísuvíkur- og Bleiksmýri Samkvæmt upplýsingum frá Votlendissjóði má ætla að með endurheimtinni verði slökkt á ellefu hundruð tonna útblæstri gróðurhúsalofttegunda sem jafnast á við það að slökkt væri varanlega á hundrað og tuttugu fólksbílum. 1. október 2019 20:30 Ætla að þrefalda framleiðslu á plöntum til nýskógræktar Frá bankahruni hafa um þrjár milljónir plantna verið framleiddar hér á landi til nýskógræktar. Stefnt er að því að framleiðslan fari í 12 milljónir eftir þrjú ár. 2. september 2019 06:15 Minna um framræst votlendi en áður var talið Ný og nákvæmari gögn um framræst votlendi á Íslandi benda til þess að minna sé af því en áður var talið. Því er framræst votlendi minni hluti af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi en reiknað var með. 14. júní 2019 09:00 Landnotkun bænda stærsti sökudólgurinn í kolefnislosun Landnotkun á Norðurlandi vestra losar 90 prósent alls kolefnis sem losnar í landsfjórðungnum. Langstærstur hluti þess er framræsing votlendis. "Sláandi niðurstöður,“ segir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur. Upplýsingafull 31. maí 2019 08:00 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Umfang landgræðslu og skógræktar tvöfaldast Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu muni tvöfaldast frá 2018 til 2022 með aðgerðum um land allt sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kynntu á blaðamannafundi í Elliðaárdalnum nú síðdegis. 2. júlí 2019 15:06
Endurheimta votlendi í Krísuvíkur- og Bleiksmýri Samkvæmt upplýsingum frá Votlendissjóði má ætla að með endurheimtinni verði slökkt á ellefu hundruð tonna útblæstri gróðurhúsalofttegunda sem jafnast á við það að slökkt væri varanlega á hundrað og tuttugu fólksbílum. 1. október 2019 20:30
Ætla að þrefalda framleiðslu á plöntum til nýskógræktar Frá bankahruni hafa um þrjár milljónir plantna verið framleiddar hér á landi til nýskógræktar. Stefnt er að því að framleiðslan fari í 12 milljónir eftir þrjú ár. 2. september 2019 06:15
Minna um framræst votlendi en áður var talið Ný og nákvæmari gögn um framræst votlendi á Íslandi benda til þess að minna sé af því en áður var talið. Því er framræst votlendi minni hluti af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi en reiknað var með. 14. júní 2019 09:00
Landnotkun bænda stærsti sökudólgurinn í kolefnislosun Landnotkun á Norðurlandi vestra losar 90 prósent alls kolefnis sem losnar í landsfjórðungnum. Langstærstur hluti þess er framræsing votlendis. "Sláandi niðurstöður,“ segir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur. Upplýsingafull 31. maí 2019 08:00