Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk en ætlar ekki að missa af ÓL 2020 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2019 15:00 Alex Morgan með HM-bikarinn og silfurskóinn sem hún vann á HM 2019. Getty/Quality Sport Images Fyrirliði heimsmeistaraliðs Bandaríkjanna og ein allra besta knattspyrnukona heims lét vita af því í gær að hún á von á barni. Alex Morgan og eiginmaður hennar Servando Carrasco létur vita af því á Instagram að þau eiga von á sínu fyrsta barni í apríl.We are already in love and we haven’t even met her yet. Newest member of the Carrasco family, coming soon. pic.twitter.com/xeJPuDQgiS — Alex Morgan (@alexmorgan13) October 23, 2019 „Við erum strax orðin ástfangin af henni og við höfum ekki hitt hana ennþá. Nýjasti meðlimur Carrasco fjölskyldunnar kemur fljótlega í heiminn,“ skrifaði Alex Morgan. Alex Morgan verður því í barneignarfríi næstu mánuðina. Hún mun missa af byrjun tímabilsins með Orlando Pride og undankeppni Ólympíuleikanna með bandaríska landsliðinu. Heimildir ESPN er hins vegar þær að Alex Morgan ætli sér að vera með á Ólympíuleikunum í Tókýó næsta sumar sem fara fram um þremur mánuðum eftir að hún eignast barnið. Ólympíuleikarnir hefjast 22. júlí. Alex Morgan ætlar sér líka að vera með á HM 2023 en þá verður hún orðin 34 ára gömul. Hún var búin að gefa það út áður en það varð opinbert að hún væri ófrísk. Congratulations Servando and @alexmorgan13! pic.twitter.com/wBS51l8mnk — LA Galaxy (@LAGalaxy) October 23, 2019 Alex Morgan er frábær leikmaður og hefur 107 mörk í 169 landsleikjum. Hún skoraði sex mörk á HM í sumar og var markahæst en missti af gullskónum þar sem liðsfélagi hennar, Megan Rapinoe, spilaði færri leiki. Alex Morgan hefur tvisvar orðið heimsmeistari með bandaríska landsliðinu og vann Ólympíugull í London 2012. Bandaríkin Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
Fyrirliði heimsmeistaraliðs Bandaríkjanna og ein allra besta knattspyrnukona heims lét vita af því í gær að hún á von á barni. Alex Morgan og eiginmaður hennar Servando Carrasco létur vita af því á Instagram að þau eiga von á sínu fyrsta barni í apríl.We are already in love and we haven’t even met her yet. Newest member of the Carrasco family, coming soon. pic.twitter.com/xeJPuDQgiS — Alex Morgan (@alexmorgan13) October 23, 2019 „Við erum strax orðin ástfangin af henni og við höfum ekki hitt hana ennþá. Nýjasti meðlimur Carrasco fjölskyldunnar kemur fljótlega í heiminn,“ skrifaði Alex Morgan. Alex Morgan verður því í barneignarfríi næstu mánuðina. Hún mun missa af byrjun tímabilsins með Orlando Pride og undankeppni Ólympíuleikanna með bandaríska landsliðinu. Heimildir ESPN er hins vegar þær að Alex Morgan ætli sér að vera með á Ólympíuleikunum í Tókýó næsta sumar sem fara fram um þremur mánuðum eftir að hún eignast barnið. Ólympíuleikarnir hefjast 22. júlí. Alex Morgan ætlar sér líka að vera með á HM 2023 en þá verður hún orðin 34 ára gömul. Hún var búin að gefa það út áður en það varð opinbert að hún væri ófrísk. Congratulations Servando and @alexmorgan13! pic.twitter.com/wBS51l8mnk — LA Galaxy (@LAGalaxy) October 23, 2019 Alex Morgan er frábær leikmaður og hefur 107 mörk í 169 landsleikjum. Hún skoraði sex mörk á HM í sumar og var markahæst en missti af gullskónum þar sem liðsfélagi hennar, Megan Rapinoe, spilaði færri leiki. Alex Morgan hefur tvisvar orðið heimsmeistari með bandaríska landsliðinu og vann Ólympíugull í London 2012.
Bandaríkin Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira